Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ2005 Fréttir DV Olísrán óupplýsf Rán sem framið var í Olís í Hamraborg þann 13. júní er enn óupplýst. Lög- reglan í Kópavogi fer með rannsókn málsins og segir hvorki af eða á um hvort einhverjir liggi undir grun vegna málsins, eða hvort nokkur hafi verið handtek- inn. Hún vill ekki gefa upp hvort nýjar upplýsingar séu fyrir hendi sem leitt geti til vísbendinga. Ránið lýsti sér þannig að maður labbaði inn á stöðina vopnaður skrúfjárni. Hann hrifsaði peninga úr peningakassa og hvarf sjónum sjónar- votta. Innbrotíbíl í Sandgerði Víkurfréttir greindu frá því að í kringum 17. júní hefði verið brodst inn í Pontiac Grand Am- bifreið í Sandgerði. Skemmdir metnar á um hálfa milljón voru unnar á bílnum og var búnaði uppá um 300 þúsund kró>. ^tclið úr bílnum. Meo. -nnars var tekinn skjár o, islaspilari ásam> .u hljóðkerfi bflsins sem var í veglegri kantinum. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu og þákkar allar upplýsingar sem gætu varpað skýrara ljósi á málið. Sjálfsvígum karla fækkar Sjálfsvíg karla yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming á árunum 2002-2004 borið saman við árin 1999-2001. Að meðal- tah voru 13,8 sjálfsvíg á hverja hundrað þúsund íbúa í þessum aldurshópi á síðustu þremur árum. Þau voru hins vegar að meðal- tali 29,6 á fyrra tímabilinu. Ekki hefur verið sambæri- leg þróun í tíðni sjálfsvíga hjá konum, en hún hefur haldist nánast óbreytt síð- ustu áratugi og er mun lægri en hjá körlum. Lögfræðingurinn Einar Páll Tamimi er ekki vinsælasti maðurinn í Brúnási í Garðabæ. Tilvonandi nágrannar hans hafa farið i mál og vilja að hús hans verði rifið. Hatrammar nágrannadeilur hafa blossað upp í þessu friðsæla hverfi og mætast nú stálin stinn. Nágrannar lögfræðings vilia hann burt „Við ætluðum að byggja garðskála og setja heitan pott þarna en það er ekki hægt lengur því sólin sést ekki þarna fyrr en upp úr hádegi," ið hafi verið leyft. f raun má segja að bæjaryfirvöld skammist sín fyrir þetta mál,“ segir Bjöm Rún- ar, en hann hefur verið í forsvari fyrir þá sem standa í málaferlum við Einar. Björn segir bæjaryfirvöld hafa rangtúlkað deiliskipulagið varð- andi leyfðan nýtingarrétt á lóð- um. „Nýtingarhlutfallið var vissu- lega hækkað en það á bara ekki við í þessu tilfelli, þetta hús upp- fyllir ekki þau skilyrði sem til þarf," segir Björn sem er einnig ósáttur við malarpúðann og segir hann hafa skemmt töluvert af gróðri í sínum garði. Ótrúleg heift ÖIl spjót beinast því að Einari Páli Tamimi, nýskipuðum lögfræð- ingi íslandsbanka, sem stendur nú sjálfur í málaferlum. „Mér finnst ótrúleg heift í mál- inu. Ég bý í borg og reikna með að fólk búi í kringum mig,“ segir Einar og furðar sig á að málið hafi aldrei verið rætt við hann persónulega. „Enginn hefur haft samband við mig. Þetta mál hefur bara farið í gegnum embættismenn og því eru samskiptin stirð.“ Kjartan@dv.is Hús Einars PálsTamimi Hér sést hvernig mölin renn- urígarð nágranna hans. „Hús Einars Páls varpar töluverðum skugga á mitt hús og hefur það dregið stórlega úr verðmæti eignar minnar,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, tilvonandi nágranni Einars Páls Tamimi lög- fræðings. fbúar í grennd við hús Einars eru æfir vegna fram- kvæmda á lóð hans sem þeir segja ólöglegar. „Við ætluðum að byggja garð- skála og setja heitan pott þarna en það er ekki hægt lengur því sólin sést ekki þarna fyrr en upp úr há- degi,“ segir Björn R'nar og ítrekar að skuggavarpið af húsi Einars hafi hindrað framkvæmdir á lóð sinni. Nágrannar Einars Páls Tamimi fara fram á að húsið verði rifið en því er lögffæðingurinn ekki sammála. Hann hefur einnig stuðn- ing Guðjóns Friðrikssonar, bæjarrit- ara í Garðabæ, sem segir of mikil verðmæti vera falin í húsinu til þess að það sé hægt. Grjót í beði nágranna Blaðamaður DV gerði sér ferð í Garðabæ og ræddi við tilvonandi nágranna Einars Páls. Flestir voru sam- mála um að þarna væri Einar að sýna samborg- urum sínum óvirðingu og vönduðu honum ekki kveðjurnar. Eittafþvísemferí taugarnar á nágrönn- unum er svokallaður malarpúði við húsið sem er gerður til að hækka það upp. Súsanna H. Davíðsdótt- ir er ein þeirra sem stendur í málaferlum við Einar ásamt eiginmanni sínum Skafta Gunn- ars- sym Einar Páll Tamimi lögfræðingur Skilur ekki heift nágranna sinna. „Púðinn er í fyrsta lagi ekki lög- legur, þar sem hann hallar of mikið, forsenda þess að Einar Páll fengi að nota púðann var samþykki okkar, sem aldrei fékkst. Einnig erum við orðin þreytt á því að mölin rennur inn í beðið okkar og er bara látin liggja þar. Einar Páll hefur einu sinni látið taka grjót úr garðinum okkar sem er bara alls ekki nóg,“ segir Skafti. Bæjaryfirvöld skammast sín Annar nágranni, Björn Rúnar Lúðvíksson, segir að bæjaryfirvöld skammist sín fyrir að hafa gefið Ein- ari grænt ljós á þessa byggingu. „Meira að segja bæjarstjórinn hefur furðað sig á þessari byggingu og aðalhönnuður svæðisins skilur hvorki upp né niður í því að hús- Rannsókn á barnaklámhring hæggeng Sjö barnaklámstölvur eftir „Við erum rétt að byrja á þessu og því er ekkert hægt að staðfesta ennþá,“ segir Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn hjá Lögregl- unni í Reykjavfk um rann- sókn á máli manns sem tal- inn er tilheyra alþjóðlegum barnaklámhring. Lögreglan í Reykjavík tók þátt í átaki Evrópulögreglunnar, Europol, gegn þessum alþjóðlega barnaklámhring, en alls náði að- gerðin til þrettán landa. Einn maður var handtekinn hér á landi Hvað liggur á? að morgni 14. júní, en honum var sleppt eftir yf- irheyrslur. A heimili mannsins fundust átta tölvur, geisladiskar og mynd- bönd sem lögreglan lagði hald á. „Við erum búnir að fara yfir eina tölvu sem vinur mannsins átti en var fyrir tilviljun heima hjá honum. Það var ekkert á henni,“ segir Hörður. Eftir standa þó sjö aðrar tölvur sem fundust á heimili mannsins auk myndbanda geisladiska. Grfðarlegt magn Lögreglan lagöi hald á átta tölvur. og „Mér liggur á aö koma kvöldþættinum í loftið á nýrri sjónvarpsstöð,'1 segir Guðmundur Steingrimsson þáttarstjórnandi á nýrri sjónvarpsstöö sem ber nafnið Sirkus.„Ég er mjög tímabundinn og má engan tfma missa. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hverjir verða hjá mér í settinu á föstudagskvöld en ég get lofað að það verða súperstjörnur. Núna er ég á leiðinni í æfingarennsli, sem tekur u.þ.b. klukkutíma. Svo þarfég að kaupa mér föt fyrir þáttinn." Þorsteinn McKinstry grunaður um undanskot Leitað hjá sonum leikskólaforstjóra Mál Þorsteins Mc- Kinstry, forstjóra gjald- þrota einkarekinna leik- skóla, gegn tveimur sonum hans var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Um er að ræða riftunarmál þrotabúa. Þorsteinn, for- stjóri Leikskóla fyrir alla sem rak Korpukot og Fossakot, var dæmdur til greiðslu 55 milljón króna í sektir í nóvember síðast- liðnum fyrir að halda eftir sköttum af launum starfsfólks. At- hygli vakti á þeim tíma að hann keyrði um á tæplega 10 milljón króna Porsche-bifreið. Aðspurður sagðist Þorsteinn sjálfur ekki vera að Þorsteinn McKinstry Skuldaði tugi milljóna í launatengd gjöld af starfsfólki slnu en átti á samatfma lObíla. sækja að sonum sínum fyrir dómi. Það væri skiptaráðandi. Ástæða málaferlanna er að einhverjar eignir Þorsteins eru taldar hafa verið skráðar á tvo syni hans, 19 og 23 ára. Kannað er hvort Þor- steinn hafi skotið undan eignum. Þorsteinn segist vona að allt fari vel og hægt sé að ljúka málunum gegn honum eftir að í ljós kom í janúar í fyrra að 150 milljónir króna hvfldu á einkareknum leikskóla hans í Graf- arvogi og að hann hafði ekki greitt launatengd gjöld af starfsfólki sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.