Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 6
vitnisburðinn um hylli föðurins sem þangað til hafði fallið honum í skaut. Hann þekkti eðli föður síns. Hann skildi réttlæti hans, miskunn hans, hinn mikla kærleik hans. Fyrir trú hvíldi hann í honum sem hann hafði fagn- að að hlýða. Og um leið og hann í undirgefni fól sig Guði hvarf honum tilfinningin um að hafa glatað hylli föður síns. Kristur var sigurvegari fyrir trú. Aldréi fyrr hafði heimurinn orðið sjónarvottur slíkra atburða. Mann- fjöldinn stóð stjarfur og starði á frelsarann með öndina í hálsinum. Aftur lagðist myrkur yfir jörðina og menn heyrðu dimmar drun\rr,eins og þrumur væru. Þá varð ofsalegur land- skjálfti. Fólkið féll niður hvað um annað. Allt komst í uppnám og skelf- ingu. í fjöllunum í kring klofnuðu björgin og hrundu með miklum skruðning- um niður á jafnsléttu. Grafir opnuðust og hinir 'dauðu köstuðust upp úr leg- stöðum sínum. Sköpunarverkið virtist vera að hrynja til grunna. Prestar, höfðingjar, böðlar og almenningur lágu ósjálfbjarga í duftinu, mállausir af skelfingu. Þegar hrópið barst frá vörum Krists "það er fullkomnað" voru prest- ar að þjóna í musterinu. Þetta var stund kvöldfórnfæringanna. Lambið sem táknaði Krist hafði verið leitt til slátrunar. Klæddur sínum táknræna og fagra skrúða stóð presturinn með hníf- inn í höndunum eins og Abraham þegar hann bjóst til að slátra syni sínum. Lýðurinn fylgdist með fullur eftir- væntingar. En jörðin bifast og skelfur því að sjálfur Drottinn nálgast. Með háum bresti rifnar fortjald musterisins ofanfrá og niður úr fyrir ósýnilegri hendi og opnar sjónum múgsins þann stað sem áður fyrr var fullur af dýrð Guðs. Á þessum stað hafði Drottinn haft samastað. Hér hafði Guð opinberað dýrð sína yfir náðarstólnxam. Enginn annar en æðsti presturinn lyfti nokkurn tíma fortjaldinu sem skildi þessa búð frá öðrum hlutum musterisins. Hann fór þangað inn einu sinni á ári til að friðþægja fyrir syndir lýðsins. En nú er þetta tjald rifið í tvennt. Hið allra helgasta hins jarðneska helgidóms er ekki lengur heilagt. Allt er í uppnámi. Presturinn er tilbúinn að slátra fórnardýrinu en 6 hnífurinn fellur úr óstyrkri hendi hans og lambið forðar sér. Fyrirmyndin hefur mætt eftirmynd sinni í dauða Guðs sonar. Hin mikla fórn hefur verið færð. Leiðin til hins helgasta hefur verið opnuð. Ný og lifandi leið er öllum opin. Syndugt og syrgjandi mannkyn þarf ekki lengur að bíða komu æðsta prestins. Héðan í frá skyldi frelsar- inn þjóna sem æðsti prestur og máls- svari á himni himnanna. Það var eins og lifandi rödd hefði ávarpað tilbiðj- endurna: NÚ -ier kominn endir allra brennifórna og syndafórna. Sonur Guðs er kominn samkvæmt orði sínu: "Sjá ég er kominn - í bókrollunni er ritað um mig - til að gjöra þinn vilja, Guð min minn.'" Hann gekk "með sitt eigið blóð inn í hið.heilaga í eitt skipti fyrir öll eftir að hafa aflað eilífrar lausn- ar." Heb.10,7;9,12. □

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.