Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Qupperneq 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl2005 33 Óvæntur má heita skyndilegur uppgangur hrollvekjunnar í íslenskum bókmenntum. Katrín Jakobsdóttir er einn okkar helsti sérfræðingur í glæpasögum. Hún hefur engar áhyggjur af því að glæpasögunni stafi ógn af óhugnaðinum. King og Arnaldur Katrin telur Arnaldi og is- lensku glæpasögunni ekki stafa mikil ógn afóhugnað- inum sem sporgöngumenn meistarans Stephens King erunúaðritaióðaönn. Glæpasaga stendur af sár ohugna Leikhópur Sólheima. Leikstj Ása Hlín Svavarsdóttir. Aða, hlutverk: Erla Björk Sig- mundsdóttir. Tónhst: Magnus munds- son og fleiri. farið ansi góða leið við að ná fram sem mestri þátttöku sem flestra. Eins og gefur að skilja er hér ekki jafn leikur en engu að síður jafn innilegur allan tímann. Lagið sem hljómaði þegar Þumalína nánast tókst á loft var eftir Magnús Kjart- Þumalína dansar á Borgarleikhúsfjölum Sólheimar í Grímsnesi eiga 75 ára afmæli. í tilefni þessara merku tímamóta var sett upp heilmikil leiksýning sem frumsýnd var £ Borgarleikhúsinu á fimmtudag- kvöld. Stóri salurinn var fullskijtað- ur og nokkru af aukasætum komið fýrir til þess að ailur þessi áhuga- sami áhorfendahópur gæti Játið fara sem best um sig. Ása Hlín Svavarsdóttir hefur í vetur þjálfað stóran leikhóp sem réðist í að leika ævintýrið um hana Þumalfnu, sem var svo lítil og lá á laufblaði sem liðaðist niður eftir ánni og lenti í ýmsum ævintýrum. Hópurinn sem hér kom fram samanstendur af vistmönnum frá Sólheimum og nokkrum aðstoðar- mönnum. Hópurinn sem í eru tutt- ugu leikarar, var alltaf allur á svið- inu og þó það væru fjórir fiskar eða nokkrir fuglar sem tjáðu sig hverju Stemmingin var mjög góð. Það var eins og loksins væri kominn á friður í heiminum. sinni var þátttaka hópsins afls alltaf alger. Þumalína dansaði eins og þaulæfð ballerma, baðaði út höndum og teygði sig til himins. Það var Erla Björk Sigmundsdóttir sem sfó í gegn í þessu fallega hlutverki um þessa agnarlitlu stúlku sem vaknaði til lífs í ritsmiðju H.C And- erssens fýrir margt löngu. Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir ljáði Þumal- ínu rödd sína, en í hveiju atriði voru það raddir af bandi sem birtust með persónunum. Ása Hlín hefur hér ansson og það festist bara vel, því salurinn var enn sönglandi þegar upp var stað- ið. Kristján Hreinsson smíð- aði söngtexta af natni eins og hans er vandi og grímur og búningar voru í höndum Ólafs Más Guðmundssonar, ChristeEe Bimer, Sigríðar Sig- urðardóttur, Jóhönnu S. Sig- urvinssdóttur og aðstoðar- manna þeirra. Stemmningin var mjög góð. Það var eins og loksins væri kominn á friður í heim- inum. Það var hátíð á eftir þar sem boðið var upp á lakkrískonfekt og lífr ænt ræktaða tómata. Þetta var falleg kvöldstund og vonandi lær- dómsrík fýrir alla leikhúsgesti, en þeir voru af öllum þjóðfélagsstig- um. Sýningin um hana Þumalínu, sem er mjög skemmtileg fyrir krakka á öllum aldri, verður svo sýnd áffam í Sólheimum í Gríms- nesi næstu helgar. Tilvahnn sunnu- dagsbfltúr með góðu innihaldi. Til hamingju! Elísabet Brekkan „Mér finnst þetta ótrúlega góð þátttaka og alveg frábær. Svo hef ég heyrt að hugmyndin sé að hafa vísindaskáldsögur sem þema næst,“ segir Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur. „Glæsi- legt hjá Glæpafélaginu að opna þessar dyr sem augljóslega margir hafa viljað fara í gegnum." Á menningarhátíð Grand Rokks, sem haldin var um síðustu helgi við mikinn fögnuð, efndu þeir þar til smásagnakeppni. Þemað var hroll- vekjur og þátttakan fór ffarn úr björt- ustu vonum. Sjötíu og ein saga barst en það var hið íslenska glæpafélag sem hélt utan um keppnina. Kristinn BCristjánsson, foringi í Glæpafélag- inu, segir vinsældir hryllingsins vera að aukast, en Gunnar Theodór Egg- ertsson, 23 ára gamall, sigraði. í öðru sæti var svo Lýður Árnason læknir og sá í þriðja sætinu heitir Þorsteinn Mar Guimlaugsson. Munurinn á glæp og hryllingi Katrín útskýrir að munurinn á glæpasögu og hryllingssögu sé eink- um sá að hryllingssagan þurfi ekki að byggja á ráðgátu lflct og er í glæpa- stigupni. „Glæpasögur eru kannski ekki mjög hræðilegar. Maður er meinra spenntur að vita hver, hvað og hvernig? Hryllingssagan gengur út á að hræða fólk. Og þarf engin ráðgáta að koma til. Við þekkjum þetta úr hryllingsmyndum. Ein- hver óður maður fer um, drepur fólk og skiptir kannski minna máli hvers vegna hann gerir það. Við fylgjumst bara með óhugnaðin- um og spurningin snýst um hvort hið illa hefur yfirhöndina eða ekki. Maður er ekki mikið að spekúlera í aðferðarffæðinni eða hvað það er sem rekur morðingjann til sinna illu vefka,“ segir Katrín. Hún nefhir séjn dæmi sjón- varpsþættiria Losf.sem margir þekkja. Og Katrínu sýnist sem hrollvekjan sé að færast í þá átt að verða raunverulegri og þannig hafa breiðari skír- skotun. „Áður var þetta meira fyrir unglinga eða einhverja jaðarhópa. Það er að breyt- ast, eða ég velti því fyrir mér. Fólkið hverfur eitt af öðru í þetta skrýmsli. Og þetta er mjög vinsælt meðal al- mennings." Konur lesa glæpasögur - hverjir lesa hryllinginn? Óhætt er að tala um blómaskeið glæpasög- unnar hér á landi og Katrín telur í sjálfu sér engin merki þess að glæpnum stafi ógn af óhugnaðinum. Hann er kominn til að vera. „Já, það held ég. Við erum bara alltaf að skrifa meira og meira. Það bætist bara við. Ég er heldur ekki viss um að þetta sé sami lesenda- hópur. Konur sem lesa glæpa- Kristinn Kristjánsson Opnaði, ásamt félögum slnum I Glæpafélaginu, dyr sem margir vildi ganga i gegn um. 71 hróllvekja barst t smásagnakeppnina Leiklist sögur eru í meirihluta. Það væri gaman að vita hverjir eru að lesa hrollvekjur?" segir Katrín og kallar eftir könnun á lesendahópi. „Ég gæti nefnilega trúað að þetta sé ekki alveg sami lesendahópurinn. Glæpasagan er þannig að lesendum h'ður alltaf vel þegar þeir hafa að lesið glæpasögu. Morðinginn er kominn á bak við lás og slá og regla komin á í samfélaginu. Maður fær kannski ekki það sama út úr hryllingnum Fólk leitar eftir ólflcu í bókum." fr- Konur og glæpa- sögur Katrín hefur svo sem eng- ar sérstakar kenn- ingar uppi við spurningunni um hvað valdi því að konur séu meðal meirihluta í les- endahópi glæpa- sögunnar. „Þær lesa almennt meira en karlar. Og úti í heimi hafa kvenrithöf- undar einkum lagt fyr- ir sig þetta form. Reyndar er því öfugt far- ið hér þar sem karlarnir hafa eiginlega einokað sviðið. Það er bara Birgitta sem heldur því merki á lofti." Og meira að segja sá dularfulli höfundur sem stendur á bak við höf- undarnafnið Stella Blóm- kvist er talinn karlmaður. „Ég er eiginlega alveg Einhver óður maður fer um, drepurfólk og skiptir kannski minna máli hvers vegna hann gerir það. viss um það. Þegar ég les bækur hennar þá held ég að þetta sé karl. Eft kannski er ég bara fórnarlamb eigin eðhshýggju um karla og konur.“ Katrin Jakobsdóttir Segir að lesendum glæpasögunnar liði vel að loknum lestrkMorð- inginn kominn bak við Ids og slá og regla komin á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.