Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 Fréttir DV Ótti vegna 47 barna Félags- og fjölskyldusviði Vestmanna- eyja hefur frá áramótum borist 31 til- kynning vegna 47 barna. 5 tilkynningar voru vegna vanrækslu barna, 4 vegna ofbeldis og 23 vegna áhættuhegðunar barna. í marsmánuði bárust 9 til- kynningar vegna 21 barns. 1 tilkynning barst vegna vanrækslu barna, 1 vegna ofbeldis og 7 vegna áhættu- hegðunar barna. fi£YKiiAN£S8A, n 500 milljón- um lægri reikningur Á bæjarstjórnarfundi hjá Reykjanesbæ í gær var lagður fram til fyrri um- ræðu ársreikningur bæjar- ins fyrir árið 2004. í stað 734 milljóna króna nei- kvæðrar rekstrarniðurstöðu í samstæðureikningi sem áætíuð hafði verið, meðal annars vegna mikilla fram- kvæmda í sveitarfélaginu og stóraukins kostnaðar vegna endurreiknaðra líf- eyrisskuldbindinga, reynist rekstrarniðurstaðan vera neikvæð um 210 miUjónir króna. Reikningurinn er því 504 milljónum lægri en upphaflega var ætiað. Er fullreynt með lausn Arons Pálma? Ásmundur Páll Hjaltason, bæjarfulltrúi f Fjaröarbyggö. „Ég trúi ekki ööru en hægt sé aö leggja meira á sig við að ná honum hingaö, og þá eftir pólittskum leiðum. Þaö tók ekki langan tima aö fá Bobby Fischer hingaö og þvi er spurning hvort hann þurfi ekki bara aö komast í Vildarklúbb Davíös Oddssonarsvo eitt- hvað fari aö gerast. Þaö er grafalvarlegt ef rfkisstjórnir gæta ekki hagsmuna þegna sinna á erlendum vettvangi.“ Lögreglan á ísafirði hvatti þingmenn til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu án þess að vita af því. Ingibjörg hafði keypt auglýsingu á frípóst Vísis og brá þingmönnum þegar þeir voru farnir að senda stuðningsyfirlýsingu við Ingibjörgu til vina og vandamanna fyrir mistök. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, segir Ingibjörgu í blindingsleik. Netnotendur dreifðu óafvitandi Þröstur Emilsson efnisstjóri Vísis Telur auglýsingu Ingibjargar ekki siðlausa. Þingmönnum allra flokka brá í brún þegar yfirlýsing til stuðn- ings Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fylgdi tölvupósti frá lögregl- unni á ísafirði. Lögreglan var þó ekki ábyrg fýrir þessari nýju kosningabrellu heldur hafði Ingibjörg keypt auglýsingu af vísi.is sem fylgir hverjum sendum tölvupósti. Fjöldi kvartana hafa borist Vísi þar sem fólk kvartar undan því að vera orðið hluti af kosningabaráttunni án þeirra leyfis. „Ég er notandi að vísir.is-póst- kerflnu og finnst það ágætt en mikið brá mér þegar ég heyrði utan úr bæ að ég sé óafvitandi að dreifa kosn- ingaáróðri fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í hvert sinn sem ég sendi tölvupóst," sagði reiður notandi til dæmis í kvörtun til Vísis og bætti við: „Ég stórefast um að það sé í lagi að svona lagað sé gert að manni for- spurðum, en ef svo er þá er það aila vega verulega siðlaust." Ingibjörg alla leið Auglýsingin sem notandinn á við er textí sem birtist fyrir neðan skeyt- ið „Allir sem skrá sig í Samfylking- una fyrir 15. apríl fá að kjósa næsta formann. Kannaðu málið á http://www.ingibjorgsolrun.is Ingi- björg Sólrún - Alla leið!“ Þetta voru skilaboðin sem Lög- reglan á ísafirði sendi án þess að ætla það þingmönnum ailra flokka á Alþingi. DV hefur heimildir fyrir því að nokkrir þingmenn hafi haft sam- band við lögregluna og fengið þær skýringar að um mistök væri að ræða. Blindingsleikur Einar Karl Haraldsson er stuðn- ingsmaður Össurar og telur þessi vinnubrögð Ingibjargar ekki til sóma. „Þetta er einhvers konar blindingsleikur og vekur upp spurn- ingar um rafrænar aðferðir í stjórn- málum. Þeir sem senda póst vita ekki að þeir eru að dreifa áróðri fyrir Ingibjörgu eins og best sést á ísfirsku lögreglumönnunum. Mér finnst svona aðferðir ekki passa í stjórn- málaflokki." Eina tekjulindin En hvað segja umsjónarmenn vefsins sem seldu Ingibjörgu Sól- Einar Karl Har- aldsson, stuðn- ingsmaður Össur- ar Segirlngibjörgu I blindingsleik. rúnu hina umdeildu auglýsingu? í svarinu við fyrirspurn reiða notandans hér fyrir ofan segir Þröstur Emilsson, efnisstjóri Vísis, að ein auglýsing sem keypt er á frí- póst sé alis ekki siðlaus verknaður. „Eigendur Vísis munu eftir sem áður selja auglýsingar inn á Vísi, enda ljóst að auglýsingar á Frípósti eru ein tekjuleiða til að halda útí þessari þjónustu, notendum að kostnaðar- lausu." Ég stórefast um að það sé i lagi að svona lagað sé gert að manni forspurð- um, en efsvo er þá er það alla vega veru- lega siðlaust/ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frambjóðandi til formanns Notar óheföbundnar aðferðir I kosningabaráttu sinni. Róbert Guð- mundsson Sendibllstjórinn sem skráður var I Samfylkinguna gegn eigin vilja. Hann segir / Hún segir „Mér fmnst þetta mál allt sam- an voðalega sorglegt og skil satt best að segja ekki hvers vegna er ekki löngu búið að ná honum heim. Viö lögöum á okkur mikla vinnu viö aö koma Bobby Fischer hingaö og hún skilaði sér, því ekki að gera eins eða betur við Aron? Mér finnst ánægjulegt hvað Ágúst Ólafur Ágústsson hefur veriö duglegur viö þetta mál inni á þingi, þar mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar. Stuðningsmaður Össurar skráði Róbert Guðmundsson í Samfylkinguna Sendibílsstjóra laumað án vitundar í Samfylkinguna Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna Hafnarfirði. „Ég tók það skýrt fram að ég vildi ekki vera skráður í Samfylkinguna,“ segir Róbert Guðmundsson sendi- bílstjóri á Hellu sem skráður var í flokkinn gegn eigin vilja. „Það var einhver Siggi sem hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera stuðnings- maður Össurar," segir Róbert sem svaraði því játandi en tók skýrt fram að hann vildi alls ekki vera skráður í flokkinn. í gær bárust svo fréttír um að 7.000 nýir meðlimir hefðu gengið í flokkinn og fór Róbert þá að gruna að hann væri kannski einn af þeim. „Ég hringdi svo í dag og fékk staðfest að ég væri í flokknum og kjörseðlar væru á leið til mín í pósti,“ segir Róbert sem keyrir sendibíl á Hellu. Róbert segir nokk- uð ljóst að þetta hafi komið frá einhverjum Árni Björn Ómarsson Kosningastjóri Össurar kannast ekki við einhver á hans vegum skrái fólk gegn þeirra vilja. stuðningsmönnum Össurar í Hveragerði enda hafi fyrrnefndur Siggi búið þar einhvern tíma. „Maður spyr sig hvort þessir 7.000 stuðningsmenn hafi verið fengnir á þennan hátt,“ segir Róbert sem nennir ekki að vera flokks- bundinn. „Ég kaus einhvern- tíma Framsókn- arflokkinn, það var meira að segja fyrir tíma Guðna þegar ég var ungur og ný- kominn með kosninga- rétt." Árni Björn Ómarsson kosn- ingastjóri Össurar segir Hvera- gerði vera erfiðan bæ fyrir Öss- ur. „Það eina sem ég veit er að Árni Gunnarsson kosn- ingastjóri Ingibjargar er aðalmaðurinn þar," segir Ámi Björn sem kannast ekki við neinar kvartanir vegna svipaðra mála. Hringt var í Róbert úr gsm síma klukk- an hálf ellefu að kvöldi en Árni segir að ekki sé notaður gsm sími til þess að fá fólk í flokkinn hjá þeim. „Það eru auðvitað margir sem eru að styðja sinn mann en eru ekkert endilega á okk- ar vegum, ég kannast ekki við þetta mál,“ segir Árni Björn að lok-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.