Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Side 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ2005 11 Laxinn heimskari Þorskur er talsvert gáf- aðri en lax, samkvæmt rannsóknum í Noregi á at- ferli eldisfiska. Á meðan laxinn syndir hring eftir hring í eldiskvíunum leitar þorskurinn sífellt að út- gönguleiðum. 10 sinnum líklegra er að þorskur sleppi en lax. Nú er verið að rannsaka hvort þorskurinn reyni að eyðileggja netin til að sleppa út. Mikilvægt þykir að eldisþorskur sleppi ekki út þar sem hann getur valdið erfðamengun á nátt- úrulega stofninum og stuðlað að hnignun teg- undarinnar. Stefán tekur við í ágúst Stefán Mar Gunnlaugs- son, sem vann kosningu til Hofsprestakalls við Vopnafjörð fyrir skemmstu, mun taka til starfaáHofi 1. ágúst næstkom- andi. Sigurður, sem starfar hjá Biskupsstofu sem verkeíhisstjóri Kirkju- daga, lýkur ekki störfum fyrr en í lok mánaðarins og sagði Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, starfsmaður Biskupsstofu, að Sigurður yrðj upptekinn allt þar til Kirkjudagar hefjast en þeir munu standa yfir helgina 24. til 25. júní. Af nýjustu fundargerð bæjarráðs Mosfellssbæj- ar má ráða að verkefni ráðsins eru æði fjölbreytt og krefjandi. Undir lið tvö á síðasta fundi ráðs- ins var lagt fyrir bréf frá Krabbameinsfélaginu varðandi ljósabekki í íþróttamannvirkjum. í fimdargerð kemur fram að meirihluti Sjálfstæðis- flokks íbæjarráðinu samþykkti með þremur atkvæðum að svara bréf- ritara þess efnis að ljósa- bekkir séu ekki í íþrótta- mannvirkjum Mosfells- bæjar. Minnihlutinn sat hjá við ákvörðunina. Með dóp við dansleikinn Dagskrá sjómannadags- ins fór vel frem á Patreks- firði samkvæmt lögreglu. Einn var þó handtekinn með 10 e-töflur og smáræði af hvítu efni skammt frá sjómannadansleiknum. Líklegt má telja að efnin hafi verið ætluð til sölu. Eigandi efnanna er frá Pat- reksfirði en samkvæmt lög- reglu hefur hann ekki kom- ið við sögu í tengslum við fíkniefnamál áður. Honum hefur verið sleppt úr haldi. Lagt var hald á fíkniefnin og má eigandinn þeirra bú- ast við refsingu. Óskar Long segir alrangt að hann hafi puttabrotið Selmu Ósk Þórsdóttur. Jón Bjarni Baldvinsson var á staðnum og segir Selmu hafa verið mjög drukkna og látið ófriðlega við gesti og gangandi. Óskar er hættur að selja fíkniefni og selur nú hús- gögn við góðan orðstír. Selma stendur við frásögn sína. Tóku mig aí því að eg er strakur Óskar Long segir Selmu hafa átt upptök að slagsmálum sem brutust út á föstudagskvöldið síðastliðið fyrir utan skemmtistað- inn Ópus í Reykjavík. Jón Bjarni Baldvinsson segist hafa gengið í milli en þá hafi Selma slegið sig hka. Jón Bjarni segir lögregluna hafa hlustað á Selmu segja að Óskar hafi lamið sig og umsvifa- laust tekið Óskar í vörslu sína. Óskar leitaði aðstoðar á slysadeild eftir átök sín við lögreglumenn. Óskar áréttaði við lögreglumennina að hann hafi ekki átt upptök að ófriðnum en engum togum skipti að lögreglu- mennirnir snöruðu honum inn í bílinn og óku á brott. upp út af þessu,“ segir Jón Bjarni Baldvinsson, kunningi þeirra Óskars og Selmu. „Ég fór svo að reyna að átta mig betur á þessu og sá að Ósk- ar er ekki svo stór og sterkur og ólík- legt að hann sé mikið í barsmíðum,“ bætir Jón Bjarni við. Vinkona segir Selmu geðvonda Haft var samband við eina af vin- konum Selmu, en sú vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við að Selma mundi koma fram hefndum. Vin- konan segir Selmu hafa verið mjög drukkna og í ferlegu skapi. Hún hafi slegið til nánast allra sem á vegi hennar urðu og sennilega hafi hún sjálf brotið á sér fingurinn um nótt- ina. Hún segir Selmu hafa breyst mikið og nú sé orðið erfitt að treysta hermi. Hún segi ósatt og sé geðvond og viðskotaill. „Lögreglan tók náttúrulega Óskar af því að hann er strákur," segir Jón Bjami Baldvinsson. Jón segir Óskcir hafa áréttað við lögreglumenn að hann hafi ekki átt upptök að ófriðn- um en engum togum hafi skipt að lögreglumennimir snömðu honum inn í bílinn og óku á brott. Óskar segir sjálfur að Selma hafi átt upptökin að slagsmálunum fyrir utan skemmtistaðinn Ópus í Reykja- vík á föstudagskvöldið var. „Selma var þarna fýrir utan og var alveg blindfull. Við fórum að rífast og hún tók til við að slá mig alveg á fullu," segir Óskar og er ósáttur við þau ummæli Selmu að hann hafi verið að lúskra á henni: Menn sjaldan teknir án ástæðu Lögreglan í Reykjavík gat ekki tjáð sig um atvikið í smáatriðum en tók fram að afar sjaldgæft væri að menn rötuðu í fangageymslur án þess að einhver forleikur kæmi til. „Það er passað upp á þessa hluti og ef þessi ungi maður hefur endað í fangageymslum hér þá hafa skýrslur verið teknar og málið er í sínum eðlilega farvegi," segir vakthafandi upplýsingafulltrúi hjá Lögreglunni í Reykjavík. Selma æsti Jón upp „Selma kom heim til mín fyrir nokkrum mánuðum og sagði mér að kærastinn hennar væri alltaf að lemja sig og náði að æsa mig mikið Óskar Long „Hún segir ósatt um mig. Ég er hættur / neyslu og er breyttur maður." Selma Þórsdóttir Stendur við frásögn sína og segir Óskar vera ofbeldismann. tTT'-----ieS--" 1 Selma stendur við sína frásögn Aðspurð segist Selma standa við frásögn sína frá því í gær. „Hann er búinn að hringja í mig og hóta því að kæra mig,“ segir Selma. Hvers efnis sú kæra er mun þó ekki liggja ljóst fyrir. Selma segir ennþá að Óskar hafi átt upptök að slagsmálunum á föstudagskvöldið. „Lögreglan kom svo og tók hann og hann streittist á móti þannig að þeir þurftu að slást við hann til þess að koma honum inn í bílinn. Selma viU einnig árétta það að hún sé 17 ára en ekki 19, eins og fram kom í gær. sigtryggur@dv.is Bátalíkanasafnið í Keflavík Leyfðu Ljósálf en ekki Eleonoru | Örn Erlingsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Útgerðamenn irnir færu bátalíkanasafninu höfðing- legargjafir að sögn menningarfulltrú- ans Valgerðar Guömundsdóttur. Fékk gefins líkan af sokknu skipi Á sjómannadaginn bárust báta- líkanasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ óvæntar gjafir þegar Örn Erlingsson útgerðarmaður og skipstjóri gaf því kínverskt líkan af Guðrúnu Gísladóttir KE 15, sem liggur á hafsbotni við Noregsstrend- ur. Auk þess gaf hann myndasögu í ramma af þeim breytingum sem Örn KE 13 hefur gengist undir. Þá gaf Guðmundur Rúnar Hall- grímsson útgerðarmaður og skip- stjóri líkan af Happasæl KE 94 sem listamaðurinn Grímur Karlsson smíðaði á sínum tíma. Nú stendur Bátafélagið fýrir söfnun á bátalíkön- um og hefur sett sér það markmið að ná 100 líkönum í safnið. Bátalík- anasafiúð er það stærsta sinnar teg- undar á landinu og eru flest líkönin smíðuð af Grími Karlssyni. Við sama tilefni færði Ólafur Björnsson fyrrverandi útgerðarmað- ur safninu að geisladisk með sögu Baldurs KE 97 frá upphafi til enda. Valgerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar, segir þetta höfðinglegar gjafir og þakkar fyrir vilja þessara manna til að halda merki sjómennskunnar á lofti. „Höfum ekki rátt á því að hafavit fyrirfólki" „Við höfum ekki rétt á því að hafa vit fyrir fólki," sagði Guðrún Kvaran, einn þriggja aðalmanna í mannanafnanefnd. Nefndin hafn- aði nú nýverið nöfnunum Annalísa og Eleonora. Hins vegar voru nöfn- in Ljósálfur og Spartakus sam- þykkt. „Annalísa samræmist ekki íslenskum beygingarregl- um. Stafsetningin á nafninu Eleonora er á skjön við ís- lenskt málfar og hefur ekki unnið sér nægilega hefð í málinu." í stuttu máli má segja að nefndin telji hefð vera fýrir nafni beri 10-15 ein- stak- lingar það eða að það hafi komið fram í manntalinu árið 1910. Nöftiin Spartakus og Ljósálfur uppfylltu allar kröfur nefndarinnar. „Spartakus beygist eins og Júlíus, því var nafnið samþykkt. Sjálfráða ein- staklingur bað um að fá nafnið Ljósálfur sam- þykkt. Ef um nafn á barni hefði verið að ræða hefðum við líklega haft sam- band við foreldr- ana og gengið úr skugga um að þau væru viss í sinni sök. Ef nöfn samræmast ís- lenskum réttritunar- og beygingareglum eru þau yfirleitt samþykkt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.