Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 3
EKKIER ÖLL LÆKNING FRÁ GUÐI
vegna þess að þeir eru fastir við
spangirnar.
Vegna góðvilja eins vinar míns,
átti ég nýlega því láni að fagna að
heimsækja son minn, ættingja og gamla
vini í öðru fylki. í síðustu vikunni
sem ég dvaldist þar, buðu vinir
mínir mér að koma með sér á samkomur
sem haldnar voru út á landsbyggðinni
á vegum safnaðarins sem þeir tilheyrðu
og hélt sunnudaginn helgan. Þær voru
haldnar á fögrim mótstað. Ég sá ekkert
athugavert við að fara með þeim - satt
að segja virtist fólkið þar vera mjög
sannkristið og ég var ánægð með sam-
komurnar. Þar sem ég hef sérstaka
ánægju af tónlist, naut ég út í ystu
æsar tónlistarinnar sem flutt var yfir
þessa helgi.
Á sunnudagsmorgninum var ég hvött
til að koma fram og gangast undir lækn-
ingu. Hefði ég lesið það sem er að
finna á blaðsíðu 124 og 125 í bókinni
Early Writings eftir Ellen White, hefði
ég ekki þurft að fara í gegnum reynslu
vikunnar sem á eftir fylgdi, en það
er versta vika sem ég hefi lifað.
Þegar ég kom fram til að verða
læknuð, fann ég ekki fyrir neinu fyrr
en ég var komin til baka við hlið vinar
míns. Þá fann ég til hitakenndar í
handleggnum. Ég leit niður og sá að
éq qat opnað hendina. Ég gat kreppt
hnefann. Hnúturinn, þar sem sundur-
skornar sinarnar höfðu dregist saman,
var horfinn. Ég fór að gráta og einnig
þeir sem voru í kringum mig. Ég var
ekki viss um hvort ég gæti gengið, þar
sem engin leið var að taka spangirnar
af á meðal almennings.
Ég átti að fljúga heim á mánudags-
morgninum. Þegar við komum til baka á
heimili vinar míns sunnudagskvöldið,
tók ég spangirnar af mér og reyndi að
standa. Ég gat staðið, jafnvel þó
fæturnir væru reikandi eins og á ný-
fæddum kálfi. Við grétum aftur saman
og lofuðum Drottinn. Mér fannst ég
svífal ímyndið ykkur hvernig mér
leið eftir að hafa ekki gengið í 11
ár.' Beinaskurðlæknirinn hafði lagt
ríkt á við mig að fara varlega vegna
þess að vinstri öklinn gæti brotnað við
minnsta þrýsting.
Skór án spanga
Áður en ég fór í flugvélina sem
flutti mig heim, fóru vinir mínir með mig
í skóbúð og keyptu handa mér fyrstu
lausu skóna sem ég hafði átt í ellefu
ár. Ég kom heim með spangirnar í
hönldunum.
Ég hringdi í eina af safnaðar-
vinkonum mínum og bað hana að sækja
mig á flugvöllinn. Hún gat ekki trúað
sínum eigin augum. Hún sagði safnaðar-
prestinum frá þessu. Hann hafði sínar
efasemdir um þetta, en svaraði þessu
til: "Ég verð að leggja þetta fyrir í
bæn og fara að heimsækja hana."
Ég varð undrandi yfir að þessi
vitri, guðhræddi maður virtist ekki
glaður yfir því kraftaverki sem hafði
gerst i lífi mínu. Hann útskýrði fyrir
mér að honum fyndist ég verða að ganga
úr skugga um að það sem gerst hafði
væri frá Guði en ekki frá Satan. Hann
las fyrir mig það sem stendur í Early
Writings bls.124 og 125. Ég fór að
gera mér grein fyrir að ef til vill
hefði það ekki verið samkvæmt vilja
Guðs að ég sótti þessar samkomur.
Ellen White segir okkur að þegar við
gerum það "getum við orðið fyrir
höggum óvinarins."
Á síðustu dögum mun Satan hafa
3