Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 2005 73
Ölvaðir apar
Hópur fullra apa gekk
berserksgang í indverska
þorpinu Baralapokhari.
Aparnir komust í sérstakt
heimabrugg sem blandað
var maríjúanalaufum og
átti að nota við trúarathöfn
til heiðurs hindúguðinum
Oriya. Þorpsbúar þurftu að
grípa prik og önnur vopn til
að hrekja apana í burtu og
slösuðust fjórir þorpsbúar
áður en aparnir gáfu eftir.
Sumir apanna munu hafa
lognast út af vegna drykks-
ins. Þeir héldu hins vegar
inn í skóginn þegar þeir
rönkuðu við sér.
Glæpsamleg
stefnumót
Lögregla í Rúmeníu
handtók á dögunum
George Hodoroaba, 23
ára, sem hafði gert það
að leik sínum að bjóða
konum á stefnumót á
góðum veitingahúsum
og stinga svo af áður en
reikningurinn kom. Að
sögn lögreglunnar hafði
George boðið tugum
kvenna í borginni
Suceava út. Alltaf notaði
hann sama bragðið. í lok
málsverðarins sagðist
hann þurfa að hringja
áríðandi símtal og hvarf.
í þrjú skipti fékk hann
jafnvel lánaðan síma og
hvarf með hann líka.
Kúgaðiút
kvenkost
Indverski unglings-
drengurinn Rajesh greip til
þeirra ör-
þrifaráða að
eyða tveimur
sólarhring-
um í brunni
til að fá for-
eldra sína til að útvega sér
brúði. Bragðið virkaði. For-
eldrarnir tóku giftingartil-
boði fjölskyldu frá ná-
grannaþorpi. Rajesh, 18
ára, var verulega ósáttur við
áhugaleysi foreldra sinna í
að finna fyrir sig eiginkonu
og neitaði að koma upp fyrr
en búið væri að ganga í
málið. Aðalástæðan fyrir
því var að allir vinir hans
voru þegar giftir. Gifting
Rajesh fór fram sama dag
og hann skreið aftur upp úr
brunninum.
Fjórtán ár eru liðin frá því fornmaðurinn Ötzi fannst grafinn í fönn eftir þúsunda
ára legu. Sögusagnir eru nú á kreiki um að bölvun hvíli yfir honum eftir svipleg
fráföll fólks sem hefur komið nálægt honum. Nýlegasta dauðsfallið var í vikunni.
Málið er farið að hljóma eins og bölvunarsögur af píramídunum.
f fyrradag lést austurríski vísindamaðurinn og háskólaprófessor-
inn Konrad Spindler af ókunnum ástæðum, líklega einhvers
konar innri kvillum. Konrad var sá maður sem hafði rannsakað
fornmanninn Ötzi hvað mest frá því hann fannst gaddfreðinn í
Ölpunum árið 1991. Konrad er fimmti maðurinn sem tengist
fundi Ötzis sem deyr.
ísmaðurinn fannst frosinn í
Similaun-jöklinum nærri Ötzal-
dalnum í ölpunum milli Austurríki
og Ítalíu. Rannsóknir leiddu f ljós
að hann hafði legið í sinni köldu
gröf í um fimm þúsund og þrjú
hundruð ár. Þýskur göngumaður
að nafni Helmut Simon fann Ötzi
þegar hann var ásamt konunni
sinni á gangi um Alpana.
í október í fyrra lést Helmut við
svipaðar aðstæður og á svipuðum
slóðum og ötzi hafði gert. Helmut
lagði af stað í gönguferð í austur-
rísku ölpunum en sneri aldrei aftur
úr þeirri gönguferð. Hann fannst
mörgum vikum seinna frosinn í
hel og grafinn f snjó.
Heilaæxli og snjóflóð
Giinter Henn var réttarlæknir-
inn sem sótti, rannsakaði og ákvarð-
aði aldur Ötzis. Árið 1992 var Giinter
í bíl á leið á ráðstefnu þar sem hann
var bókaður til að halda fyrirlestur
um nýjustu uppgötvanir sínar varð-
andi ísmanninn. Þangað komst
hann aldrei þar sem hann lést í um-
ferðarslysi.
Tveimur árum sfðar lést fjall-
göngumaðurinn Kurt Fritz í snjóflóði
þegar hann kleif á svæði sem hann
þekkti mjög vel. Hann var sá eini sem
lést af hópi manna sem var saman á
ferð og varð fyrir flóðinu. Kurt tók
þátt í að sækja Ötzi og var sá sem gróf
í snjóinn til að afhjúpa andlit ötzis.
Þá fékk kvikmyndatökumaðurinn
Rainer Hoelzl, eini kvikmyndatöku-
maðurinn sem festi uppgröft Ötzis
úr jöklinum á filmu, heilaæxli
nokkrum árum síðar og lést.
Áður hlógu menn að
sögum um bölvun
vegna ötzi, sem tal-
inn er hafa verið seið-
karl. Þar á meðal var
hinn nýlátni Konrad
Spindler.
Er ég næstur?
Allir höfðu þessir menn verið í
beinni snertingu við líkamsleifar
Ötzis. Það sama áfti þó ekki við um
Dieter Warnecke. Hann stjórnaði
leiðangrinum sem sótti lík Helmut
Simon. Dieter lést úr hjartaáfalli
klukkustund eftir jarðarför
Helmuts.
Áður hlógu menn að sögum um
bölvun vegna ötzis, sem talinn er
hafa verið seiðkarl. Þar á meðal var
hinn nýlátni Konrad Spindler. Að
sögn þýska dagblaðsins Die Neue
eru hins vegar þeir sem unnið hafa
STAÐREYNDIR UM ÖTZI
Kyn:
Karlmaður
Aldur:
45 ára
Hæö:
um 160 sm.
Líftlml:
Bronsöldin
Uppruni:
Suður-Tíról (ítölsku Alparnir)
Lýti:
ör líkt og eftir nálarstungu
Eldfæri:
Steintegundir og gróður til að fram-
kalla eld
Vopn:
Exi, rítingur, bogi og örvar
Dauðdagi:
Sár af völdum vopna; ofkæling
við eða komið nálægt Ötzi á ein-
hvern hátt farnir að spyrja sig hvort
þeir séu næstir.
Vélrænt
kynlíf
Þýski uppfinningamað-
urinn Michael Harriman
segist hafa fundið upp full-
komnustu kynh'fsdúkku
veraldar. Michael, mennt-
aður flugvirki, segir
dúkkurnar sínar hafa
þar til gerð hjörtu sem
slái hraðar á meðan á
samræðinu stendur. Þá
andi þær einnig hraðar
og hitarar inni í þeim
hækka „líkamshita"
þeirra. Fæturnir hald-
ist aftur á móti kaldir, rétt
eins og í raunveruleikan-
um. Einnig er hægt að fá
dúkkurnar með fjarstýr-
ingu fyrir vissar líkams-
hreyfingar. Verð á
strípaðri gerð er um
tæp hálf milljón og
hægt er fá auka-
hluti gegn hærri
greiðslu.
Fjöldamorða minnst í Bandaríkjunum
Sex ár frá Columbine
í dag minnast íbúar bandaríska
bæjarins Littleton þess að sex ár eru
liðin frá fjöldamorðunum í Col-
umbine sem talin eru vera þau
verstu sem hafa átt sér stað í skóla í
Bandaríkjunum.
Þennan morgun árið 1999 gengu
vinirnir Eric Harris og Dylan Klebold
að Columbine-skólanum með þær
áætíanir í huga að sprengja tvær
bensínsprengjur í matsal skólans og
skjóta svo þá sem hlypu út. Talið er
að sprengjurnar hefðu getað banað
allt að fimm hundruð manns. Þegar
sprengjumar spmngu ekki klyfjuðu
drengirnir sig með haglabyssum og
sjálfvirkum skammbyssum og hófu
skothríð á samnemendur sína og
kennara. Átján mínútum síðar lágu
tólf samnemendur Erics og Dylans í
valnum og einn kennari. Skömmu
síðar tóku vinirnir Eric og Dylan
eigin líf.
Voðaverk Eric og Dylan ætluðu að sprengja
og skjóta en sprengjurnar virkuðu ekki.
Minningarathöfnin I dag kemur
degi á eftir minningarathöfn vegna
fórnarlambanna sem fómst í
hryðjuverkum í Oklahoma City í
Oklahoma. Þar létust hundrað sex-
tíu og átta manns þegar sprengja var
sprengd fyrir utan Alfred P. Murray-
alríkisbygginguna.
Danir losna við sígarettuna
Yfirfæra fíknina á jórtur-
gúmmíið
Farið er að bera á því að Danir
sem notað hafa níkótíntyggjó til að
hætta að reykja séu farnir að leita sér
hjálpar til að losna undan tyggjóinu
sjálfu, að sögn danska blaðsins
Ekstra Bladet.
Torsten Sonne hjá hjálparlínunni
Stopline, sem aðstoðar fólk sem
reynir að hætta að reykja, segir fólk
vera byrjað að hringja inn vegna
þess að það getur ekki hætt að
tyggja. Þess vegna hefur Stophne
komið af stað sérstakri línu fyrir
nikótíntyggjófíkla, ásamt hinni
dönsku Hjartaheill og fleiri hags-
munaaðilum, að sögn Torstens.
Hann telur að full þörf sé fyrir slíka
línu. Tahð er að um tuttugu þúsund
Danir séu háðir tyggjóinu og þeim
eigi eftir að íjölga.
Erfiður ávani Margir nýta sér reykingalyf til
aö hætta aö reykja en gleyma, að þvl er virð-
ist, að hætta á reykingalyfjunum.
Torsten bendir einnig á að marg-
ir gleymi því að nikótí'ntyggjóið sé
gott hjálparmeðal til að hætta að
reykja. Það sé hins vegar ekki eitt-
hvað sem komi bara I staðinn fyrir
tóbakið. Hér sé um lækningalyf að
ræða og því þurfi að umgangast það
sem slíkt og aldrei nota það lengur
en þrjá mánuði.