Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 2005 Fréttir DV Faðir og föðurafi Arons Pálma Ágústssonar hafa lítið af honum að segja. Ragnar Ágústsson, afi Arons, segir feðgana hafa ákveðið að hætta afskiptum af máli Arons þegar ekki var krafist framsals á honum eftir dóminn. Aron hefur hvorki heyrt né séð Ágúst Ragnarsson, föður sinn, frá þrettán ára aldri. Kristján fær 600 jwsund á manuði Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Fiskeldis Eyjafjarðar, Krist- ján fær 600 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir for- mennskuna. Fiskeldið á reyndar í fjárhagserfiðleik- um og tapaði 165 milljón- um króna í fyrra, eða um 450 þúsund króntim á dag. Fjórir aðrir eru í stjóm Fisk- eldisins og fær hver þeirra 300 þúsund í mánaðarlaun. Handtöku- skipun á síbrotamann Handtökuskipun verður gefin út á hendur Ásgeiri Má Helgasyni þar sem hann mætti ekki í héraðsdóm f gær þegar ákærur á hendur honum vom þingfestar. Ásgeir er ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal fyrir vopnalagabrot, þjófnað, skjalafals og vopnað rán. DV hefur áður greint frá því þegar Ásgeir Már réðst inn á Pétursböbb vopnaður táragasbrúsa, hótaði barþjóni staðar- ins og heimtaði peninga. Týnd gögn í héraðsdómi „Það er röng kennitala í ákærunni," sagði lögfræð: ingur ákærða við þingfest- ingu í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Fljótlega kom dómarinn, Sveinn Sigur- karlsson, æðandi inn í rétt- arsalinn og leit út eins og hann hefði hrækt á skóinn sinn. „Ég bara finn ekki þessi gögn,“ sagði Sveinn og Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari, svaraði: „Við sendum alltaf afirit af gögnunum, þetta hlýtur að vera hérna." Þingfestingin var greinilega að fara úr böndunum þegar Sveinn sagði: „Við verðum bara að koma gögnunum til verj- anda, en þessu er þá bara slitið núna." Faðir Arons Pálma telur ekkl Föðurafi Arons Pálma Ágústssonar segir að hann hafi talið og telji enn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamaverndarstofu, hafi farið rangt að þegar hann ákvað að sækjast ekki eftir framsah Arons Pálma í kjölfar dóms yfir honum. Hann segir föðurfjölskylduna lítið hafa af Aroni að segja í dag; faðir hans hafi þannig ekki verið í sambandi við Aron frá því hann var þrettán ára. „Ég er enn þeirrar skoðunar að Bragi Guðbrandsson hafi gert rangt þegar hann ákvað að fara ekki fram á framsal á drengnum strax," sagði Ragnar Ágústsson, föðurafi Arons Pálma, í samtali við DV í gær. Hvorki Ragnar né faðir Arons Pálma, Ágúst, hafa haft samband við hann frá því Aron Pálmi fór af landi brott tólf ára gamall. Ári síðar fékk Aron tíu ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú f stofu- fangelsi. Reiðir Braga Ragnar sem er fyrrverandi barnakennari í Reykjavík segir sig og iH, . son sinn hafa hætt afskipt- um af máli Ar- ons þegar í ljós 1 kom að Bragi Guðbrands- son, for- stjóri Barnaverndarstofu, ákvað í sam- ráði við lögmenn í Texas að krefj- ast ekki framsals Arons Pálma þegar hann hlaut dóm í máli sínu. Bragi hefur sjálfur sagt að það hafi verið mat sitt og annarra að réttast hefði verið að bíða með framsal eftir að dómur féll í málinu; m.a. til að styggja ekki yfirvöld í Texas, sem þá laut stjóm George W. Bush, núverandi forseta Banda- ríkjanna. Feðgarnir hafi gefist upp í kjölfarið auk þess sem stirt hafi verið í samskiptum milli foreldranna. Ekkert samband „Við höfum ekki Jj heyrt í Aroni Pálma sfðan hann var fékk dóminn, nema þá í fjölmiðlum," segir . Ragnar sem kvað son sinn hafa ákveðið að f hafa ekki frekari af- skipti af málinu eftir dóminn. „Við kusum að hafa þetta svona, eins og málum var fyrirkomið," bætir Ragnar við. Hann segir son sinn ekki „Við kusum að hafa þetta svona, eins og málum var fyrir komið." ræða mál Arons enda hafi hann afgreitt það mál á sínum tíma. „Nei, enda lítum við á þetta sem afgreitt mál úr því sem komið er," segir Ragnar sem vonast þó eðli- lega til að sonarsonur hans losni sem fyrst úr prísund sinni. „Einu afskipti mín af máli hans nú í mörg ár voru þegar ég skrif- aði undir bænaskjal vegna máls hans í fyrra," segir afinn sem á þeim tíma sem málið kom upp setti sig í samband við utanríkisráðuneytið í von um aðstoð. Kanabarn „Ég hef lítið haft af honum að segja frá því hann var barn enda bjuggu foreldrar hans ekki saman og því lítið samband," segir Ragn- ar sem fékk þó barnabarnið í heim- sókn stuttu áður en Aron hlaut tíu ára dóm fyrir læknisleik. „Hann var ósköp ljúfur þótt hann hafi nátt- úrulega verið orðinn mikið Kana- barn enda búinn að búa úti frá því hann var barn," segir Ragnar sem kveðst litla kærleika bera til Bandaríkjanna, sérstaklega eftir meðferð þeirra á Aroni Pálma. Að- spurður hvort afinn hafi áhuga á að hitta Aron, sem stefnir á að flytja til íslands um leið og færi gefst, sagði Ragnar: „Jú, ég væri auðvitað til í það." Ekki náðist f Ágúst Ragnars- son í gær en faðir hans sagði son sinn ekki áhuga á að ræða mál Arons. helgi@dv.is hafa Faðirinn Ágúst Ragnarsson, faðirArons Pálma Ágústs- sonar. Hefur ekki séð son sinn frá þvfhann var þrettán ára og ekki beitt sér f máiihansfrá sama tfma. vúja Aron Pálmi Enn f stofufangelsi ÍTexas. Hefur ekki séö föður sinn f nærtfu ár. ■ Yndislequr maður með viskíglas Svarthöfði samgleðst Kristínu Báru Haraldsdóttur en hún er dóttir Haralds Birgis Hreggviðssonar mat- reiðslumanns í Reykjavík. Kristfn Bára hefur náð þeim áfanga í lífi sínu að krækja í eitt mesta kvenna- gull síðari ára, stjömuna úr 24, Kiefer Sutherland. Þau hittust á knæpu á Laugaveginum þar sem Kiefer var að drekka viskí úr flösku en Kristín Bára bara að horfa á með vinkonunum. í viðtali við DV í gær segir Kristín Bára að í fyrstu hafi hún ekkert verið sérstaklega hrifin af Kiefer þegar hann reyndi við hana með aðra Svarthöfði hönd á viskíglasinu og hina á rassin- um á henni. Þegar glasið var hálft stóðst Kristín ekki lengur mátið, féll í stafi og síðan í fang HoIIywood-leik- arans. Saman fóm þau á svítuna á Hótel 101. Þar var h'f og fjör á meðan Kiefer kláraði míníbarinn. Síðan hafa þau Kristín Bára og Ki- efer verið í sambandi og hún flogið til hans út oftar en þrisvar. Ef trúa skal fréttum DV hefur Kiefer verið í tygjum við fleiri ungar stúlkur á meðan á viskídrykkju hans hér stóð því í næstu Hvernig hefur þú það? Ég hefþað Ijómandi fínt. Eftir að hafa farið I gegnum ítarlegar læknisrannsóknir kemur í Ijós að ég er við bestu heilsu," segir Bogi Agústsson forstöðumaður fréttasviös Ríkisútvarpsins. Bogi var sem kunnugt er fluttur á spítala í miðju „Fréttastjóramálinu" vegna slappleika.„Ég fékk kransæðastíflu fyrir fimm árum og sllkir menn taka enga sénsa. Ég er á leiðinni I iikams- rækt til að halda skrokknum við. Þetta er lítil líkamsrækt sem heitir Gáski." viku flýgur hálfur flugvélarfarmur af ungum stúlkum út til hans í Hollywood. Ein úr hópnum orðar það svo: „Þetta er yndislegur maður sem finnst gaman að drekka viskí." Svarthöfði veit hvað klukkan slær þegar kemur að viskíi. Sjálfur drakk hann það um tíma og þá af stút á knæpum eins og Kiefer nú. Alltaf jafii yndislegur og kvennablómi svo af bar. Einu sinni eftir ferð til ísa- íjarðar lenti hann í sömu sporum og Kiefer nú. Kynntist ísfirskum blóma- rósum sem hann reyndi að selflytja til Reykjavíkur í Fokker Friendship fram eftir næsta sumri. Stundum eina og stundum fleiri í kippum. Þannig að Svarthöfði veit hvemig Kiefer og stúlkunum líður. Þökk sé viskíinu. Svarthöfði varð eins og Kiefer Sutherland. Svo yndislegur undir áhrifum. Lffið er alltaf sjálfu sér l£kt. Hvort sem er í Hollywood eða á ísafirði. Allt sem þarf er viskí af stút. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.