Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 26

Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 26
e^FRÁ STARFlNU^a BIBLÍUSPURNINGAKEPPNIN Þá hafa úrslit ráðist í fyrstu Biblíuspurningakeppni Æskulýðsdeildar- innar. Keppt var í 3 lotum þar sem fjögur lið leiddu saman hesta sína. Eins og svo oft í keppni var þessi krydduð spennu, fjöri og sviftingum, en á sama tíma var alvarleiki, og þekking keppenda og áheyrenda á Biblíunni jókst. í vetur var keppt fyrst í Markúsar- guðspjalli, þá 1. Mósebók og núna siðast í Postulasögunni. Eftir fyrstu umferð voru ungmennafélög Árnessafnaðar og Suðurnesja mjög jöfn með 260 og 265 stig. í annari umferð fór Árnessöfnuður langt fram úr og hafði samanlagt 515 stig á meðan Ungmennafélag Reykjavíkur var með 420 stig og Ungmennaf él ag Suðurnesja 410 stig. En aftur áttu breytingar eftir að eiga sér stað því í lokaumferðinni fékk Ungmennafélag Suðurnesja 300 stig og skaust á toppinn með 710 stig samanlagt en Ungmennafélag Reykjavíkur fylgdi fast á eftir með 685 stig. Ungmennafélagar Árnessafnaðar voru þá með 630 stig samanlagt og lið Hlíðardalsskóla, sem mætti ekki til leiks í lokakeppninni rak lestina með 245 stig samanlagt. Safnaðarmeðlimir gáfu veglegan farandskjöld, sem kallast L0G0S, en það er grískt orð sem þýðir 0RÐIÐ og stendur jafnt fyrir Biblían og Oesú en bæði eru þýðingamiklar opinberanir á Guði og leiðarljós í lífi okkar manna auk þess sem Oesús er konungur okkar og frelsari. Þennan skjöld fékk Ungmennafélag Suðurnesja afhentan t.il varðveislu fram á næsta vor þegar úrslit verða ráðin á ný. En næsta vetur verður keppt úr eftirtöldum bókum Biblíunnar: í nóvember 1985 - Lúkasarguðspjall í febrúar 1986 - II Samúelsbók í apríl 1986 - Opinberun Oóhannesar Það er ósk okkar að þessi keppni megi hvetja okkur öll, unga sem eldri, til þess að læra og festa vel í minni Guðs orð. Því eins og Páll sagði Tímóteusi þá er "sérhver ritning innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar, í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks." 2Tm 3.16,17. Þröstur B. Steinþórsson, æskulýðsfulltrúi H3ÓNASÆLA - ÖLFUSB0RGUM Fyrsta hjónamót safnaðarins var í Ölfusborgum, Hveragerði, helgina 12-14 apríl og tókst í alla staði vel. Sól og heiður himinn gladdi mótsgesti, ef þeir voru inni, því úti var sterkur vindur og kaldur. Fjórtán hjón voru þar allan tímann og áttu góðar stundir. Mikið var sungið, horft á kvikmynd um þroska fósturs, hlustað á ræður og spjallað saman í litlum hópum. En á mótinu var fjallað um tjáskipti, boðskap Elía, fjölskyldubænir og leiðir til að styrkja hjónabandið og gera það ánægjulegra. Vil ég þakka þeim Maríu Björk Reynisdóttur, Ólafi Þóroddssyni, Sigríði Kristjáns- dóttur og Ármanni Sigurjónssyni kærlega fyrir mikla og góða vinnu við undirbún- ing mótsins. Áformað er að hafa annað hjónamót (eða hjónasælu eins og við köllum það) á næsta ári og er undirbúningur þegar hafinn. Eygló Guðsteinsdóttir, Róbert Brimdal, Sigurborg Pétursdóttir og 3ón Holbergsson munu starfa að undirbúningi þess. Vonast ég til þess að sjá enn fleiri hjón þá því hjónasæla er svo sannarlega stórkostleg. Þröstur B.Steinþórsson, æskulýðsleiðtogi * * * * * "Sá sem er fastar, ákveðnar og réttlátar meginreglur holdi klæddar mun hafa lifandi áhrif á félaga sína og hann mun hafa áhrif á aðra með kristindómi sínum. Margir greina ekki eða meta hve mikil áhrif hvers og eins eru til góðs eða ills. . ." -DL 122 Ritstjóri og ábyrgðarmaður ERLING B. SNORRASON Útgefendur S. D. AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI 26

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.