Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 2

Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 2
EKKIER ÖLL LÆKNING FRÁ GUÐI Eftir að hafa orðið örkumla í slysi og gengið undir sex skurðaðgerðir, langaði höfundinn óstjórnlega að geta gengið aftur - en fyrir hvaða verð? BONNIE JOHNSON Þegar ég var aðeins 10 ára,flutti faðir minn sex barna fjölskyldu okkar í stærri bæ, vegna þess að hann skipti um atvinnu. Þeir sem fluttu búslóðina okkar höfðu varla lokið við að taka ut- an af húsgögnunum þegar maður í næsta húsi kom til okkar og bauð okkur í sunnudagaskóla. Við höfðum ekki sótt kirkju, svo að móðir okkar sendi okkur í þennan sunnudagaskóla af því henni fannst mikið til um umhyggjusemi þessa nágranna. 1 nágrenninu bjó einnig aðventfjölskylda, og ég hef oft velt fyrir mér hversu öðruvísi líf okkar hefði getað orðið, hefðu það verið aðventistarnir sem sýndu þessa umhyggju. Ef til vill hefði móðir okkar þá sent okkur í hvíldardagsskóla í stað sunnudagaskóla. Þegar ég var 12 ára, ákvað ég að fylgja Jesú. Eftir að ég giftist vorum ég og eiginmaður minn trúfastir safnaðar- meðlimir. Við ólum börnin okkar upp í guðsótta. Samkvæmt okkar bestu vitund þjónuðum við Jesú. Vegna áhrifa frá tengdamóður minni og mágkonu, gerðist ég nemandi í Biblíubréfaskóla sem rekinn er af Sjöunda dags aðventistum (Voice of Prophecy), sem leiddi til þess að ég skírðist sem aðventisti. Tveimur árum seinna gerðist eiginmaður minn meðlimur hins síðasta safnaðar Guðs. Mesta eftirsjá okkar var að tveir elstu synir okkar voru ekki lengur undir áhrifum heimilis okkar. Yngri börn okkar öðl- uðust þau forréttindi að ganga í barna- skóla okkar og gagnfræðaskóla. Maðurinn minn og ég unnum á sama stað. Dag einn þegar við vorum á leið til vinnu keyrði gömul kona, sem ók allt of hratt, inn í hliðina á bílnum okkar og slasaði mig illilega. Ég lá í tvær vikur á gjörgæslu- deild. Alvarleg meiðsli á höfði orsökuðu lömun í vinstri hlið líkamans. Mænan hafði skaddast á tveimur stöðum, rétt fyrir neðan hálsinn og í mjóhryggn- um. Ég var rúmföst í meira en tvö ár. Það var mér mikill gleðidagur þegar ég gat komist í hjólastól. Eftir sex meiri háttar skurðaðqerðir qat éq gengið með því að hafa fótaspangir. Þrjú stærstu beinin í vinstri öklanum voru fest saman. Hlutar af báðum sinum sköflungsins voru fjarlægð- ir, og lifandi sinar voru fluttar í öklann og ristina. Ein skurðaðgerðanna var gerð til að laga sinar í náranum, og stór aðgerð var gerð á vinstri úlnliðnum. Það varð til þess að ég þurfti ekki lengur á handleggjaspöngunum að halda, þó að ég sé enn þróttlítil um úlnliðinn og geti enn ekki rétt alveg úr honum. í þessu langa stríði mínu við skurðaðgerðir, var Guð mér nálægur og minn dásamlegi eiginmaður stóð traustur við hlið mér þangað til hann dó. Ég fann að þegar hann varð að vera fyrir utan dyr skurð- stofunnar, tók Jesús í hönd mér og var hjá mér. Aðeins konur geta skilið það sem ég varð að aðlagast - að vera í þungum, klunnalegum og ósmekklegum spöngum. Það er sama hvað fötum ég klæðist, ég verð alltaf að nota sömu skóna 2

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.