Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 15

Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 15
Skýrsla æskulýðsdeildar "Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hrein- leika, ver þú, þangað til ég kem, kostgæfinn að lesa úr Ritningunni, áminna og kenna." 1Tm 4.12,13. Það er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á að ungmennafélögin séu sterk og virk. Þegar plantan er ung, þarf hún að vaxa og þroskast í skjóli með góðan stuðning, þá mun hún síðarmeir geta staðið af sér storma lífsins. Reynslan hefur sýnt að þau ungmenni sem taka virkan þátt í sterku ungmennafélagi verða síðar máttarstólpar safnaðarins. Þau ungmenni sem ekki eru hluti af þessum sterka hóp er miklu meiri hætta búin. Því er það ábyrgð eldri safnaðar- meðlimanna að taka þátt í æskulýðs- starfinu, hlusta, leiðbeina, hvetja, vera sannur félagi hinna yngri. í mörg ár, má segja að aðeins eitt ungmennafélag hafi verið starfandi. Flest ungmennin hafa verið á Reykjavík- ursvæðinu og þau ungmenni sem voru í öðrum söfnuðum tóku þátt í því starfi eftir því sem mögulegt var. En núna eru 3 sterk ungmennafélög starfandi. í Reykjavík, í Árnessöfnuði og á Suður- nesjum. Er það vonandi að þessi 3 ungmennafélög haldi áfram að vera virk, og að ungmennafélögum fjölgi. FÉLAGSSTARF Fyrir utan hefðbundið félagsstarf, (l.des á HDS, heimboð, leikjakvöld og ungmennasamkomur) hefur verið reynt að hafa reglulegt uppbyggingarstarf, en hver garðyrkjumaður veit að ungar plöntur þurfa skjól og stuðning reglu- lega. Það er lítið gagn í óreglulegum stuðningi sem kemur e.t.v. helst þegar veðrið er gott. Af þessu uppbyggingar- starfi má nefna þetta: 1. Bænastundir. Fyrir utan andlegan þroska þátttakenda má nefna að sums staðar leiddu þessar bænastundir unga fólksins til þess að eldri safnaðarmeðlimir fóru að mynda bænahópa. Einnig má geta þess að vegna þátttöku í bænahóp hefur einn ungur maður tekið skírn. 2. Helgarferðir. Þeim hefur fjölgað mjög á síðast liðnum tveim árum og verið skipulagðar ýmist af æskulýðsdeildinni eða einstaka ungmennafélögum. 3. Spurningakeppni milli ungmenna- félaganna. Tilgangurinn er sá að a) efla þekkingu á Biblíunni; b) þjálfa hugann í utanbókarlær- dómi og c) eiga góðar stundir saman. Stefnt er að því að þessi keppni verði haldin ár hvert. UNGMENNAMÓT Ungmennamót hefur verið haldið hvert sumar. Árið 1982 í Grímsey; 1983 við Leirárskóla, nálægt Akranesi; 1984 í smalakofa í Svartárbotnum, nálægt Hveravöllum. Sú breyting varð á sumarið 1983 að þáttaka á ungmennamótinu var takmörkuð við unglinga. Sætti sú breyting töluverðri gagnrýni eldra fólks en tilgangurinn var að fá fleiri ungmenni til að sækj'a mótið og nota tímann til að ræða mál er snertu samskipti ungmenna við Guð, hvort annað og foreldra. Tókst það í alla staði vel. Ekki er það ætlunin að þátttaka ungmennamóta í framtíðinni verði takmörkuð þannig, en þó tel ég að slíkt megi vel endurskoða. INNSÝN Síðast liðin tvö ár hefur Innsýn komið út reglulega, 10 sinnum á ári. Hafa margir einstaklingar hjálpað við útgáfu þess og efnisöflun. Helsta vandamál útgáfunnar er fjárhagsgrund- völlurinn. Upplag blaðsins er lítið og erfitt að innheimta áskriftargjöld. Hægt er að styrkja fjárhagsgrundvöllinn með 15

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.