Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Regína
gjaldþrota
Kvikmyndafélagið
Regína hefur verið
tekið til gjaldþrota-
skipta og skiptafund-
ur auglýstur. Frá
þessu greinir í Lög-
birtingablaðinu. Fé-
lagið sem var stofnað
íkringumgerð
myndarinnar Regínu var
dótturfyrirtæki fslensku
kvikmyndasamsteypunnar
sem þegar hefur verið gerð
gjaldþrota. Margrét Ömólfs-
dóttir, annar handritshöf-
undur og tónlistarhöfundur
Regínu segir málið ekki
tengjast sér eða öðrum sem
unnu undir Kvikmyndafé-
laginu Regínu. Það sé alfarið
á ábyrgð Islensku kvik-
myndasamsteypunnar.
Ríkið hækkar
dagpeninga
Frá og með 1. júní tóku
gildi nýjar reglur um
greiðslur til ferðalaga ríkis-
starfsmanna sem ákvarð-
aðar voru af ferðakostan-
aðamefitd. Töluverð
hækkun hefur orðið í dag-
peninga- og gistiliðnum
fyrir ferðalög innanlands,
á meðan greiðsla fyrir
ekna kílómetra lækkar.
Ferðalög erlendis standa í
stað. Nú fá ríkisstarfs-
menn greiddar 16.500 kr
fyrir gistingu og fæði £ einn
sólarhring en fengu áður
13.100 kr. Ef eingöngu er
gist fást nú 10.800 kr en
7.500 kr fengust áður.
Akstursgjaldið sem greitt
er frá ríkinu lækkar úr 62
krónum í 60 krónur á kfló-
metrann.
Minnaféíað
fylgjast með
sjómönnum
„Stjómvöld veija
margfalt meira fé í
að fylgjast með störf-
um sjómanna en fer
í rannsóknir á brot-
um á samkeppnis-
málum allra fýrir-
tælq'a á íslandi. Þessi
forgangsröðun
stjómvalda er galin og segir
sína sögu um ástand mála,“
sagði Sigurjón Þórðarson
alþingismaður £ sjómanna-
dagsræðu sinni á Siglufirði.
Sigurður telur það öfugsnú-
ið að meiri fjánnunir em
lagðir f að fylgjast með störf-
um sjómanna en að rann-
saka stærstu efnahags- og
fikniefnabrot þjóðarinnar.
segir Ingvar Þór Óskarsson
sjómaöur frá Dalvlk,„Ég stunda
reyndar ekkert sjóinn I augna-
blikinu þvi ég er kominn í fæö-
ingar-
Landsíminn
varað m*m»~**‘*******
eignast mitt fyrsta barn, mynd-
arstúlku. Sjómannadagurinn
varsvo haldinn hátiðiegur hér
um helgina og heppnaðist vel.
Veðrið reyndist betra en spá var
og það hjálpaöi tífi Svo skelltu
þeir skemmtanaglöðustu sér á
sjómannadagsball á Ólafsfirði.
Ég lætþað nú eiga sig enda ný-
bakaöur fjölskyldufaðir."
Hnífakonan Stella Björk Guðjónsdóttir var dæmd til fimmtán mánaða fangelsisvist-
ar fyrir að stinga mann sinn, Kristmund Þorsteinsson, í nóvember. Þau hafa verið í
stormasömu sambandi í átta ár og segir Kristmundur þetta vera enn eitt áfallið.
Hann á erfitt með að sætta sig við að Stella sé tekin frá honum í þrjá mánuði.
Stella Björk Guðjónsdóttir er kona á fertugsaldri sem stakk
mann sinn Kristmund Þorsteinsson á síðasta ári. Hmfstungan
átti sér stað eftir mikið ölæði aðfaranótt 15. nóvember á síðasta
ári. Dómur yfir Stellu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur og hljóðaði
upp á fimmtán mánaða fangelsisvist. Þar af eru tólf skilorðs-
bundnir, svo að Stella þarf að sitja í fangelsi í þrjá mánuði. Krist-
mundur eiginmaður hennar er miður sín yfir dómnum.
„Guð minn almáttugur, ég er mjög
sleginn yfir þessu," segir Kristmundur,
eiginmaður Stellu Bjarkar Guðjóns-
dóttur. „Mér lfst alls ekki vel á þennan
dóm,“ segir hann og segir þetta enn
eitt áfall fyrir þau i lffinu.
DV hefur fjallaö um málið að und-
anfömu og hefur komið ff am að Krist-
mundur og Stella lifa nú i sátt og sam-
lyndi og hafa greftrað málin af sinni
hálfu.
Vonin var skilorð
Kristmundur segir þau hafa vonast
eftir mjög vægri refsingu. Sú virðist
ekki vera raunin eftir dóm Péturs Guð-
geirssonar héraðsdómara i gær. „Hún
hefði getað fengið þyngri dóm. Maður
veit aldrei hvemig fer með svona mál.
Við vonuðumst að sjálfsögðu eftir sldl-
orði eingöngu," segir hann og finnst
þeim ákæruvaldið vera að stía þeim í
sundur. „Við erum að melta dóminn
og áfallið sem honum fylgdi núna,"
bætir hann við og segist vart skilja
hvers vegna lífið þurfi að ganga svona.
Dómur Péturs þykir hins vegar
vægur miðað viö alvarlega hnífshmgu.
Hann útskýrði dóminn á þá leið að
Kristmundur hefði gert „verulega á
hlut“ Stellu áður en til hnífstungunnar
kom.
Hnífstunga á rúmstokknum
Atburðarásin er í stuttu máli sú að
Stella og Kristmundur sátu að snæð-
ingi inni í svefnherbergi sínu að
Kleppsvegi 66. Efdr heiftúðugt rifrildi
og barsmíðar stakk Stella eiginmann
sinn í bakið. Hnífurinn fór fimm senti-
metra inn í bak Kristmundar og þótti
það, samkvæmt dómsorðum, gleði-
efhi að Ómar nokkur samloka væri í
íbúðinni, því hann kynni skyndihjálp.
Ómar samloka brá á það ráð að setja
dömubindi á stungusárið, því það
væri bara smáskeina. Hann hafði
rangt fyrir sér því stungan olli því að
hægra lunga Kristmundar féll saman.
Hann hringdi sjálfur á sjúkrabfl eftir að
hafa yfirgefið íbúðina. Stuttu seinna
kom lögreglan og handtók Stellu.
Sævar Ciesielski hefur búið á
Kleppsvegi og verið nágranni Stellu og
Kristmundar. Hann varð vitni að árás-
inni: „Það hefur mikið gengið á hjá
þessu fólki. Hann vildi gera allt til að
hlífa konunni," sagði Sævar stuttu eft-
ir atburðina.
Áföllin dynja yfir
Að sögn Kristmundar hafa þau
verið án allra vúnuefna í þrjá mánuði
og ætía að halda því áfram. Lögmaður
Stellu, Jón Höskuldsson, staðfesti að
þau væru á réttri braut í lífinu og
hefðu snúið blaðinu við.
„Lögreglan er náttúrulega bara að
vinna sína vinnu en ég hef sagt lög-
reglunni hvemig málin standa hjá
okkur," segir Kristmundur og þykir
skrýtið að velgengni þeirra sé
hundsuð fyrir dómi. „Við erum edrú
og erum að byggja okkur upp fyrir
komandi tima. Þetta er náttúrulega al-
gjört sjokk,“ segir Kristmundur. Hann
segir erfitt að málið þurfi að skjóta
upp kollinum í dómsal Héraðsdóms
Reykjavfloir. „Vonandi hjálpar þetta
okkur samt enn frekar," segir Krist-
mundur. „Það koma áföll í lífnu en
maður verður að taka því eins og
maður. Ég mun reyna að lifa án Stellu
í þijá mánuði en það verður erfitt,"
segir hann.
Lfldegt er að Kristmundur sjái
Stellu fyrr en hann væntir, þar sem
flestir fá reynslulausn eftir tvo þriðju
vistarinnar að gefinni góðri hegðun.
gudmundur@dv.is
Gamla knattspyrnustjarnan George Best með glóðarauga á báðum
Barinn af ofsareiðri ástkonu
Hið 58 ára gamla, fyrrverandi
knattspyrnugoð hjá Manchester
United og landsliði Englands,
George Best, fékk heldur betur að
finna fyrir reiði ástkonu sinnar á
sunnudagskvöldið þegar hann kom
heim af Derby-veðreiðunum.
Þannig vildi til að Best, sem hefur
staðið sig vel í edrúmennskunni
upp á síðkastið, kom draugfullur
heim af veðreiðunum en Best hefur
lengi átt við áfengisvandmál að
stríða. Ástkonan, Ros Hollidge, tók
á móti knattspyrnugoðinu þegar
hann dröslaðist heim í áfengis-
vímu, með hnefana á lofti.
Ljóst þykir að reiði hennar hafi
verið töluverð því það stórsér á hin-
um aldna knattspyrnusnillingi og
ber hann þess merki svo ekki verð-
ur um villst. Best er nefnilega með
stórt glóðarauga á báðum augum
eftir átökin og því óvíst að hann hafi
borið hendur fyrir höfuð sér.
Best hefur ekki verið við eina
fjölina felldur í kvennamálum en
athygli vakti gifting hans og hinnar
tuttugu og ijögurra ára Alex, sem
hélt upp á fimmtugsafmælið með
kappanum fyrir stuttu, en þau
skildu fyrir viku. Ros Hollidge, sem
er þónokkuð eldri en Alex, er sú síð-
asta sem orðuð hefur verið við
kappann, en spurningin er hvort
það samband nái að þróast eftir at-
burði helgarinnar.
Drykkja Bests er þekkt um alla
Evrópu og lét hann eitt sinn hafa
eftir sér, þegar hann var spurður
hvert allir fjármunir hans hefðu
farið, að allir hans peningar hefðu
farið í flottar konur, flotta bíla og
brennivín, en restin í vitíeysu.
tj@dv.is