Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 16
STARFIÐ Á ÍSLANDI HAUSTSÖFNUN 1979 Haustsöfnunin hefur gengið vonum framar. Góð hækkun var í Snæfellsnes- ferðinni. 1 stóru ferðinni um landið var hækkunin 100%. Á Akureyri im 150% haakkun. Sömu sögu er að segja víða af heimasvæðum safnaðanna og mun heildar- söfnunin vera komin í rúmar 23 milljón- ir (tæpl. 16. milljónir £ fyrra). Sem dæmi um mikla hækkun má taka Vestmannaeyjar ca 120% hækkun, Akranes ca 100% hækkun, Sandgerði ca 100% hækkun. Mjög vel hefur gengið í Árnessýslu, og margir trúfastir í Reykjavík og Kópavogi unnið þrekvirki. Það sem vekur athygli er hve fátt er að yngra fólki. Meginbyrðin liggur á fólki sem er komið yfir miðjan aldur. ÞÓ er hér góð undantekning, þar sem eru nemendur Hlíðardalsskóla. Án þeirra hefði Akranessöfnunin fallið niður og lítið orðið úr Hafnarfjarðar söfnun. Einnig gerðu þau mikið í Árnessýslu. Hjartans þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn,og þeirra sem minntust okkar x bænum sínum, þótt þau kæmust ekki sjálf. Tökum fleiri þátt næsta ár. BASAR í REYKJAVÍK Systrafélagið í Reykjavík hélt sinn árlega basar 14.okt. Selt var fyrir 660 þús. En það er enn verið að selja þott basarinn sé búinn og er ekki frá- leitt að giska á að salan komist nálægt 750 þús. Á bak við slíka upphæð er meira starf en margan grunar. BASAR Á SUDURNESJUM Sama er að segja um starfið á Suðurnesjum, fórnfúst og mikið starf fárra. Þar var basar haldinn 27.okt. og seldist fyrir rúml. 400.000. Við samgleðjumst systrafélögunum með stórkostlegan árangur erfiðis síns. SUDURNES - GjÖf Söfnuðurinn á Suðurnesjum hef\ar ráðist í að gefa Hlíðardalsskóla frystiskáp sem mun kosta hátt £ hálfa milljón króna. En öll frystiaðstaða £ eldhúsi skólans er mjög úrelt og bagaleg. Ef fleiri vildu fylgja dæmi Suðurnesja er full þörf á öðrum skáp eða kistu. ÁRNESSÖFNUÐUR - Orgel NÚ stendur yfir söfnun i orgelsjóð. Er þetta mjög brynt þar eð söfnuðurinn á ekkert hljóðfæri en hefur haft gamalt pianó að láni sem ekki er kostur á að hafa lengur. VESTMANNAEYJAR-Hitaveita - Basar NÚ eru hitaveituframkvæmdir i Eyjum. Inntak í kirkjuna m\an verða kostnaðar- samt. Hér er því stórt átak fyrir fá- mennan söfnuð. Árlegur basar systranna verður síðasta sunnudag í nóvember og óskum við þeim alls hins besta. REYKJAVÍK- Kirkjan Verið er að laga kirkjuna í Reykja- vík. Er hér um að ræða meiri háttar átak. Öll kirkjan máluð svo og kirkju- bekkir. Þá er verið að slípa upp og ganga frá öllu kirkjugólfinu. Á meðan hefur söfnuðurinn komið saman £ kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. 5 DAGA NÁMSKEIÐ Þann 28.okt. - 2.nóv var haldið 5 daga námskeið i Keflavík. David West, prestur Suðurnesjasafnaðar og Snorri Ólafsson, læknir, deildarstjóri bind- indisstarfs samtakanna halda þetta námskeið. Þann 18.nóv - 22.nóv. er ráðgert að halda slíkt námskeið í Reykjavík. Væntanlega verður hægt að segja nánar frá þessum námskeiðum í desember- blaðinu. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.