Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 10
ER ÞAÐ EKKI EINKENNILEGT að við
biðjum svo sjaldan um það að lyndis-
einkunn okkar breytist, - en svo oft
um að krinqumstæður okkar breytist?
Alla vikuna eigum við að hafa
hvíldardaginn í huga og undirbúa helgi-
hald hans, samkvæmt boðorðinu. ÞÓ
ætti ekki að halda hvíldardaginn af
þvi einu, að það sé lagalegt fyrirmæli.
í öllu því, sem snertir framför í Guðs
verki, þurfa sigrarnir að vinnast í
fjölskyldulífinu.
Það er þar, sem undirbúningur
hvíldardagsins á að hefjast. Alla
daga vikunnar verða foreldrar að hafa
í huga að heimilið á að vera skóli, þar
sem börnin læra að hafa viðbúnað fyrir
himneska heimilið. Bæði orð og verk
þeirra ættu að vitna um þetta. Jafn-
vel ekkert orð, sem börnin hafa ekki
gott af að heyra, ætti að líða þeim af
vörum.
Foreldrar, vandið daglegt líf
ykkar svo, eins og því sé lifað fyrir
augliti Guðs. Hann hefur gefið ykkur
börnin til þess að ala þau upp fyrir
sig. Alið upp þennan litla söfnuð í
heimili ykkar þannig, að allir séu
undir það búnir að tilbiðja Guð í
helgidómi hans á hvíldardeginum. Kvöld
og morgna ættuð þið að bera börn ykkar
fram fyrir hann, sem hefur endurleyst
þau. Kennið þeim að það sé heilög
skylda og forréttindi þeirra að elska
Guð og þjóna honum.
Enda þótt undirbúningur hvíldar-
dagsins eigi að gerast alla vikuna,
á föstudagurinn þó að vera sérstakur
undirbúningsdagur. Fyrir munn Móse
talaði Drottinn svo til israels: "Á
morgun er hvíldardagur, heilagur
hvíldardagur Drottins. Bakið það
sem þér viljið baka og sjóðið það,
sem þér viljið sjóða, en allt það,
sem af gengur, skuluð þér leggja
fyrir og geyma til morguns."
"FÓlkið fór á víð og dreif og tíndi
og þeir möluðu það í handkvörnum
eða steyttu það í mortéli, suðu því
næst í pottum og gjörðu úr því kökur,
en það var á bragðið eins og olíu-
kökur." 2.MÓs.16,23} 4.MÓs.ll,8.
JÚ, það var ýmislegt, sem þurfti að
gera til að matbúa brauðið, sem ísraels-
mönnum var sent af himnum. Samkvæmt
boði Drottins, átti þetta að gerast á
föstudeginum, undirbúningsdeginum.
Þetta var prófraun á fólkið. Með því
vildi Guð leiða í ljós, hvort menn vildu
hdlda hvíldardaginn heilagan.
Margir þarfnast leiðbeiningar um
það hvernig á að koma fram á guðsþjón^
ustu hvíldardagsins. Það er ekki við-
eigandi að koma fram fyrir auglit Guðs
í þeim fötum, sem menn ganga í daglega.
Allir ættu að gæta þess að klæðast sér-
stökum fötum á hvíldardögum, þegar farið
er í hús Guðs.
Enda þótt við höfum ekki áhuga fyrir
hégómlegum skrautfatnaði, megum við á
hinn bóginn ekki sýna smekkleysi í ytra
útliti. Guðs börnum ber að vera snyrti-
leg bæði hið innra og ytra. Á hvíldar-
deginum ættum við ekki að laga til föt-
in okkar eða gera við þau, ekki að mat-
reiða eða verja honum til skemmtanalífs
á nokkurn hátt. Fyrir sólsetur ætti
allt tímanlegt starf að vera lagt niður,
og allt í heimilinu fært í lag. For-
eldrar, útskýrið starf ykkar og tilgang^
inn með því fyrir bömum ykkar og venj-
ió þau við að taka þátt í öllum undir-
búningi með ykkur, svo hægt sé að halda
hvíldardaainn samkvæmt boðorðinu.
Við ættum að temja okkur nákvæmni
hvað viðvíkur byrjun og endi hvíldar-
dagsins. Munum eftir því, að hvert
augnablik er heilagt. Ef mögulegt er
ættu atvinnurekendur að gefa vinnandi
fólki sínu frí frá hádegi á föstudögum
að vetrinum, svo að tími vinnist til
undirbúnings hvíldardeginum og hægt
séað bjóða dag Drottins velkominn í ró
og næði.
Þá er það eitt enn, sem ekki má
gleymast að gera á undirbúningsdeginum
og það er að færa í lag hvað eina sem
kann að vera í ólagi manna í milli.
Hvort sem það nú er milli bræðra í
söfnuðinum eða milli fjölskyldumeðlima
10