Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 2005 Fréttir DV Ungliðar takast á „Við ætlum að reyna að hafa þetta skemmtilegt," segir Einar Björgvin Sigurbergsson gjald- keri Hugins, félags ungra sjálfstæðis- mann í Garðabæ, en ungliðar Samíylk- ingarinnar í Hafnar- flrði og Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ munu takast á um aðkomu ríkis- ins að fjölmiðlum í kvöld. Kappræðurnar eru fyrir- hugaðar á Veitingahúsinu A. Hansen og munu hefjast klukkan átta. Einar, sem er einn ræðumanna kvölds- ins, segist búast við mikilli stemningu. Góð veiði í Soginu Góð bleikjuveiði hefúr verið í Soginu nú í apríl að því er veiðivefúrinn votnogveidi.is hefur eftir Ólafi Kr. Ólafssyni ár- nefndarformanni. „Ef menn eru ekki í allt of vondu veðri og ekki aö festa bílana í sköflum eins og um daginn, þá hafa menn verið að reyta jafnt og þétt upp og þetta er feiknafallegur fiskur, margar bleikjur 3 til 4 punda og þær stærstu allt að 6 pund," segir Ólafúr við vomogveidi.is. Því er bætt við að að eitthvað hafi einng veiðst af sjó- birtingi í Hvítá. Frítt á morgun Þjóðminjasafn íslands stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá á sumardaginn fyrsta. Þar má nefna leik- fangasýningu sem höfðar sérstaklega til barna, boðið verður upp á gamla leiki og hlutavelta verður í safn- búð. Fjölskylduleiðsögn verður um safnið kl. 13 og 15 og eftir hana er tilvalið að setjast niður í veitinga- stofu og fá sér límonaði og lummur eða aðrar veiting- ar sem þar em í boði. Þjóðminjasafn íslands er opið kl. 11-17 á sumardag- inn fyrsta og er aðgangur ókeypis þennan dag. Það er rólegt hjá okkur núna segir Óttar Þór Jóhannsson oddviti hreppsnefndar Gríms- eyjarhrepps.„Það er búið að vera hrygningarstopp hjá okk- ur sem þýðir að við megum ekki veiða innan þriggja milna. Þá notar maður tæki- færiö og dyttar að bátnum en skýst | út fyrir þrjár mllurnar til að ná sér I soðið. Annars er góð stemning hérá eynni, unga fólkið er að snúa aftur og það mikil bjart- sýni í eyjaskeggjum." Konur sem reka sumarbúðir fyrir mikið fatlað fólk rekast á veggi þegar þær óska eftir fjárstyrkjum fyrir starf sitt á Eiðum. Aðalheiður Þóra Bragadóttir og Rakel Th. Heiðarsdóttir segjast því verða af launum fyrir eigið framlag og þurfi að láta fatl- aða fókið sjálft greiða flugfargjöld. Kirkjan hækkaði húsaleiguna um 37 prósent. Fötluúum synjað nm styrk til snmardvalar Aðalheiður Þðra Bragadóttir og Rakel Th. Heiðarsdóttir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með undirtekir við beiðni þeirra um fjárstyrki til að reka sumarbúðir á Eiðum fyrir mikið fatlað fólk. „Þetta er ömurlegt," segir Aðal- heiður Þóra Bragadóttir, forstöðu- þroskaþjálfi á sambýlinu í Fýlshól- um 11. Aðalheiður og Rakel Th. Heiðarsdóttir ráku í fyrrasumar sumarbúðir fýrir fatlaða á Eiðum og hyggjast endurtaka leikinn í sumar. í fyrra fengust talsverðir fjárstyrk- ir til rekstursins en í ár hafa Aðal- heiður og Rakel nær alls staðar kom- ið að lokuðum dyrum þar sem þær hafa óskað eftir fjárstyrkjum. Allir styrkir sem þær hafa fengið hafa ver- ið fiá fýrirtækjum, öll sveitarfélög hafa sagt nei. Fá vörur en litla peninga „Við erum einmitt að velta fyrir okkur hvernig standi á þessu," segir Aðalheiður vonsvikin. Sótt var tim styrki til fjölmargra fyrirtækja og op- inberra aðila. Aðeins tvö fyrirtæki hafa að sögn Aðalheiðar ljáð máls á að veita fjárstyrki að þessu sinni: „Allir aðrir hafa ýmist synjað okk- ur eða einfaldlega ekki svarað," seg- ir Aðalheiður en tekur um leið fram að þetta eigi aðeins við um peninga- styrki. Nokkur fyrirtæki hafi lofað ýmsum vörum sem nýtast eigi í sumardvölinni; bæði matvörum og hreinlætisvörum. „Við verðum að fara þá leið að láta fólkið greiða sjálft fyrir flugið. En á móti ætlum við að lækka gjald- ið fyrir hvern einstakling úr 60 þús- und kr. í 55 þúsund á viku. Síðan er reyndar afsláttur ef fólk dvelur leng- ur en eina viku," segir Aðaiheiður. í fyrra komu meðal annars Kalli Bjarni, Yasmin Olsen og hljómsveit- in Skítamórall og skemmtu dvalar- gestum á Eiðum. „Þau gáfu öll sína vinnu. Við ætlum að reyna eins og við getum að fá svona gott fólk aftur í heimsókn til okkar," segir Aðal- heiður. Kirkjan hækkar húsaleiguna Meðal kosmaðarliða við sumar- dvölina er leiga á Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum sem er mjög hentugt húsnæði fyrir fatlaða. Þar hefúr leigan verið hækkuð frá því í fyrra úr 80 þúsund krónum á viku í 110 þúsund krónur. Ekki náðist í séra Jóhönnu Sig- marsdóttur, sóknarprest á Eiðum, sem er starfsmaður Kirkjumiðstöðv- ar Austurlands. Davíð Baldursson prófastur er formaður stjómar húss- ins. Davíð segist ekki þekkja þetta til- tekna mál. „En ég veit að við erum að minnsta kosti ekki að græða á þessu. Okkar gróði felst í því að efla það fólk sem þama dvelst," segir hann. Aðalheiður segir það einnig valda vonbrigðum að ekki fáist ódýr akstur hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Fljóts- dalshéraði eins og venjan sé að veita þessu fólki í sínum heimabyggðum. „Það kostar fimm þúsund krónur að flytja hvem og einn þá tíu mínútna leið sem er frá flugvellinum og að Eiðum," upplýsir hún. Vinna launalaust Aðalheiður segir að í fyrra hafi verið 28 manns í sumardvölinni sem staðið hafi í alls þrjár vikur. Hún segir 43 þegar hafa sótt um dvöl í sumar. Margir þeirra séu mikið fatlaðir og þungir í meðför- um og þeim fylgi hjólastólar. Þeir þurfi fylgd í flugvélinni og mikla að- stoð þegar á staðinn sé komið. Þess vegna þurfi þær Rakel að ráða sjö starfsmenn með sér á staðinn og greiða þeim laun. Sjálfar reikni þær „Við notum okkar eigið sumarfrí og okkar eigin bíla í þetta svo það er óneitanlega dálítið svekkjandi að geta ekki greitt sjálfum sér laun." ekki með öðru en að koma út á núlli: „Við notum okkar eigið sum- arfrí og okkar eigin bfla í þetta svo það er óneitanlega dálítið svekkj- andi að geta ekki greitt sjálfum sér laun. En það em margir sem treysta á okkur. Margt af þessu fólki á ekki í mörg önnur hús að venda með sumardvöl því aðrir slíkir staðir taka ekki við þeim sem eru ósjálf- bjarga. Við ætlum ekki að bregðast þeim." gar@dv.is Baugurbýður í veislu Hið árlega sjávarréttahlaðborð Kvenfélagsins Baugs verður haldið í Grímsey þann 7. maí. Hvert heimili á eynni mun matreiða einn sjávar- rétt þar sem fengur úr netum hús- bændanna verður í aðalhlutverki svo það er tilvalið fyrir sælkera og ferðaunnendur að nýta þetta tæki- færi og bóka sér far með flugi eða ferju til Grímseyjar. Einnig verður dansleikur í félagsheimilinu þar sem hljómsveitin Salt og pipar leik- ur fyrir dansi svo það er um að gera að grípa dansskóna með. Bóndinn á Miðhrauni segir virkjunaráform upphaf deilnanna Ólafur vildi ekki virkja bæjarlæk „Þetta mál er nú til komið vegna þess að hér stóð til að virkja Grímsá, á landi okkar beggja, sem við fyrr- verandi eigandi lands Ólafs vorum búnir að ákveða að ráðast í,“ segir Sigurður sem hafði hugsað sér að nýta rafmagnið úr litlu virkjuninni við Miðhraun II í fiskþurrkun sem hann rekur ásamt sauðfjárbúskap á jörð sinni. Sigurður segir Ólaf Ólafsson í Samskipum hafa lagst gegn því að virkjað yrði nema að uppfylltum skil- yrðum sem Sigurður gat ekki sætt sig við, svo sem eins og að fiskþurrkunin færi ekki fram utandyra yfir sumar- tímann og að framleiðsla fyrirtækis- ins yrði ekki aukin ff á því sem nú er. „Ég gat ekki sætt mig við þetta enda er þetta fyrirtæki okkar atvinna hér með búskapnum," segir Sigurð- ur sem í kjölfar neitunar um að þrengja að fyrirtæki sfnu fékk þá til- boð frá Ólafi um land í staðinn fyrir virkjunarréttinn, sem Sigurður hafit- aði svo. Virkjunin hefur ekki enn ris- ið sökum þessa. „Þessi sami maður vill ekki sjá að við aukum tækifæri okkar hér á að stímda okkar framfærslu með því að virkja hér en er síðan að græða á tá og fingri á Kárahnjúkavirkjun með því að selja þeim oh'u og flytja fyrir þá,“ segir Sigurður en Ólafur er einn stjórnarmanna í Ohufélaginu ESSO auk þess að vera stjómarformaður Samskipa. ófafur Ólafsson Nágrann- inn I Miðhrauni II segir and- stöðu Ólafs við virkjun áriná- grenni bæjanna vera ástæöu þess að hann þurfi nú að mæta honum fyrir dómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.