Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl2005
Fréttir DV
Skorradals
staðfest
íbúar Skorradalshrepps
höfnuðu sameiningu við
nágranna sína í Borgarfirði
um helgina. Kosið var um
sameiningu við Borgar-
fjarðarsveit, Borgarbyggð,
Hvítársíðuhrepp og Kol-
beinsstaðahrepp. íbúar
þeirra hreppa höfðu sam-
þykkt sameiningu við
Skorradalinn. Alls greiddu
43 af 49 atkvæðisbærum
íbúum Skorradalshrepps
atkvæði. 26 sögðu nei og
felldu sameininguna með
60,5 prósent atkvæða.
Hin sveitarfélögin geta
enn sameinast með 3.500
íbúa.
Boðið meira
dóp og segja
oftar nei
Samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar heil-
brigöisyfirvalda í Bret-
landi er fimm sinnum
líklegra að þariendum
nemendum séu boðin
eiturlyf nú, en fyrir 15
árum. Samt sem áður
hefur fjöldi nemenda í
neyslu ekki aukist. „Svo
virðist sem áróður í skól-
unum sé að virka,“ sagði
David Regis, yfirmaður
rannsóknarinnar. Samt
sem áður hefur u.þ.b.
þriðjungur bama á bil-
inu 14 til 15 ára neytt
kannabisefna.
Hlutfjárútboð
Mosaic hafið
Illutafjárútboð í breska
tískufyrirtækið Mosaic
hófst í gær í Kauphöll ís-
lands. Hlutafjárútboðið
mun standa til föstudagsins
10. júní en fyrirhugað er að
skrá hluti félagsins á aðal-
lista Kauphallar íslands
seinni hluta þessa mánað-
ar. Rúmlega níutíu þúsund
hlutir eru til sölu á genginu
13,6 fyrir hvern hlut.
Akurey rarbær Þetta er annaö
málið á stuttum tíma þarsem
Barnaverndarnefnd Akureyrarbæj-
ar gengur fram afmikilli hörku.
Auður Dagný Gunnarsdóttir var greind með þunglyndi fyrir tuttugu árum. Auð-
ur Dagný hefur misst forræði yfir fimm ára gömlum dóttursyni sínum vegna
þess en hún hefur alið hann upp frá fæðingu. Hún segist ætla að berjast með
kjafti og klóm fyrir drengnum og að það hafi verið eins og hjartað væri rifið úr
henni þegar hún missti drenginn í hendur yfirvalda á Akureyri.
„Mér líður mjög illa að hafa hann ekki og sakna hans mjög mik-
ið. Ég er ákveðin í að gera allt til að fá hann aftur," segir Auður
Dagný Gunnarsdóttir sem hefur alið upp barnabarn sitt allt frá
því það fæddist. í mars síðastliðnum voru þau hins vegar aðskil-
in á mjög dularfullan hátt með lygum, blekkingum og að því er
virðist afar furðulegum vinnubrögðum barnaverndarnefndar
eftir því sem Auður segir. Hún er miður sín yfir barnsmissinum
og ætlar að gera allt til að fá það aftur.
„Hann fór í heimsókn í sveitina
til afa síns í mars en þegar ég kom og
ædaði að sækja hann sat hann læst-
ur inni í bíl og afi hans neitaði að
láta mig hafa hann aftur, sagðist
vera með beiðni frá barnaverndar-
nefnd um að ég mætti ekki fá hann,“
segir Auður Dagný Gunnarsdóttir
sem hefúr alið barnabarnið sitt upp
í ást og umhyggju á heimili sínu á
Akureyri í fimm ár.
Sertdur í fóstur
„Ég talaði við féló daginn eftir en
þau könnuðust ekki 'Við neina
beiðni, sögðu þetta vera lygi. En
samt get ég ekki fengið hann aftur
þar sem b.arnaverndarnefnd segir
mig óhæfa til að ala hann upp vegna
fyrri veikinda minna en ég var
greind með þunglyndi árið 1985.
Það eru auðvitað bara fordómar og
ekkert annað. Er hægt að nefna éin-
hvern sem hefur ekki lent í-veikind-
um eða öðrum erfiðleikum í lífinu?"
Drengurinn hefur því dvalið hjá
afa sínum, Friðjóni Friðjónssyni, allt
frá því í mars. Sú vist mun þó brátt
taka enda þar sem bamaverndaryfir-
völd á Akureyrihafa, að sögn Auðar
Dagnýjar, ákveðið að senda dóttur-
son hennar í fóstur fyrir sunnan þann
14. júní, þrátt fyrrir að hans bíði um-
hyggjusamt heimili á Akureyri.
„Ég er í ágæúsíbúð, er í sambúð
með frábærum manni og er fjárhags-
lega vel stödd þannig að ég skil ekki
af hverju ég get ekki fengið að hafa
hann áfram," segir Auður Dagný.
Dóttirin með geðræn vanda-
mál
. „Dóttir mín er ekki talin hæf til að
ala upp barnið sjálf vegna þess að
hún er mjög þunglynd og þurfti
meðal annars að dvelja á geðdeild
mestan hluta marsmánaðar. Hún
hefur heldur engan áhuga á að fá
bárnið sjálf. Hún vill frekar að það
fari í fóstur og alist upp úti í bæ held-
ur en hjá mér. Hún veit hvaða til-
finningar ég ber í hans garð og öfugt
og virðist ekki höndla þær. Við töl-
um ekki saman núna. Hún hefur
margsinnis gengið í skrokk á mér og
hótað að drepa mig. Ég var flutt í
lögreglubíl á sfysadeild eftir að hún
réðst á mig síðast daginn fyrir skír-
dag.“
Ætlar að sækja um forræði
Auður Dagný segist tilbúin að
fara í þetta mál af fullu afli og æúar
hún sér að sækja um forræði yfir
Friðbirni. „Mér líður mjög illa að
hafa hann ekki og sakna hans mjög
mikið. Ég er ákveðin í að gera allt til
að fá hann aftur," sagði Auður sem
líkti aðskilnaði sínum við Friðbjörn
við að hjartað væri rifið úr henni.
„Pabbi hans, Guðmundur Kári
Daníelsson, æúar einnig að sækja
um forræði yfir honum, hann er
engan veginn sáttur við gang mála.
Ég styð hann heilshugar í því og
finnst það æðislegt," segir Auður,
jafnvel þótt Guðmundur Kári hafi
ekki komið nálægt uppeldi sonar
síns frá fæðingu.
Óhæf og hraðlygin
Friðjón Friðjónsson, afa drengs-
ins, var mikið niðri fyrir þegar DV
ræddi við hann um stöðu mála í
gær.
„Þetta er haugalygi. Ekki trúa því
sem hún segir. Ég tók hann ekki bara
til að taka hann, hún er óhæf." Frið-
jón segir að samkvæmt sinni vit-
neskju hafi ekki gengið vel hjá Auði
að ala barnabarn sitt upp og neitaði
því um leið að Friðbjörn væri á leið
suður í fóstur. „Ég segi ekki neitt,
nema að þetta er allt haugalygi. Hún
er hraðlygin," sagði Friðjón fjúkandi
illur yfir símtali blaðamanns. „Þú
ferð ekki með þetta lengra því þá er
mér að mæta,“ voru lokaorð hans
við blaðamann.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
ekki að ná í fulltrúa hjá barnavernd-
arnefhd á Akureyri í gær.
johann@dv.is
Heilbrigðisstarfsmenn í Noregi anda léttar
Hermannaveiki fannst í þremur vatnsbólum í Noregi
Hermannaveiki hefur greinst í
kælikerfi þriggja fyrirtækja í Fred-
rikstadt í Noregi. Öyvind Werner Jo-
hansen, yfirmaður heilbrigðismála í
bæ á svæðinu, staðfesti þetta. „Við
getum ekki fullyrt að bakteríumar
sem fundist hafa í kælikerfunum séu
þær sömu og sjúklingarnir hafa
greinst með. Næst á dagskrá er að
bera þessar bakteríur saman með
DNA-rannsóknum.“
Þessi faraldur greindist fyrst fyrir
tveimur vikum. Engin ný smit hafa
borist spítalanum í Fredrikstadt síð-
an í síðustu viku. Yfirmenn þar á bæ
vonast til þess að hafa náð völdum á
sjúkdómnum.
Póstþjónusta Bandaríkjanna
greindi firá því í gær að tveir starfs-
menn í útibúi í Norfolk hefðu smitast
af hermannaveikinni. Þessir starfs-
menn unnu við flokkun pósts og hef-
ur þeim hluta hússins þar sem þeir
störfuðu verið lokað. Ennfremur var
greint frá því að rannsókn væri hafin
á málinu og ættu niðurstöður að
liggja fyrir snemma í næstu viku.
„Það sem liggur á I einkalífinu er að flytja heim til Islands," segir hinn margreyndi
landsliðsmarkvörður, Guðmundur Hrafnkelsson. Igærkvöldi lék hann sinn 403. og
jafnframt síðasta landsleik fyrir Islands hönd.„Ég mun flytja frá Þýskalandi á næstu
misserum, í hús sem égáí Kópavogi. I vetur mun ég svo leika með Aftureidingu, það
leggst afar vel í mig."
8000-18000 manns greinast með
hermannaveiki á ári hverju í Banda-
ríkjunum.
',!T—'»ssí
«
í H,/ landspítau
) FOSSVOGI
Inngangur 1.hæ6
Upplýsingar ® *
Landspítalinn Starfsmaöur Land-
spítala greindist með hermannaveiki
núá dögunum. Enn hefur ekki tekist
aö finna upptök smitsins.