Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 9
hann þjóna mjög góðum tilgangi.
Varlega skyldi farið með æskuna.
Á jólunum ber ekki að láta hana leita
eigin skeramtunar í hégóma og lélegri
dægrastyttingu, sem er skaðleg and-
legu lífi. Foreldrar geta stjórnað
þessum málum með því að snúa hjörtum
barna sinna til Guðs, að málefni hans
og velferð annarra manna.
Foreldrar verða að leggja sig
vel fram í því að hafa heillavænleg
áhrif á skemmtanalíf barna sinna í stað
þess að ráðast á það með ströngum regl-
um. Löngun þeirra til að gefa gjafir
máileiða inn á hreinar og helgar braut-
ir - svo að þær verði til blessunar
og efli hið mikla verk, sem Jesús kom
til að framkvæma í heiminum. Sjálfs-
afneitun og fórn auðkenndu lífsstefnu
hans. Þetta ætti einnig að auðkenna
lífstefnu okkar sem játum að elska
Jesúm.
Hátíðin nálgast óðum með gjöfum
sínum, ungir og gamlir hugleiða hvað
þeir geti gefið vinum sínum. Það er
ánægjulegt að taka á móti gjöf - hversu
lítil sem hún kann að vera - frá þeim
sem okkur þykir vænt um, hún sýnir að
við erum ekki gleymd - hún tengir okkur
nánar vinum okkar.
Það er rétt að veita öðrum tákn
vináttu og kærleika, ef það verður ekki
til þess að við gleymum Guði, besta
vini okkar. Við ættum að velja gjafir
sem veita vinum okkar raunverulegt gagn.
Ég mæli með bókum, sem auka skiln-
ing manna á orði Guðs og glæða áhugann
á því að gera vilja hans. Gefið lestrar-
efni fyrir hin löngu vetrarkvöld.
Marga skortir lestrarefni um hinn
tímabæra sannleika. Hér eru opnir
möguleikar til að verja peningum á
hyggilegan hátt. Börnin þurfa að hafa
heilnæmt lestrarefni. Peningum sem
margir verja til að kaupa gagnslaus
leikföng og sælgæti er betur varið til
að kaupa ^óðar bækur.
Hátíðarhald jóla og nýárs ætti að
miða að því að gleðja bágstadda. Það
er Guði þóknanlegt að þeim sé hjálpað,
sem hafa fyrir mörgimi að sjá.
Foreldrar ættu ekki að líta svo á
að það sé syndsamlegt að hafa jólatré
í kirkjunni til ánægju fyrir meðlimi
hvíldardagsskólans. Það getur orðið
til blessunar. Látum hugann beinast
að góðverkum. Tilgangur slikra sam-
koma ætti aldrei að vera sá einn að
fólk skemmti sér. Þótt sumir kunni
að vilja breyta slíku í kæruleysislegt
gaman, getur það orðið öðrum mjög gagn-
legt. Ég er fullviss um það að hægt
er að koma á saklausu gamni í stað hins,
sem hefur siðspillandi áhrif.
Viljið þið ekki hefjast handa
kristnu bræður og systur og skipuleggja
þetta svo að það sé ekki þurrt og óað-
laðandi - heldur fullt af saklausri
ánægju sem hefur á sér innsigli himins-
ins. Ég veit að hinir fátækari munu
sjá ljós r þessu. Hinir velstæðu ættu
einnig að sýna því áhuga og gefa í
hlutfalli við það, sem Guð hefur gefið
þeim. Mættu bækur himinsins sýna að
þessi jól verði betri en þau hafa verið
nokkru sinni áður vegna gjafa þeirra,
sem færðar verða verki Guðs til upp-
byggingar rrki hans."
The Adventist Home bls.477-483.