Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.05.1985, Qupperneq 21

Bræðrabandið - 01.05.1985, Qupperneq 21
Innan fárra daga eigum við von á að fá næstu fimm bækurnar frá Noregi. Þær heita: Sýkn saka, Valkosturinn, Að tjóðra sólina, Hvers vegna stendur ölluro á sama? og Verða heilbrigðir að deyja? Eftir lestur þeirra fyrstu fimm er það tilhlökkunarefni að fá að njóta þess að lesa þessar næstu fimm. Að lokum færum við okkar bestu þakkir öllum þeim einstaklingum bæði innlendum og erlendum, sem hafa lagt hönd á plóginn við að útbreiða bækur okkar á undanförnum árum. Drottinn þekkir sína og launar hverjum og einum eins og verk hans er. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar, með þessar bækur og þann boðskap í tali og tónum sem við nú höfum að færa fólkinu, því við vitum hvílíka tímanlega og eilífa blessun þeir hljóta sem fá að njóta, um það vitna þeir sem reynt hafa. Trausti Sveinsson. ■ Skýrsla bindindisdeildar Eins og undanfarið hefur Fimm Daga Áætlunin verið í framkvæmd nokkrum sinnum í Reykjavík, einu sinni í Keflavík og Akureyri. Á Akureyri sáu Skúli Torfason tannlæknir og Árni Þór Hilmarsson um framkvæmd námskeiðsins eftir að undirritaður aðstoðaði við að setja það í gang. Tókst framkvæmd þeirra vel og voru þátttakendur ánægðir. í áformi er að kenna fleira fólki í okkar röðum að halda þessi námsmkeið. Þá er og í athugun að koma 5-D.Á á myndbönd og í sjónvarp. HEILSUBRÉFASKÓLI NÝTT STARF Á starfstímabi1inu var ákveðið að undirritaður sneri sér að heilsu- og bindindismálum sem aðalstarfi og undirritaður ráðinn framkvæmdastjóri þess. Hér er um mikið viðfangsefni að ræða og verið að brjóta ís. Unnið hefur verið að öflun á fræðsluefni. Allt er þetta á erlendum málum og þarf að þýða, en er í undirbúningi. í þessu starfi felst fræðsla um heilsu með fyrirbyggjandi ráðum og baráttu gegn fíkniefnum í hvaða mynd sem er. BREYTT ALMENNINGSÁLIT Á undanförnum árum hefur almennings- álit varðandi reykingar gjörbreyst og málstaðurinn styrkst með reykingarvarna- löggjöfinni, sem tók gildi við síðast liðin áramót. Starf okkar á sinn drjúga þátt í þessum breytingum. Sannfæring mín er, að varðandi önnur vímuefni megi einnig takast að breyta almenningsálitinu á hliðstæðan hátt með því að efla samstöðu, veita fræðslu um skaðsemina og þannig halda uppi stööugum áróðri gegn vandamálinu. Augu almennings og stjórnvalda virðast vera að opnast fyrir alvöru málsins. Því mun heilsu- og bindindisstarf okkar elft og framkvæmdum hraðað eins og best er hægt. 3ón Hj. Oónsson Heilsu- og bindindisritari. ■ * * * * * * * "Trúarbrögð sem bera heilag- leika lifandi vitisburð og ávíta hroka, eigingirni, ágirnd og algengar syndir munu vera hötuð af heiminum og yfirborðskenndum kristnum mönnum." -DL 71 Nýverið barst frumrit að heilsu- bréfaskóla eftir 3ohn Berglund. Þessi bréfaskóli er ætlaður sem framhald af 5-Daga Áætluninni til að tengja fólkið okkur lengur. Þýðingu á þessu efni verður hraðað sem mest, svo það geti þjónað í sambandi við námskeiðin. "Drottinn færir börn sín í sömu aðstæðurnar aftur og aftur og eykur álagið þar til fullkomin auðmýkt fyllir hjartað og lundernið er ummyndað. Þá eru þau sigursæl yfir sjálfinu og eru í samræmi við Krist og anda himinsins." - DL 94 21

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.