Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Blaðsíða 10
7 0 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Ólafur Örn þykir vera traustur,
jafnlyndur og skemmtilegur.
Hans helstu gallar eru
hversu feiminn hann er og
óframfærinn.
„Ólafur er stórglæsileg
persóna, hann er algjör
perla. Hann er fyrir-
myndardrengur, bæöi
innan sem utan vallar.
Hann er skemmtilegur,
mjög gefandi fyrir liösfélaga
sfna. Hann er llka frábær knatt-
spyrnumaöur.
Hans helsti galli er sá að hann
er ekki nógu frekur inni á fót-
boltavellinum. Hann á aö biöja
um boltann miklu oftar. Annars
á ég erfitt meö aö finna galla
við hann."
Lúkas Kostic, fyrrverandi þjálfari Óiafs
Arnar.
„Helsti kostur Ólafs er I
raun hversu ótrúlega
góður drengur hann er.
Þaö er ótrúlega þægi-
legtaö umgangast
hann, hann er ákaflega jafn-
lyndur og traustur. I raun er allt
gott viö hann, hann hefur alltaf
verið afskaplega góöursonur.
Ég á erfitt meö aö koma auga á
galla hans. Kannski er helst
hægt að finna honum til foráttu
að hann mætti vera frekari.
Annars er hann nánast galla-
laus f flesta staði"
Stefanía ólafsdóttir, móðir ólafs Arnar.
„Ólafur er mjög rölegur
og þægilegur f um-
gengni. Hans helsti kost-
ur er llklega sá aö þrátt
fyrir mikla velgengni I
boltanum er hann alltaf
meö báöar fætur á jöröinni og
er mikil fyrirmynd fyrir upprenn-
andi knattspyrnuiökenndur.
Hann er mikill kvikmyndaspek-
ingur og grallari. Sumu fólki
þykir Ólafur vera frekar lokaöur
og feiminn þegar það er aö
kynnast honum. Það gæti veriö
hans helsti galli, en svo þegar
fólk hefur kynnst honum þá
hverfur feimninn. Erfitt er aö
finna aöra galla á kappanum."
Ólí Stefán Flóventsson, lelkmaöur
Grindavíkur og góður vinur.
Ólafur varð nýlega þrltugur. Hann er at-
vinnumaður í knattspyrnu og leikur með
Brann I Noregi. Hann spilaði I hjarta Is-
lensku varnarinnar gegn Ungverjum og
fékk dæmdar tvær ósanngjarnar víta-
spyrnurásig.
Erlingur Erlingsson pantaði bækur fyrir 37 Bandaríkjadali á netinu í apríl 2004.
Hann fékk í gær 5.000 króna sekt fyrir að gefa upp rangar upplýsingar í tolla-
skýrslu. Þær urðu til þess að ríkið varð af 611 krónum. Sveinn Andri Sveinsson
lögmaður undrast ferli sem málin þurfa að fara í gegnum. Ríkið tapaði 50 þúsund
krónum einungis á málsvarnarlaunum hans i þessu máli.
Ríkið eyddi 50 þúsundum
í 600 króna skialafalsmái
„Það fer enginn að reyna að græða 611 krónur með skjalafalsi,"
segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Erlings Erlingssonar,
sem sakfeldldur var fyrir tollalagabrot upp á 611 krónur. Mál af
þessu tagi varða flest tollalagabrot og skjalafals. Sveinn Andri er
mjög ósáttur við meðferð þessara mála og segir þau eiga að enda
með sektum, ekki rándýrri málsmeðferð hjá ríkinu.
Mál Erlings lyktaði með sektar-
greiðslu í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær. Erlingi var gefið að sök að
hafa falsað tollaskýrslu sína þegar
hann pantaði bækur fyrir rúma tíu
dollara af uppboðsvefnum ebay í
aprfl 2004. Erlingur var sýknaður af
ákæru um skjalafals en sakfelldur
fyrir tollalagabrot og gert að greiða
5000 króna sekt. Sveinn Andri
Sveinsson lögmaður Erlings segir
málið furðulegt og að greinilega sé
einhverju ábótavant í forgangsröð-
un mála hjá lögreglunni. „Þetta er
alveg stórfurðulegt mál og það er
ljóst og þessu hefði mátt ljúka með
sektarákvæðum hjá Tollstjóra ef
þau væru fyrir hendi," segir Sveinn
Andri.
611 króna
skjalafals
„Sakfelling
byggðist á tolla-
lagabroti sem var
til komið vegna
mistaka við toll-
skýrslugerð," segir
hann. Erlingur Er-
lingsson, her-
málasérfræðingur og
starfsmaður bandaríska
sendiráðsins, pantaði
sér bækur fyrir 37 doll-
ara á ebay. Þegar kom að
því að gera tollaskýrslu hafði mis-
skilningur milli Erlings og seljanda
gert það að verkum að hann sendi
tollayfirvöldum á íslandi vidausar
upplýsingar. Hann taldi bækurnar
hafa kostað 17 dollara en ekki 37.
Erlingi var hins vegar gefið að sök
að hafa breytt upphæðinni í tölvu,
áður en hann prentaði kvittun fyr-
Uppboösvefurinn
Ebay Islendingar
þurfa aö vara sig á út-
búningi tollaskýrslu
við pantanir af netinu.
„Lögreglan hefur nóg
annað að gera en að
hella sér í svona mál.
Þetta er bara dæmi-
gert fyrir vitleysuna
segir Sveinn Andri
Sveinsson.
ir bókunum út, og þar með svikist
meðvitað um að borga 611 krón-
urnar í rfldssjóð.
Undrast vinnubrögð
„Þú getur ímyndað þér hvað
rfldð græðir á þessum málum,"
segir Sveinn Andri.
Rfldð greiddi helming
verjendalauna Sveins
Andra og hljóðaði sú
upphæð upp á 50.000
krónur. „Rfldð er að
ná inn 5.000 krónum,
fy en augljóslega að tapa
** 45.000 krónum á mál-
inu," segir Sveinn
Andri og á þá einungis
við uppgefinn kostnað. Ef
málið væri einkamál þá
kostaði þingfestingin ein
og saman 3.900 krónur,
samkvæmt upplýsingum Héraðs-
dóms Reykjavíkur. „Svona málum
á augljósíega að lykta með sektum,
án þess að málsmeðferð þurfi að
koma til," segir Sveinn Andri.
í síðasta mánuði var Gunnar
Bjarki Guðnason sektaður um
25.000 krónur fýrir að svíkjast um
að borga 345 krónur með því að
Sveinn Andri Sveins-
son Skilur ekki hvers
vegna rfkið höfðar mál
fyrir óviljandi tollalaga-
brot upp á 611 krónur.
falsa tollaskýrslu á fjarstýringu
sem hann keypti á Ebay.
Lagaramminn gallaður
„Það er ekki heimilt að sekta
fólk vegna svona mála. Lagaramm-
inn leyfir það ekki," segir Júlíus
Georgsson, lögfræðingur hjá toll-
gæslusviði tollstjórans í Reykjavík.
„Mál þar sem smáupphæðir eru til
rannsóknar skipta tugum hjá okk-
ur. Þó þau séu smá í sniðum þá er
sama vinna lögð í þau,“ segir Júlí-
us.
Sveinn Andri vill meina að
margt sé athugavert við forgangs-
röðun í sakamálum hjá lögreglu-
valdinu. „Maður veltir fyrir sér
hvað margt er furðulegt í rflds-
rekstri. Lögreglan hefur nóg annað
að gera en að hella sér í svona mál.
Þetta er bara dæmigert fyrir vit-
leysuna."
gudmundur@ dv.is
Ótakmarkað niðurhal Ogvodafone reynist afar takmarkað
Fyrrverandi
grýtir bíl
Rétt fyrir klukkan sex
á laugardagskvöldið
barst lögreglunni í Kefla-
vík tilkynning um mann
sem var að grýta bfl í
Njarðvfloim. Þegar lög-
reglan kom á staðinn
reyndist maðurinn vera í
miklu æðiskasti. Bifreið-
in reyndist vera fyrir
utan hús fyrrverandi eig-
inkonu mannsins og
virðist sem eitthvað hafi
slegist á vinskapinn á
milli þeirra og maðurinn
látið reiði sína bitna á
bflnum. Bflinn var
töluvert skemmdur eftir
grjótkastið.
Taldi sig hafa ótakmarkað niðurhal
OgVodafone Segja gamla skilmála hafa verið senda sjálfvirkt til Jóns og um mistök hafi verið að
ræða sem kippt verði strax i liðinn.
„Það svolítið skrítið að fá aðvör-
un sem vísar í klausu í skilmála sem
er ekki í skilmálanum sem ég fékk
sendan frá þeim," segir Jón Söring
Magnússon sem taldi sig hafa að-
gang að ótakmörkuðu niðurhali hjá
OgVodafone þegar hann gekk í
þjónustuna Ogl hjá fyrirtækinu. Þar
er auglýst ótakmarkað niðurhal en
klausa í samningnum tekur þó fram,
að fari menn yfir 40 gígabæt í niðm-
hali áskilji fyrirtækið sér að synja
rétthafa um þjónustuna.
„Málið er þannig að þegar ein-
hver viðskiptavinur skráir sig í þjón-
ustu hjá OgVodafone í Ogl pakkann
og skráir netföng fær viðkomandi
aðili skilmála senda á skráð netfang.
Þessi skilmálar eru 12 talsins og ekk-
ert er minnst á takmörkun á erlendu
niðurhali í þeim skilmálum. Síðan
fer viðkomandi glaður út á netið og
hleður niður ótakmarkað. Þegar
þessi viðskiptavinur er kominn yfir
40 gígabæt fær hann sent bréf í pósti
sem vísar í skilmála sem hann hefur
ekki séð áður," segir Jón Söring
Hjá OgVodafone fengust þau
svör að um mistök hefði verið að
ræða og þeir skflmálar sem Jón vísar
til að hafa fengið væru gamlir. „Það
voru ekki vísvitandi sendir út þeir
skilmálar sem innihalda ekki öll
fimmtán atriðin," segir Gísli Þor-
steinsson, almannatengslamaður
hjá OgVodafone. „Svo virðist sem
úrelt sfða hafi verið send sjálfkrafa á
þá sem stofna nýtt netfang en þessu
verður kippt í Uðinn strax," segir
GísU og bendir á að rétta skilmála sé
að finna á heimasíðu OgVodafone.
„Þetta ætti samt ekki að gerast,"
bætir GísU við.
Jón Soring Magnússon Fékkaðvörun frá
OgVodafone fyrir að nota ofmikið niðurhal i
þjónustu sem auglýsir ótakmarkað niðurhal.