Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Síða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ2005
Sport DV
Gull f Aþenu Manu
Ginobili var allt löllul
landsliði Argentlnu sem
tryggði sér gullverð-
launin á síðustu Ólym-
píuleikum. Reuters
Argentínumaðurinn
Manu Ginobili hjá San
Antonio hefur farið á
kostum í úrslitakeppni
NBA og er að skipa sér
sess sem einn besti leik-
maður deildarinnar.
Samherjar jafnt
sem
andstæðingar
Ginobilis í
deildinni
sammála
hann sé einstakur
leikmaður og algjör
lykilmaður í liði sínu
Leikstíll Ginobilis er um
margt mjög sérstakur og
hann ereinn afillviðráð-
anlegustu leikmönnum
deildarinnar sökum fjöl-
hæfni sinnar.
óútreiknanlegur
iHiKmanui
Lið San Antonio hefur verið eitt besta liðið í NBA á síðustu árum, en hefur oft verið sakað um að
leika tilþrifalítinn og leiðinlegan varnarbolta. Annað hefur svo sannarlega verið uppi á teningn-
um í úrslitakeppninni undanfarið, þar sem liðið tók öflugasta sóknarlið deildarinnar, Phoenix
Suns, í bakaríið með hröðum og skemmtilegum sóknarleik undir dyggri forystu Manus Ginobili.
Ginobili kom inn í NBA-deildina
sem nýliði árð 2002, eftir farsælan
leikferil í heimalandi sínu og á Ítalíu,
þar sem hann léfc, með Kinder Bol-
ogna. Með Bologna vann Ginobili
meistaratitil og var kosinn verðmæt-
astí leikmaðurinn í deildinni árið
Hann var valinn í annarri umferð
nýliðavalsins í NBA árið 1999 og var
næstsíðastí leikmaðurinn sem var
valinn það ár. Ginobili áttí engu að
síöur eftir að verða fljótur að láta að
sér kveða í NBA-deildinni eins og
annars staðar, en hann var lykilmaö-
ur á varamannabekknum hjá San
Antonio þegar liðið varð NBA-meist-
ari árið 2003 og ljóst var að sá
argentínski yrði ff amtíðarmaður í lið-
inu. ■
Sigurvegari
Það að vera í sigurliði er ekkert
nýtt fyrir Ginobití, því auk þess að
hafa verið sigursæll með liði Bol-
ogna á Ítalíu, fór hann fyrir liði
Argentínu á HM árið 2002, þegar
það varð í öðru sætí og bætti um
betur á Ólympíuleikunum í Aþenu
síðasta sumar og vann gullverðlaun-
in.
Eins og áður sagði hefur hann
einnig náð að landa NBA-meist-
aratittínum með San Antonio og
því er ljóst að hér er á ferðinni
sannur sigurvegaii. Kaldhæðni
örlaganna er sú að það var ein-
mitt Mike D’Antoni, sem nú er
aðalþjálfari Phoenix Suns, sem
uppgötvaði Ginobili í Evrópu á
j sínum tíma, en hann var þá að-
' stoðarmaður hjá San Antonio.
Það er ekki síst fyrir stórleik
Ginobilis sem San Antonio rúll-
aði tíði Phoenix upp í úrslita-
keppninni og því hlýtur D'Ant-
oni að hafa liðið nokkuð ein-
kennilega þegar hann sá Argent-
ínumanninn fara illa með tíð sitt,
leik eftir leik.
Góður liðsmaður
Leikstíll Ginobilis er um margt
mjög sérstakur og hann er einn af ill-
viðráðanlegustu leikmönnum deild-
arinnar sökum fjölhæfni sinnar.
Þessi örvhentí skotbakvörður er
ágætur skotmaður utan af velli, en er
hættulegastur þegar hann keyrir inn
í teig andstæðinganna af mikilli
áræðni og getur þar ýmist skorað
eða sótt villur.
Það sem gerir hann í raun hættu-
legastan sem leikmann er ótrúleg
hæfni til að spila uppi félaga sína ef
hann á sjálfur ekki möguleika á að
skora, því auk þess að vera hæfileik-
aríkur skorari, en hann sannur liðs-
maður sem hefur engan áhuga á töl-
ffæði sinni, heldur vill aðeins hjálpa
tíði sínu að vinna leiki.
Óútreiknanlegur
Til marks um það hve skæður
Ginobití er í sóknarleiknum, segja
félagar hans í San Antonio að þeir
skilji ósköp vel af hvetju andstæð-
ingar hans finni ekki svör við leik
hans, því þeir hafi þau ekki einu
sinni sjálfir.
„Manu er ótrúlegur leikmaður.
Maður veit aldrei hvað hann kemur
tíl með að gera í sóknarleiknum, því
hann getur keyrt inn í teiginn, skor-
að og sótt villur, fúndið félaga sína
eða þá refsað þér fyrir utan. Eg held
að það sem gerir hami að svona góð-
um leikmanni sé hvað hann er gjör-
samlega óútreiknanlegur," sagði
Tim Duncan, félagi hans hjá San
Antonio, sem hefur notíð góðs af
sköpunargleði Argentínumannsins.
Gerði þjálfarann gráhærðan
„Þegar ég sá Manu sptía fyrst,
vissi ég að þar væri á ferðinni mjög
sérstakur leikmaður," sagði MUce
D'Antoni þjálfari, sem hefur þurft að
horfa upp á hann skora 48 stig gegn
liði sínu í vetur og það sem verra er,
sjá hann slá lið sitt Phoenix gjörsam-
lega út af laginu í úrslitakeppninni.
„Iiann er fljótur, skynsamur og
úrræðagóður leikmaður, sem leikur
vel á úrslitastundu. Það er nokkuð
sem ekki er hægt að kenna.“
Gregg Popovich, þjálfari San Ant-
onio, er sagður hafa fengið flest gráu
hárin á höfðinu eftir að GinobUi hóf
að leika með liðinu, því hann á oft
erfitt með að horfa upp á sirkustíl-
þrif þess argentínska.
Popovich er mjög íhaldssamur
þjálfari ög er ekki mjög hrifinn af
leikmönnum sem tefla tæpt f leikj-
um, en erfitt er að gagnrýna Gin-
obUi fyrir tilþrifin sem hann sýnir
leik eftir leik, hafa orðið tíl þess að
hann er einn dáðasti leikmaður
liðsins.
Ótrúleg tilþrif
Ginobití hefúr verið frábær í úr-
slitakeppninni og eftir að hafa verð
settur á bekkinn í fyrstu umferðinni
gegn Denver tíl að breyta sóknarleUc
liðsins, var hann settur aftur í byrj-
unarliðið og hefur verið stórkostleg-
ur síðan.
TU að gefa hugmynd um tUþrifin
sem hann hefur sýnt í úrslitakeppn-
inni, áttí hann meðal annars send-
inguna á Tim Duncan sem tryggði
sigurinn í síðasta leiknum gegn
Seattle í imdanúrstítum Vestur-
defldarinnar, hittí þriggja stíga skotí
ff á miðju í fyrsta leiknum við Phoen-
ix og bættí við einu gráu hári á höfuð
þjálfara síns Greggs Popovich undir
lok amiars leiksins, þegar hann
keyrði inn í teig Phoenix, tók bolt-
ann aftur fyrir bak og skoraði með
ótrúlegu sirkus-sniðskotí. Þessi tíl-
þrif komu félaga hans Tony Parker
þó engan veginn á óvart.
„Þið hefðuö átt að sjá þegar hann
sparkaði boltanum ofan í ffá miðju,"
sagði Parker glottandi, „ÞAÐ var
flott."
baldur@dv.is