Bræðrabandið - 01.05.1985, Qupperneq 14
Varðandi búrekstur Hlíðardalsskóla
hefur komið fram að framlag til skólans
er aðallega í formi framleiddrar vöru.
Hús og tæki eru orðin slitin en þó
starfræk - og má þar þakka fyrirmyndar
umgengni bústjórans.
Nefndin hefur lánað skólanum búr
sem ætluð eru fyrir hænsni, en mætti
einnig nota fyrir kanínur eða loðdýra-
rækt. Nefndin telur mikilvægt að
einblína ekki á þá sauðfjárræktun sem á
staðnum er heldur að möguleikar séu á
f jölbreyttari rekstri - sérstaklega með
tilliti til þeirrar grósku sem er í
landbúnaði á íslandi.
Varðandi útirækt og gróðurhús
Hlíðardalsskóla hefur eftirfarandi komið
fram:
Gróðurhús hafa ekki fengið það
viðhald sem nauðsynlegt er. Nú er svo
komið að skipta verður um þak í þeim
tveim húsum sem þarna eru. Annað viðhald
er einnig nauðsynlegt.
Garður hefur verið ruddur um
8000m2 þar af 4000m2 þar sem hitalögn er
undir.
Ekki hefur enn tekist að fá það
framlag frá gróðurrækt sem þarf að vera
en nefndinni þykir full ástæða til að
skólinn reyni enn að koma því í betra
horf. Nú hefur verið ráðinn starfmaður
við húsin og áætlanir um endurnýjun á
þaki húsanna komnar á rekspöl.
Rekstrarnefnd. ■
Reykjavík.
A undanförnum þrem árum hefur
kpnnunarnefnd unnið að undirbúningsvinnu
fyrir nýskipaða byggingarnefnd Barna-
skólans í Reykjavík.
Nýlega var birt greinargerð um stöðu
byggingarmála skólans í Reykjavík, í
safnaðarblaðinu, Bræðrabandinu nr. 3,
1985, og fylgir hún þessari skýrslu.
Nemendafjöldi skólanna síðast liðin
3 ár hefur verið sem hér segir:
BARNASKÓLINN í: 82-83 83-84 84-85
Reykjavík 11 13 14
Keflavík 13 ___ _______
Alls. 24 13 14
Kennarar skólanna hafa verið sem hér
segir:
í Reykjavík
82- 83: Oeanette Snorrason
Oddný Þorsteinsdóttir
83- 84 Oeanette Snorrason
Oddný Þorsteinsdóttir
Kristinn Ólafsson
84- 85 Lilja Sveinsdóttir
Oeanette Snorrason
í Keflavík:
82-83 Ólafur V. Þóroddsson
Skýrsla barnaskólanna
í upphafi síðasta tímabils voru
tveir barnaskólar starfræktir, þ.e. í
Reykjavík og Keflavík.
Skólinn í Keflavík var starfræktur
veturinn 1982-83 en hefur ekki starfað
síðan vegna kennaraskorts.
Skólinn í Reykjavík hefur haldið
göngu sinni áfram þó í mjög ófullnægj-
andi húsnæði sé.
Mjög brýnt er að huga að kennurum
fyrir skólana okkar almennt og svo
varanlegu skólahúsnæði fyrir skólann í
Efling barnaskólans í Reykjavík
ásamt endurreisn annarra barnaskóla,
eftir því sem hægt er, er eitt af
mikilvægasta verkefni Sjöunda dags
aðventista á íslandi. Sérstaklega er
brýnt að skólinn á höfuðborgarsvæðinu
verði myndarlegur og ætti hann að verða
sameiginlegt átak allra safnaðarmeðlima
á landinu. Þessi skóli gæti jafnast á
við Hlíðardalsskóla að mikilvægi og haft
ómetanleg áhrif til góðs og til eflingar
söfnuðinum, ekki aðeins í Reykjavík
heldur um allt land. Slíkur skóli gæti
átt sinn þátt í uppeldi og menntun
framtíðarstarfsmanna.
Mættum við bera gæfu til þess, með
Guðs hjálp, að stíga afgerandi skref í
þessa átt á þessum aðalfundi.
Erling B. Snorrason ■
14