Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005
Fréttir DV
Helgi þykir mjög hugmyndaríkur
og sjálfsöryggið skín afhonum
þegar hann kemur fram. Hann er
mjög opinn og vinur vina sinna.
Helgi er ávallt hress og þykir fínn
söngvari.
Helgi er mjög atorkusamur en
stundum færist hann ofmikið
í fang. Mörgum finnst hann
ekki nægilega einlægur og
sækja takta sina ofmikið til
þekktra einstaklinga.
„Helgi er vinur vina sinna.
Hress og virkilega
skemmtilegt aö vera með
honum i hljómsveit. Hann
hefur ótrúlegan hæfileika
sem er að semja nýja texta uppi á
sviði. Ég veit ekki með galla. Hann
getur verið svotítiö kinki, sérstak-
lega efhann hefur verið lengi á
lausu, en það er jafnt kostur sem
galli."
Halldór Smárason, vlnur Helga úr hljóm-
sveitinni Appollo.
„Helgi erbara hress og
skemmtilegur. Það er gott
að vinna með honum og
hann ergífurlega sjálfsör-
uggur. Stundum segir hann
þó hluti án þess að hugsa.
Það getur verið galli."
Gunnhildur í Djúpu lauglnnl.
„Hann er náttúrulega
hress og skemmtilegur ná-
ungi. Mjög drifandi, opinn,
fjölhæfur og hugmynda-
rlkur. Það má segja að
hann sé samt stundum of
drifandi fyrirsjálfan sig. Hann tekur
stundum ofmikið að sér og nær
ekki að klára."
Anæll Níelsson, skólafélagl og vinur.
Helgi ÞórArason er fæddur 12. desemberáriÖ
1986. Hann var í grunnskóla á Isafiröi og fór
svo IMenntaskólann þar. Hann tók þátt í Idol
Stjörnuleit ogernú annar stjórnenda þáttarins
Djúpu laugarinnar. Hann hefur alltaf sungiÖ
mikiÖ og varformaröu nemendafélagsins í sfn-
um skóla.
Merktu 511
fugla
í gær höfðu verið
merktir 511 fuglar í
Einarslundi ffá því
merkingar hófust á
staðnum 24. mars,
samkvæmt frétt
hornafjardar.is. Merktir
voru 502 skógarþrestir,
hrossagaukar, músarrindill,
svartþröstur og hettusöngv-
ari. Fuglarnir eru merktir
með númeruðum fóthring
úr áli. Fyrsta maríuerlan
sást á Höfn í gærmorgun og
litlu seinna birtist steindep-
ill. Krían mun væntanleg á
hverri stundu. Spóinn og
þórshaninn eru sagðir koma
ímaí.
Salerni við
ysta haf
Bæjarstjóra
Vesturbyggðar
hefur verið falið
af bæjarráðinu
að leita verð-
hugmynda nokkurra
heimaaðila vegna fyrirhug-
aðrar uppbyggingar snyrti-
aðstöðu fyrir ferðamenn á
Bjargtöngum og í Selárdal.
Þegar munu liggja fyrir
teikningar og gróf kostnað-
aráædun. Sá fyrirvari er þó
á framkvæmdinni að eftir
er að ná samkomulagi við
landeigendur um málið.
Ólafur Ólafsson hyggst ekki fara í meiðyrðamál við Jónínu Benediktsdóttur vegna
ummæla sem hún lét falla í Kastljósþætti fyrir skömmu um glæpsamlegt athæfi
hans og Finns Ingólfssonar.
Þjofkenndur Olalur segir
Jónínu hurfa aöstofi
„Ég met það svo að kröftum mínum sé varið í annað og betra en
að eltast við Jðnínu Ben. Hún þarf örugglega á aðstoð annarra að
halda í sínum málum en mér. Það að fá yfir sig lögsókn er ekki til
þess fallið að byggja hana upp,“ segir Ólafur Ólafsson starfandi
stjórnarformaður Samskipa í samtali við DV, aðspurður hvort
hann hygðist fara í meiðyrðamál við Jónínu Benediktsdóttur.
Uppi hafa verið getsakir um að
Ólafur væri að velta fyrir sér mála-
ferlum á hendur Jónínu eftir að hún
fór hörðum orðum um það sem hún
kallar siðleysi í viðskiptalífinu á ís-
landi í Kasdjósþætti á sunnudags-
kvöldið. Hún vdl meina að ýmsum
vildarvinum ríkisstjórnarflokkanna
hafi verið fengin fyrirtæki á silfurfati
og nefndi hún nöfn Ólafs og Finns
Ingólfssonar forstjóra VÍS í því sam-
bandi. Finnur er staddur úti á landi
og ansaði ekki
skilaboð-
Ólafur Ólafsson Metur
það svo að lögsókn á hend- L
ur Jónínu sé ekki til þess I
fallin að byggja hana upp. 0
Alvarlegar ásakanir
Jórnna nefndi meðal annars, en
hún kom víða við, að þeir Finnur og
Ólafur væru meðal þeirra sem hefðu
hagnast allt að því glæpsamlega við
sölu Búnaðarbankans. Einnig þegar
Sambandið leið undir lok - að þeir
hafl þá komið gríðarlegum verð-
mætum undan þegar SÍS var tekið til
gjaldþrotaskipta. Mikil viðbrögð
hafa orðið við framgöngu Jónínu í
þessum þætti og hefur meðal annars
Valgerður Sverrisdóttir átalið Ríkis-
sjónvarpið á heimasíðu sinni fyrir
að hafa hleypt Jónínu í þáttinn.
Þeim ættí að hafa verið fulljóst
hvaða málflutning hún myndi
viðhafa!
í Kastíjósþættí á mánu-
dagskvöldið urðu svo þau
óvenjulegu tíðindi að
Sigmar Guðmunds-
son umsjónarmaður
Kastíjóssins las upp
yfirlýsingar frá Ólafi
og Finni en hvorugur
þáði boð um að koma í
þáttinn og svara ásök-
unum Jónínu.
Ólafur tekur ekki
þátt í umræðu á
þessu plani
„Finni Ingólfssyni og
Ólafi Ólafssyni var boðið
að svara ummælum Jón-
ínu enda lét hún þung orð
falla,“ segir Sigmar Guð-
mundsson. Hann segir það ekki
einsdæmi að lesnar hafi verið
upp yfirlýsingar í þættinum þó
vissulega sé það fátítt.
„Þeir vildu ekki koma að
sinni en að okkar mati var full
ástæða til að lesa frá þeim
yfirlýsingu þar sem
ásakanir
Jónína Benediktsdóttir Öllspjótstanda
nú á henni eftir að hún lét gamminn geysa
IKastljósi. Hún er nú stödd í Bandarlkjun-
um.
Jónínu í beinni
útsendingu voru gríð-
arlega alvarlegar. Boð
okkar til þeirra um að
koma í þáttinn stend-
ur hins vegar enn og
vonandi sjá þeir sér
fært að mæta.“
Aðspurður hvers
vegna Ólafur hafi ekki
þegið boð Sigmars segir
Ólafur:
„Ég hef persónulega
ekki áhuga á að taka þátt í
umræðu um viðskipti á
þessu plani en skor-
ast ekki undan
því annars að
ræða þau mál
og þær spurn-
ingar sem að
mér snúa á
opinberum
vettvangi."
Ýmis spjót
standa nú á
Jónínu en
ekki tókst að
ná tali af
henni í
gær. Hún
er nú
stödd í
Banda-
rfkjunum.
Yfirlýsing Finns
Yfirlýsing Finns er á eina leið en
hann talar um málflutning Jónínu
sem uppspuna og ósannindi: „í
Kastijósi Sjónvarpsins síðastíiðið
sunnudagskvöld var dengt yfir þjóð-
ina ótrúlegri blöndu af samhengis-
lausum fullyrðingum, dylgjum,
ósannindum og hreinum uppspuna
um nafngreinda menn og fyrirtæki.
Þar á meðal kom undirritaður við
sögu en einnig fýrirtækið sem ég er í
forsvari fyrir og var reyndar ranglega
útnefndur eigandi að! Það hljóta
fleiri en ég að spyrja sig á hvaða leið
við erum í þjóðmálaumræðunni
þegar það þykir ekki lengur tiltöku-
mál að saka fólk um stórfelld afbrot
á opinberum vettvangi án þess
að flugufótur sé fýrir ávirð-
ingunum."
jakob@dv.is
Finnur Ingólfsson Ekki
náðist í Finn en ásakanir
Jónlnu Benediktsdóttur á
hendurhonum eru með
þeim hætti aö hann hlýtur
að hugleiða meiöyröamái
á hendur henni.
Viðskiptaráðherra ofbýður vitleysan og dylgjurnar sem bornar eru á borð fyrir alþjóð
Valgerður vill koma böndum á Ríkissjónvarpið
Kastljósþáttur
Sjónvarpsins, þar
sem Jónína Bene-
diktsdóttir fór mik-
inn og fór þungum
orðum um aÚt að því
glæpsamlega hegðan
stjórnvalda við
einkavinavæðingu,
til dæmis sölu Bún-
aðarbankans, hefur
valdið miklu upp-
námi. Þannig hefúr
Valgerður Sverris-
dóttir viðskiptaráð-
herra sett fram á ____
síðu sinni þunga
gagnrýni á Ríkissjónvarpið og verð-
ur ekld betur séð en að hún vilji gera
það ábyrgt fyrir orðum viðmælenda
sinna og að þangað verði í framtíð-
inni valdir sérstaklega viðmælendur
með tilliti til þess hvað þeir kunni að
Sigmar Guðmundsson Færákúr-
ur frá Valgerði Sverrisdóttur fyrir að
hleypa Jónínu Benediktsdóttur I
Kastljósið.
segja. Þess ber að geta
að Valgerður var á
þeim tíma viðskipta-
ráðherra þegar Bún-
aðarbankinn og
Landsbankinn voru
seldir - en sú sala sæt-
ir nú mikilli gagnrýni.
„Mér er ómögulegt
að skilja hvaða hvatir
ráða því að Sjónvarp-
ið kýs að senda út
þátt eins og þann
sem landsmönnum
var boðið upp á í
gærkveldi, þ.e.
drottningarviðtal í
Kastíjósi við Jónínu Ben. Ef svarið er
að þátturinn hafi verið í beinni út-
sendingu þá er þáð ekkert svar. Þeir
sem hafa fylgst með skrifum Jónínu
Benediktsdóttur vita um afstöðu
hennar til mála. Er allt leyfilegt
þegar Framsóknarflokkurinn
annars vegar eða menn honum
tengdir, eða sagðir tengdir? Það
er augljóslega verið að reyna að
hafa áhrif á umræðuna í þjóðfé-
laginu," segir Valgerður og bætir
því við að henni ofbjóði vitieysan
og dylgjurnar sem bornar eru á
borð fyrir alþjóð.
BogiÁgústsson, forstöðumaður
fréttasviðs Ríkisútvarpsins, sagði
Kastijósið heyra undir Rúnar
Gunnarsson, dagskrárstjóra inn-
lendrar dagskrárgerðar, og vísaði á
hann. En Rúnar reyndist hins vegar
á fundi og var ekki hægt að fá svör
hans við þessum alvarlegu ávirðing-
um ráðherrans.
Valgerður var gestur
Kastijóssins í gærkvöldið í
kjölfar gagnrýni
sinnar.
er