Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Page 33
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 33
Fabúla í Hveragerði
Stöllurnar í Norsk-íslenska
Skjallbandalaginu Inc. halda
áfram tónleikahaldi sínu í Hvera-
gerði. Föstudaginn 22. apríl er
komið að því að Fabúla stigi á svið
í kirkjunni í Hveragerði í konsert-
röð Skjallbandalagsins. Margrét
Kristín Sigurðardóttir eða Fabúla
kom fyrst fram á sjónarsviðið þeg-
ar hún sendi frá sér plötuna Fabula
- Cut my strings haustið 1996. Var
hún tilnefnd til til íslensku tónlist-
arverðlaunanna þá um haustið.
Fabúla tók þátt í forkeppni
Eurovision á íslandi árið 2001 með
laginu Röddin þín sem hafnaði í
þriðja sæti. Platan Kossafar á ihnni
kom út á því ári og vakti verðskuld-
aða athygli og hlaut einnig tilnefn-
ingu til íslensku tónlistarverðlaun-
anna.
Á tónleikunum í Hveragerðis-
kirkju mun hún flytja töluvert af
nýju efni, en einnig lög af geisla-
plötunum Cut My Strings og
Kossafar á ilinni. Hljómsveit
Fabúlu skipa Jökull Jörgensen,
bassi, Birkir Gíslason, gítar, Erik
Quick á trommur og Margrét Krist-
ín (söngur, píanó og orgel). Sveita-
synir hita upp fyrir Fabúlu.
Yfirlýst markmið Kvölds í
Hveró er að auka fjölbreytni í
menningu á svæðinu, opna augu
almennings fyrir þeim möguleika
að íslensk popptónlist eigi ekki
síður heima í kirkju en klassíkin og
gefa ungu og hæfileikaríku tónlist-
arfólki af Suðurlandi tækifæri til
að hita upp fyrir þá listamenn sem
fram koma.
Miðaverð er 1500 krónur. Frek-
ari upplýsingar má finna á
www.kvoldihvero.go.is, www.ton-
list.is og í síma 692 8531. Sala á
miðum fer fram í Hljóðhúsinu á
Selfossi og við kirkjudyr.
Margrét Kristín
Sigurðardóttir
eða Fabúla.
Það er vor í Listaháskólanum og nú eru nemendur að sýna sig og sanna með opinberum flutningi og
sýningum á verkum vetrarins.
Vorhátíð Listaháskólans er brost-
in á. Ung tónlistarkona hélt sér-
kennilega útskriftartónleika á laug-
ardag í Klink og bank, en þar verður
tískusýning nemenda fýrsta og ann-
ars árs við fata- og textilhönnunar-
deild skólans að kvöldi sumardags-
ins fýrsta. Hrina vortónleika nem-
enda hefur staðið yfir og lýkur her-
legheitunum ekki fyrr en í lok maí
með útskriftarhátíð skólans.
Nýjasta tíska
Vegna tískusýningarinnar í Klink
og Bank er fjöldi erlendra blaða-
manna staddur hér á landi. Fellur
sýningin í Klink og bank saman við
Face North-módelsamkeppnina.
Sýning fata- og textílhönnunardeild-
arinnar vakti mikla athygli í fýrra.
Deildin leggur sérstaka áherslu á
samstarfvið atvinnulífið ogvillkynna
nemendum þau viðhorf og aðstæður
sem þar er að mæta. Markmiðið er að
búa nemendur undir störf í alþjóð-
legu umhverfi - að þeir Kti á allan
heiminn sem sitt framtíðarstarfsum-
hverfi. Vlð deildina kenna fjölmargir
erlendir gestakennarar sem að starfa
í erlendum tískuhúsum, s.s. Yves
Saint Laurent, Louis Vuitton, Sonia
Rykiel og Martine Sitbon. Fagstjóri
fata- og textflhönnnar er Linda Björg
Ámadóttir.
Apótekarinn
En það er fleira flott en föt. ís-
lenska óperan og Listaháskóli ís-
lands starfa saman að Óperustúdíói
annað árið í röð. Nú er það hið
sígilda gamanverk Haydn, óperan
Apótekarinn, sem verður frumsýnt í
íslensku óperunni þann 29. aprfl. en
sýningar standa til 10. maí.
íslenska óperan og íslandsbanki
gerðu með sér samstarfssamning í
haust sem felur í sér að íslandsbanki
kostar verkefnið að hluta til. Þátttak-
endur í Óperustúdíóínu eru nem-
endur í tónlistarskólum á höfuð-
borgarsvæðinu og hafa krakkarnir
sótt námskeið í leikrænni tjáningu
hjá Kára Halldóri í Listaháskólanum
að undanförnu. í framhaldi af því
taka nú við æfingar í Óperunni und-
ir handleiðslu Ingólfs Níels Árna-
sonar leikstjóra og Kurt Kopeckys
hlj ómsveitarstj óra.
Einsöngvarar í sýningunni eru
Jóna Fanney Svavarsdóttir, Ólafi'a
Línberg Jensdóttir, Guðbjörg Sand-
holt, Sólveig Samúelsdóttir sem
skipta með sér tveimur aðalkven-
hlutverkunum. Erlendur Elvarsson
og Þorvaldur Þorvaldsson syngja að-
alkarlhlutverkin og Jón Leifsson
mun einnig taka þátt í æfingum sem
staðgengill Þorvalds. Kórinn skipa
12 manns. Alls verða 6 sýningar á
Apótekaranum í Óperunni og er að-
gangur ókeypis.
Draumur um hús
Hrina tónleika hefur staðið allt
frá 1. apríl og er auðveldast að kynna
sér framboð og tónleikastaði á vef
skólans: www.Ihi.is. Sýningum
útskriftarnemenda af leiklistarbraut
á Draumleik í samstarfi við Leikfélag
Reykjavíkur í Borgarleikhúsi fer
brátt að ljúka.
Lengi vel var útskriftarsýning
Myndlista- og handíðaskólans
nokkur viðburður í vorkomunni. Nú
verður útskriftarsýning nema úr
myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild skólans í Listasafni
Reykjavíkur í Hafharhúsi og opnar
þann 7. maí.
öll þesi athafnasemi nemenda
við skólann dreifist um borgina á
meðal annars þá þrjá staði sem skól-
inn starfar nú á. Verður efnt til um-
ræðufundar á föstudag í fýrirlestra-
sal skólans í Laugarnesi og hefst
hannkl. 16.
Gjörningadagar
Þessa vikuna standa yfir
Gjörningadagar í Nýlistasafriinu
á Laugaveginum og mun það
vera í annað sinn sem efnt er til
sérstakra hátíðabrigða sem snú-
ast um geminginn. Þegar hafa
komið fram stúlknakór og í kvöld
verður spuni. Er stefnt á fundi kl.
21 þar sem lagt verður á ráðin.
Ætti spuninn að hefjast um hálfri
klukkustund síðar.
Að sögn Magnúsar Jenssonar
hefur verið spuni í Klink og Bank
einu sinni í mánuði f vetur og á
sú starfsemi sér upphaf í spuna-
kvöldum fyrir margt löngu á 22.
Menn mæta með tækin sín og eru
allir velkomnir, bæði sem
þátttakendur og áheyrendur.
Á fimmtudag kl. 16 verður síð-
an dansleikhúsverkið Hver ertu
stúlkukind? eftir Sveinbjörgu
Þórhallsdóttur sýnt. „Verkið fjall-
ar um krakka á mótunarárunum
eða unglingsámnum og hvernig
þau em að tikka inn,“ segir
Sveinbjörg, „Við notum hina
ýmsu texta og meðal annars texta
úr gömlum dagbókum. Tónlistin
er í höndum Ólafar Arnalds sem
ljáir okkur rödd sína og hún spil-
ar á fiðlu, víólu og fleira life og
stjórnar músikkinni með tölvu og
hún tekur virkan þátt í per-
fortnansinum. Einstaklega
skemmtilegur listamaður sem er
á síðasta ári í tónsmíðum í Lista-
háskólanum. Búningarnir em í
höndum Helgu Lilju Magn-
úsdóttur sem er nemi í textíl í
listaháskólanum." Dansarar eru
nemendur af framhaldsbraut
Listdansskóla íslands.
Verður verkið flutt öðm sinni
föstudaginn 22. aprfl kl. 18.30. Á
undan Stúlkukindinni kl. 18
verður flutt Hljóð/Orkuverk eftir
Magneu Ásmundsdóttur. Dag-
skránni þann daginn lýkur svo
með uppákomu með í/Ð-hópn-
urn sem er skilgreint afkvæmi
spunakvöldanna - svokallað
hljómsveitaratriði.
Á laugardagkl.17 munu lista-
mennimirÁsdfs Sif Gunnarsdótt-
ir, Baldur Björnsson, Massi
Bjarna, Ólafur Lárusson og Sara
Björnsdóttir fremja gjöminga af
ýmsum lengdum og stærðum.
Dagskránni lýkur svo þá um
kvöldið með með tónleikum Sæ-
borgarinnar.