Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 8
^bcrnis
ticr obbur
aö fjalöa
jólin?
"JÓlin nálgast", þetta kveður við
vítt og breitt. Þetta er fagnaðartírai
fyrir æskuna - fyrir fulltíða fólk og
jafnvel fyrir hina öldruðu. En hvað
eru jólin, að þeim sé svo mikill gaumur
gefinn?
Talið er að 25.des. sé fæðingardag-
ur Jesú Krists og að halda þann dag
hátíðlegan hefur orðið vinsæll og út-
breiddur vani. ÞÓ er engin vissa fyrir
því að við séum með því að halda upp á
hinn raunverulega fæðingardag Jesú.
Sagan veitir enga fullvissu um það.
Biblían segir ekkert um stund þessa
viðburðar. Hefði Guð talið vitneskjuna
um þetta vera nauðsynlega hjálpræði
okkar, hefði hann veitt okkur hana
gegnum spámenn sína og postula. En
þögn Biblíunnar um þetta mál er sönnun
þess að það sé okkur hulið samkvæmt
viskuráði Guðs.
í visku sinni faldi Guð staðinn þar
sem Móse var grafinn. Guð greftraði
hann og reisti hann síðar upp og nam
hann upp til himins. Þannig kom hann
í veg fyrir hjáguða dýrkun. Sá, sem
fólkið hafði þjarmað svo að og móðgað
meðan hann starfaði á meðal þess að
framkoma þess hefði reynst hverjum
manni ofraun - var allt að því tilbeð-
inn eins og Guð, eftir dauða sinn.
Ástæðan fyrir því að fæðingar-
dagur Krists er mönnum hulinn, er sú
að forða því, að hann hlyti þann heiður,
sem Kristi, frelsara mannkynsins, einum
ber.
Þar sem jólin eru haldin sem fæð-
ingarhátíð Jesú og börnum hefur verið
innrætt að þetta sé gleðinnar hátíð
- þá mun það reynast erfitt að láta
þennan tíma líða án þess að honum sé
nokkur gaumur gefinn. Hægt er að láta