Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 2005 Neytendur DV Farðu vel yfirtrygginga- málin þín ÞaO eru margir Islending- ar sem telja sig vel tryggða og að iðn- gjöld tryggingafé- laganna sem þeir skipta við séu sanngjörn og góð. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að menn fái lægstu hugs- anlegu iðgjöldin sem i boði eru hjá slnu félagi en tilþess að tryggja þaðergottað kynna sér rétt- indi sín gagnvart þessum félögum. Efþú telur að þú sért að borga ofmik- 10 i tryggingar er ráð að koma sér i sambandi viO tryggingaráðgjafa sem starfa sjálfstætt og eru ekki á vegum sjálfra tryggingafélaganna. Þessir ráögjafar eru starfandi hérá landi og gengur vinna þeirra út á að finna bestu hugsanlegu leiðina fyrir neyt- endur aö tryggingum. Efþú vilt hins vegar leita sjálf/ur skaltu setja saman þær tryggingar sem þú greiðir og/eöa vilt greiöa i einn pakka og láta svo tryggingafé- lögin gera tilboð ihann, vertu óhrædd/ur að standa á rétti þínum gagnvart þjónustuaöilum sem eru á launum hjá félögunum og fáöu svör viO þvi sem þú ert aö leita að en ekki láta þessa hagsmunaaöila segja þér fyrir verkum. Efþú ert ekki viss um stööu þina hjá tryggingafélaginu eða hefur á tilfinningunni að þaö sé verið aö látaþig borga ofmikið fyrirþínar tryggingar, hefurðu liklega rétt fyrir þér og þviskaltu umsvifalaust leita annað. Hluti afgóðu tryggingafélagi er, eins og alls staðar annars staðar, opin og gegnsæ þjónusta. Þjóðráð dagsins Besta... ...bensínstöðin? „Besta bensinstöðin á Islandi er fyrir ofan bryggjuna i Kópavoginum," seg- ir Kristján Hreinsson, tónlistarmaður og skáld. „Þetta er stöðin sem er á endanum á Kársnesinu og heitir líklega Atlantsolia i \ dag. Maður fór i 2 biðröð þangað m sem barn, þegar .Æ leikaratyggjóin komu i sjoppuna til þess að verða sér út um tyggjóið og myndirnar sem fylgdu þvi. Það er þvi sjoppan sem situr i endurminningunni en ekki bensinstöðin. Þegar maður er neydd- ur til þess að díla við glæpamenn þá held ég að það skipti ekki máli við hvern þeirra maður skiptir svo að besta bensinstöðin er tengd æskuminningunni fremur en hringiðu dagsins idag." Ristað brauð með osti og djús „Ég fæ mér yfírleitt ristað brauð með osti og tómötum og djús," segir Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, stjórn- andi Djúpu laugarinnar tvö. „Þetta er svona fastformaður morgunmatur og mér fínnst rosalega gaman aö borða morgunmat og sérstaklega um helgar þvi þá getur maður haft morgunverðarhlaðborð og boðið vinkonum sínum i morgunmat. Ég sleppi því aldrei að borða morgunmat enda er ég yfírleitt mjög svöng á morgn- ana og svo er næst timi fyrir mat í hádeginu enda borða ég yfírleitt mjög reglulega." Sætar kartöflur eru kjörin tilbreyting Sætar kartöflur eru jafn óskyldar venjulegum kartöflum og venjulegar kartöflur eru róf- um. Mér finnast þær vera frábær tilbreyting frá venjulegu kartöfl- unum með mat. Sætar kartöflur eru sagðar koma frá S-Ameríku og eru mikið notaðar þar I landi sem og I Bandarfkjunum en þar eru þær ómissandi f „sweet potato pie“sem þeir borða með kalkúninum sfnum á þakkargjörðinni. Einnig voru þær f hverri búð I S-Afrfku þegar ég fórþangað um áriö. Þrátt fyrir að þær séu mjög sætar þá eru þær kolvetnasnauðari en venjulegar kartöfl- urog sykurstuðullinn þeirra töluvert lægri. Næríngarlega séð skora þær llka vel, trefjar, vltamln og andoxun. En einmitt út afsæta bragðinu eru þær upplagðar I allskonar rétti, bæði bakaða, soðna og hráa. Mér finnst t.d. mjög gott að búa til„chips“ úrþeim og nota með allskonar mat,enþaðer líka gómsætt að blanda saman venjulegum kartöflum og sætum kartöflum f„chipsinu“. Einnig getið þið búið til kartöflumús úr þeim eða búið til 50/50 mús úr venjulegum og sætum og þá er kjörið aðhafa músina sykurlausa. Þaðsem kemur fólki hvaðmestá óvart er að þær eru mjög bragðgóðar hráar. Þá eru þær afhýddar og skornar fþunnar sneiðar og helltyfir þær góðri kaldpressaöri olíu og smá lime eða sltrónusafa og látnar liggja i þviium I5mln. Ein fyrsta uppskriftin sem ég lærði með sætum kartöflum i var fyrir um 25 árum síð- an. Þá var mér kennt að afhýða þær, skera I litla bita, velta þeim upp úrsmá kanildufti og gufusjóða þær, mauka þær siðan ognotaí staöinn fyrírsykurí kryddbrauð. Sólveig Eiríksdóttir Sérfræöingur DV um heilbrigöan mat. Grænmetiskonan og hollustan • BYKO er með alhefl- að paUaefhi úr furu á níutíu og þrjár krónur fermetrann sem er um 7% lækkun á listaverði. • öminn er með raf- drifin hlaupahjól í silfruðu, rauðu eða bláu á 9.587 krónur. • Harðviðarval er með vaska og handlaugar á 19.900 krónur sem er 33% afsláttur af listaverði. • Iceland spa og fit ness er með sumarkort í Ifkamsrækt á 11.900 krón- ur sem gilda til 25. ágúst. • Bætt útlit er með bikini á 2.900 króna tilboði sem er 47% afsláttur á sundfatnaðinum. • Fjailahjóla- búðin er með Mongoose Rockadile AL fjalla- hjólá 19.900 krónurí eina viku og er það 23% afslátt- ÞÓR JÓHANNESSON stendur vörð um hagsmuni neytenda. Lesendur geta haft samband viö Þór á netfanginu tj@dv.is Jarðhnetupasta með chillipipar, engiferi og hvítlauk Hráefni: . 400 grömm af tagliatelle eða spa- getti . 3 teskeiðar af rifinni engiferrót . 3 hvítlauksrif . 1/2 matskeið af ólífuolíu . 1 desilítra af jarðhnetum . 1 matskeið af sojasósu . 1 matskeið af sykri . 1 matskeið af ediki . 1 teskeið af sesamolíu . 3 matskeiðar af grænmetis- eða kjúklingasoði . 1 chillipipar . 1 blaðlaukur . ferskt kóríander (ekki nauðsynlegt) Aðferð: Setjið engiferrót, hvftlauksrif,jarð- hnetur, sojasósu, sykur, edik, sesam- olíu og soð í matvinnsluvél og maukið (augnablik. Hitiö óKfuolíu á pönnu.Fjarlægið kjarnann úr chillipiparnum og skerið hann (bita og blaðlauk í strimla. Mýkið (oltu ( smá stund.Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Blandið heitu og ný- soðnu pasta saman við jarð- hnetusósuna og hellið chllipipar og blaðlaukstrimlum yfir. Stráið fersku kórlander yfir. Gott er að hafa salat með og bakarfsbrauð. HEIMILD.AF BESTU LYST Þar sem margir íslendingar skipta um dekkjagang á bílum sín- um tvisvar á ári er ástæða til að skoða hvort neytendur fari bet- ur út úr því að fá sér heilsársdekk. Stefán Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir þann kost vissulega vera fyrir hendi en bendir á að það sé þó alls ekki algilt. „Málið er það að þetta fer mikið eftir aðstæðum," segir Stefán Ás- grímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins, þeg- ar hann er spurður hvort nauðsynlegt sé fyrir íslendinga að standa í að skipta um dekk tvisvar á ári. „Til að mynda eru ekki oft uppi vetrarað- stæður hér í Reykjavík þar sem negld. dekk eru nauðsynleg, það er kannski nokkra klukkutíma allan veturinn." Nagladekk nauðsynleg „Það kemur hins vegar ekkert í staðinn fyrir góð negld dekk og það er ekkert sem er betra en þau við vetrar- aðstæður á þjóðvegum í ís og snjó. Rannsóknir og kannanir, sem gerðar hafa verið og við höfum eitthvað komið að, þar sem hver tegund dekkja eru prófuð undir sama bflum og með sama ökumanni sýna að við hreinar vetraraðstæður, eins og snjó og ís, þá kemur ekkert í staðinn fyrir góð vetrardekk," segir ritstjórinn. Heilsársdekk innanbæjar Stefán segir að heilsársdekk séu ágætis kostur héma á höfuðborgar- svæðinu fyrir þá sem ekki fari mikið út fyrir borgina að vetri til. „Auðvitað hafa dekk misjafna hæffleika og henta misjafnlega undir ólíka bfla og svo hefur notkunin á þeim mikið að segja, það er til dæmis ekki gott að vera á einhverjum háhraðadekkjum á götunum héma,“ bendir Stefán á enda þannig dekk hönnuð fyrir að- stæður, sem ekki em fyrir hendi á ís- landi, eins og Autobahn-hraðbraut- imar í Þýskalandi þar sem hámarks- hraði er mun meiri en hér þekkist. E-merking í dag „Annars em dekk mjög misjöfn, þau harðkomadekk sem fyrst voru á markaði voru sóluð dekk sem vom á sinn hátt í lagi en sóluð dekk em gömul dekk með nýjum slitfleti. Það er engin sólun hér innanlands lengur þar sem hún uppfyllir ekki Evrópu- kröfur um framleiðslu og gæða- staðla." Ritstjóri FÍB-blaðsins segir að í dag komi öll dekk hingað með svo- kallaðri E-merkingu sem þýðir að þau hafi viðurkenndan gæða standard og á því séu menn ekki að svindla. Hættuleg dekk í umferð Stefán man eftir að hingað hafi komið dekk sem aldrei hafi átt að fara undir bfla. „Það var um 1980 að dekk fóm í umferð hér á landi þar sem búið var að sverfa kóða af þeim og síðar kom í ljós að þau vom gölluð. Á þau höfðu verið prentaðir einkenn- istafirnir ADV sem var skammstöfun á „Animal driving only" og vom alls ekki hugsuð fyrir fólk." Annars segir Stefán að það þurfi ekki að vara við neinum dekkjum í dag því flest dekk sem hingað komi séu í fínu lagi. tj&dv.is Stefán Asgrímsson hjá FÍB „ Það er engin sólun hér innanlands lengur þar sem hún uppfyllir ekki Evrópukröfur um fram- leiðslu og gæðastaðla. “ Stefán Ásgríms- son, hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeig- enda segir dekk sem eru í umferð á íslandi vera í góðu lagi. Hann segir að það fari eftir að- stæðum hvort menn þurfi að skipta um dekk á milli árstíða eða vera á heilsárs- dekkjum. Heilsársdekk íyrir innanbæjarakstur UMFELGUN Nú er sá tími ársins sem neytendur þurfa að skipta út vetrardekkjunum fyrir sumardekkin og af því tilefni gerði DV könnun á verði tólf kunnra dekkjaverkstæða á höfuborgarsvæð- inu á umfelgun fyrir fólksbíl á stálfelg- um. Verð miðast við staðgreiðslu á um- felgun á stálfelgum fyrir sumardekkin á fólksbíl. Dekkjalagerinn 4.400 Hjólbarðaverkst. Sigurjóns 4.400 Smur- og dekkjaþjónustan 4.488 Nýdekk 4.500 Borgardekk 4.500 Dekkið 4.700 Hjólvest 4.712 Barðinn 4.720 Gúmmlvinnustofan 4.731 Neskekk 4.690 Kaldasel 5.400 Hjólbarðahöllin 5.460

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.