Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl2005
Fréttir DV
Súkkulaði-
pylsavann
Fyrsta súkkulaðipylsa,
sem vitað er um í heimin-
um, vann fyrstu verðlaun í
alþjóðlegri pylsusamkeppni
í Berlín um helgina. Hug-
myndasmiðurinn Jörg
Staroske sagði að hugmynd-
in um að gera pylsu með
súkkulaði hafi komið til
hans skyndilega eftir svefn-
lausa nótt, þegar hann
reyndi að fá hugmyndir fyrir
keppnina. Verðlaunapylsan
er ekki bara með súkkulaði-
bitum heldur líka appelsínu-
berki. Flestir helstu slátrarar
Þýskalands tóku þátt í
keppninni og lögðu pylsur í
dóm sérfræðinga.
Skipaðað
mæta í
afmæli
Borgarstjórinn í bæn-
um 9 de Julio í Argentínu,
fyrirskipaði að allir verka-
menn í bænum skyldu
mæta í afmælisveislu
hans. Bærinn er einn sá
fátækasti í landinu og sjö-
tíu prósent verkamanna
vinna fyrir bæinn. Verka-
mennimir eru óánægðir
með að vera skipað að
mæta og fyrir að þurfa að
borga sig inn f þokkabót.
Dregið var af launum
þeirra sem ekki gátu stað-
greitt aðgöngumiðann.
Móðir bæjarstjórans kom
honum til vamar: „Fólkið
elskar Huguito minn, það
vill samfagna honum á
afinælisdaginn, en við
verðum að safria pening-
um til að geta borgað fyrir
matinn og drykkinn."
Jacksoná
Michael Jackson
var fluttur á gjör-
gæsludeild á spítala í
fyrrakvöld. Hann
þjáist af bakmeiðsl-
um sem hafa hrjáð hann yfir
réttarhöldin yfir honum,
sem haldin em vegna ákæm
um kynferðisofbeldi gegn
þrettán ára krabbameins-
sjúklingi. Talsmaður
Jacksons segir meiðsli hans
alvarleg og ástandið ekki
batna út af álaginu sem
hann er undir. Hann þurfti
tvisvar að fara á spítala um
helgina. Söngvarinn fékk
vökva í æð því óttast var að
hann þjáðist af vökvaskorti.
Bóluefnivið
ebólu
Vísindamenn hafa
fundið bóluefni sem ver
apa fyrirebólu- og Mar-
burg-veirunum. Niður-
stöðumar gefa vísbending-
ar um að hægt sé að verja
menn fyrir veirunum.
Ebóla- og Marburg-veir-
umar valda miklum hita
og blæðingum og drepa
níu af hverjum tíu
semsýkjast. í Angóla hefur
Marburg-veiran valdið
skæðum faraldri og í
Kongó hafa fúndist ný til-
felli ebólu. Hingað til hafa
ekki verið til bóluefni við
þeim, en í nýju prófúnun-
um hefur ein sprauta nægt
til að hindra smit til apa.
Lúdmíla Pútína, eiginkona Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta segist aldrei ræða
vinnuna við hann. Hún segir að hann hrósi sér aldrei og að það hafi leitt til þess að
hun sé hætt að elda fyrir hann. Hún segir forsetann halda tvær gullnar reglur um
konur: Konan verður að gera allt á heimilinu og að það á aldrei að hrósa henni.
Pútín hrósar
eiginkonunni aldrei
Vladimir Pútín kemur seint heim á kvöldin og þá er rétti tíminn
til að bera fjölskyldumálin undir hann. Þetta segir eiginkona
hans, Lúdmfla, í viðtali við rússneska ríkisfréttastofu. Hún segir
hann kresinn á mat og neiti að borða það sem honum þykir
vont.
„Hann hrósar mér aldrei og það
hefur þýtt að ég er alveg hætt að
elda,“ segir Lúdmíla. „Það er mjög
erfitt að elda fyrir hann og hann
neitar að borða matinn ef honum
líkar hann ekki.“ Hún segir að Rúss-
landsforseti hafi alla þeirra sambúð
verið að leggja fyrir hana einhvers
konar próf. „Mér Kður alltaf eins og
hann sé að fylgjast með mér og at-
huga hvort ég hafi tekið réttar
ákvarðanir," segir hún. Pútín bann-
aði konu sinni að nota kreditkort þar
sem hann óttaðist að hún myndi
falla fyrir „vestrænum freistingum".
Gerði grín að strák á spítala
Pútín er þekktur fyrir svartan
húmor, að sögn eiginkonu hans.
Einu sinni sagði hann við strák sem
lá fótbrotinn á spítala eftir umferð-
arslys: „Þetta ætti að kenna þér að
brjóta ekki umferðarreglurnar.“
Lúdmíla nær ekki alltaf þessum
svarta húmor og kaldhæðni forset-
ans. „Ég hef einfaldan og vinalegan
húmor. Ég get ekki sagt að það eigi
við um alla fjölskyldumeðlimi," seg-
irhún.
Spyr hann aldrei um vinnuna
Lúdmíla lýsir því í viðtalinu
hvernig bóndi hennar sé þegar hann
kemur heim undir miðnætti á
hverju kvöldi, þá hlammar hann sér
í sófann og fær sér rússneska kefir-
jógúrt. Hún lýsir manninum, sem
hún kynntist þegar hann var stúdent
í Sankti Pétursborg en hún flug-
freyja, sem gangandi alfræðiorða-
bók. Hún spyr hann aldrei um vinn-
una frekar en hún gerði þegar hann
„Mér líður alltafeins
og hann sé að fylgjast
með mér og athuga
hvort ég hafi tekið
réttar ákvarðanir"
var í leyniþjónustunni, KGB. Þau
eiga tvær dætur, Kötyu, nítján ára og
Möshu, sem er tvítug. Lúdmíla er
stolt af dætnmum og segist oft
spjalla við þær langt fram á nótt.
Hún segist láta allt eftir þeim í sam-
bandi við áhugamál þeirra og
menntun.
Ekki hrifin af femínistum
Eiginkona Rússlandsforseta er
ekki hrifin af femínistum.
„Aggressífur femínismi er að mínu
mati kvenremba," segir hún. „Hann
kemur sér bara illa fyrir okkur kon-
ur. Mér h'ður alltaf illa þegar það ger-
ist á fundum eða samkomum, að
konur byrja skyndilega að segja nei-
kvæða hluti um karlmenn í þeirra
viðurvist." Hún er á móti róttækum
aðferðum sem hún telur aldrei við
hæfi. Hún lítur á sitt hlutverk sem
forsetafrú, að standa við hlið eigin-
mannsins og hugsa fyrst og fremst
um það hvernig hún varpi ekki
skugga á verk forsetans. Þegar hún
er spurð hvers hún óski honum til
handa segir hún: „Að hann verði
glaður maður."
Vladimir og Lúdmfla Pútín Lúdmlla
stendurþétt viö hliö eiginmannsins og virðir
regiur hans um konur sem eiga að vinna öll
heimilisverkin.
1 í '
Noregskóngur til starfa eftir aðgerð
Forstjóri sænsku lyfjastofnunarinnar
Sprækur kóngur veiðir lax
Haraldur Noregskon-
ungur er kominn á stjá á
ný eftir hjartaaðgerð. Hann
byrjaði í gær að vinna á ný
eftir veikindaleyfi. Harald-
ur fór í veiði um
helgina og landaði
níu kílóa þung-
um laxi. Harald-
ur lék á als oddi
þegar hann hitti
blaðamenn.
Hann sagði
brandara, hló
og gerði að
gamni sínu.
Kóngurinn
sýndi listir sín-
ar með veiði-
stöng og lýsti því
hvernig hann dró
níu kílóa lax á land
úr ánni á föstudagskvöldiö.
„Þetta var fínn lax en þetta var
ekki sá sem ég var að elta.
Draumurinn var að fá einn yfir
tuttugu kíló," sagði kóngur og
hló. Laxinn átti í fullu tré
við hann og dró hann út
í ána. Kóngurinn fékk
enga hjálp og tók lax-
inn inn einsamall.
„Þetta verður fínn
reyktur lax um jól-
in,“ sagði veiðistjóri
árinnar við norska
fjölmiðla.
Haraldur kóngur
Fór á stjá og veiddi
lax.
Missti vinnuna fyrir
að ráða klámstjörnu
Sextíu og fjögurra
ára gamall forstjóri
sænsku lyfjastofnun-
arinnar hefur sagt
upp starfi sínu eftir að
það komst upp að
hann hefði ráðið tæp-
lega þrituga danska
klámstjömu sem ráð-
gjafa. Stjaman hefur
verið í vinnu í rúmt ár
sem ráðgjafi og sér-
fræðingur í fíkniefnamisnotkun.
Klámstjarnan hefur leikið í mörgum
grófum klámmyndum og komið fram
bæði í Hustler og Playboy-karlablöð-
unum. Aðdáendur hennar hafa einnig
stofnað klúbb um hana. Talsmaður
lyfj astofnunarinnar segir að hún hafi
ekki verið ráðin sam-
kvæmt hefðbundn-
um leiðum og að for-
stjórinn hafi einn séð
um ráðninguna. Eng-
inn viti hvaða hæfnis-
skilyrði hún hafi upp-
fyllt fyrir starfið. „Við
viljum ekki gefa upp
hvemig við komumst að því
að hún væri klámstjama,"
sagði talsmaðurinn Karin
Ljuden við Expressen. Lögreglan
rannsakar einnig meint brot forstjór-
ans, sem lét lyíjastofnunina borga
ferðalög klámstjömunnar milli heim-
ilis hennar í Kaupmannahöfn og skrif-
stofttnnar í Uppsölum. Klámstjaman
danska reynir að halda í starfið.