Bræðrabandið - 01.11.1980, Page 11

Bræðrabandið - 01.11.1980, Page 11
á heimilinu. Öll harka, vonska, óeining eða missætti þarf að fjarlægja. "játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess aö þér verðið heilbrigðir." Jak.5,16. Áður en hvíldardagurinn hefst, þarf bæði líkami og sál hvíld og ró. Guð hefur sett hvíldardaginn við endi viku- daganna sex, til þess að menn stopppi og hugsi um það, hve langt þeim hefur miðað áleiðis í vikunni í undirbúningi sínum að ríki hreinleikans þar sem engin yfirtroðsla fær aðgang Hvern hvíldardag ættum við að gera upp reikninga við okkur sjálf til þess að sjá hvort um andlega framför eða aftur- för er að ræða í liðinni 'riku. -K Undirbiínings- dagurinn Ég vaknaði snemma á föstudagsmorgn- inum. Veðrið var bjart og gott og ég var með langan vekefnalista í huganum þegar ég fór á fætur. - Á morgun var hvíldardagur. Efst á lista var gólfþvottur, bað- herbergið og annað. Við áttum von á gestum til miðdegisverðar á hvíldar- deginum. Af þvim ástæðum varð ég að hafa góða máltíð - og varð því að gera innkaup og baka. Ég þurfti líka að skreppa í bankann og sækja föt, sem vo voru í hreinsun. Eitt enn kom upp í huga minn: Mér hafði láðst að undirbúa barnahvíld- ardagsskólann, en það gat ég gert í kvöld. Þegar börnin voru farin í skóla kl. 8 var ég vel upplögð. Ég tók til við ræstinguna og tók ryksuguna fram. Ef ég hraðaði mér, ætti allt húsið að vera f' fínt og fágað þegar börnin kæmu úr skó skóla. Ég ætti líka að hafa lokið við innkaupin, bakstrinum ætti að vera lokið, og aðalréttur hvíldardags-mið- degisverðarins tilbúinn að fara í ofn- inn. Auðvitað varð ég líka að hugsa um kvöldmat og hann átti að verða góður - það var föstudagskvöld. Þegar ég var komin vel í gang með ræstinguna, hring hringdi dyrabjallan. Ég fór til dyra 1 1 og mætti vinkonu, sem ég hafði ekki séð lengi. Ég varð að bjóða henni inn. Við gengum yfir gólfþurrkur, bón- dósir og ryksuguna. Ég var í rauninni fegin að þetta var á vegi okkar - vin- kona mín hlyti að skilja hve annríkt é ég átti. - Sú von rættist þó ekki. HÚn settist við píanóið og tók að leika á það. Hún var dugleg - og gleymdi sér í 15 mínútur, en svo vaknaði ég við vo vondan draum - verkin biðu. En nú tóku spurningarnar að rigna yfir mig: Hvernig gekk hjá Páli - man manninum mínim? Hvernig gekk börnunum í skóla? Að þessu loknu þurfti hún að segja mér allt um sjálfa sig og sína fjöl- skyldu. Ég bar jurtate á borð - og á meðan við sátum við teborðið, fór mér að líða illa - því að tíminn leið, og ennþá talaði hún eins og hugtakið "tím "tími" væri ekki til. Þegar þrjár klst voru liðnar, spratt hún upp og sagði: "Nei, klukkan er að verða 12, og ég verð að flýta mér." NÚ var ég þrem klst á eftir áætlun - ég lauk við gólfin og var um það bil að byrja á baðherberginu, þegar síminn hringdi. Það var maðurinn minn. "Gætir þú gert svolítið fyrir mig?" spurði hann. "Ég gleymdi teikningunum af Sólhlíð - gætir þú skroppið með þær til mín?" Ég var tæplega tilbúin að svara, en sagði þó: "JÚ, ætli það ekki." Ég lauk við baðherbergið og var tekinn til við baksturinn, þegar síminn hringdi á ný. Það var skólastjórinn - "Sonur yðar datt úti á leikvelli - hann fékk svæsnar blóðnasir - gætuð þér sótt hann?" Jú, auðvitað gat ég það. Ég rúll- aði kökudeignu saman, smeygði mér í ká kápu og ákvað að fara fyrst í skólann. Á leiðinni mundi ég að ég hafði auðvit- að átt að taka teikningarnar með. Ég varð því að snúa við. NÚ tók ég Pál litla í skólanum, fór meó teikningarnar, fór í bankann, þaut inn í matvörubúð og kom við í fatahreinsuninni. Þegar hér var komið var klukkan hálf fimm. Ég hughreysti sjálfa mig með því að ég kæmist sennilega yfir þetta allt saman - en það var aðeins barnahvíldardags- skólinn' Ég notaði dósamat í kvöldverð, svo að hann tók ekki langan tíma. En þegar ég fór að undirbúa barnahvíldardags-

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.