Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDAGUR 23. JÚNl2005 Fréttir DV Jóna Hlín Guðjónsdóttir gekkst undir offituaðgerð fyrir þremur árum. Hún hefur lést um 85 kg síðan þá og segir líf sitt hafa breyst mikið eftir að aukakílóin fengu að fjúka eftir aðgerðina og með breyttum lifnaðarháttum. Loksins laus Jóna Hlín var 160 kg þegar hún var þyngst, en nú þremur árum síðar er hún 75-80 kg. Hún segir offituaðgerðina, sem hún fdr í fyrir þremur árum hafa gefið sér nýtt líf. í kjölfar aðgerðarinnar náði Jóna af sér 20 kílóum á mjög skömmum tíma og er nú 80 kilóum léttari en hún var í upphafi. Fjöldi fólks er á biðlista eftir offituaðgerðum, en offita er vaxandi vandamál að sögn Ludvigs Guð- mundssonar læknis á Reykjalundi. fólki sem vill grenna sig sem flest hefur prófað mörg önnur úrræði. Sumir af þeim sem eru í offituhóp- um á Reykjalundi fara í aðgerð sem minnkar magamál. „Ég beið í níu mánuði eftir að komast í aðgerðina, en fyrir þann tíma hafði ég prófað fjöldann ailan af kúrum. Mest náði Jóna að létta sig um 20 kíló í átaki hjá Gauja hda. Jóna Hlín fór í aðgerðina fyr- ir þremur árum eftir að hafa barist við offim frá sjö ára aldri. Jóna var 160 kfló þegar hún var þyngst. Jóna var í ;'c: N * : I *sa^. fyrsta „Reykja- Fyrir og eftir Eins og sjá má á þessum myndum hefur útlit Jónu Hllnar gjör- breyst eftir aðgeröina. Stórkostlegur árangur Eftir 5 vikna prógramm á Reykja- lundi hafði Jóna lést um sjö kfló. Þá tók við tveggja vikna bið eftir að- gerðinni. Aðeins einum mánuði eft- ir aðgerðina hafði Jóna lést um tutt- ugu kfló. „Ég missti nánast alla mat- arlyst í tvo til þrjá mánuði eftir að- gerðina og þurfti að minna mig á að borða, full matarlyst kom síðan ekki fyrr en ári eftir aðgerð." f dag segist Jóna borða skynsamlega og þakkar hún aðgerðinni sem hún fór í að matarlystin er minni og ekki síður breyttu viðhorfi til matar. Ein af þeim heppnu Jóna segist þekkja fullt af fólki sem hefúr farið í svona aðgerð og segir það frekar vilja þola auka- verkanir sem aðgerðinni kunna að fylgja en aukakílóin. Helstu auka- verkanir eftir offituaðgerðir geta ver- DV leitar að fólki DV leitar að sjúklingum sem eru á biðlista eftir aðgerðum eða lyfjum. Hafðu samband i sima 550 5090 eða sendu póst á ritstjorn@dv.is „Þessi aðgerð breytti lífi mínu og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa lagtþetta ámig" ið ákveðið fæðuóþol, Jóna segist t.d þekkja fólk sem getur ekki borðað pasta eða drukkið mjólk. Sjálf segist hún eiga erfitt með að borða reyktan mat síðan hún fór í aðgerð- ina. „Ég er ein af þessum heppnu þar sem aðgerðin heppnaðist mjög vel. Strax eftir aðgerðina fékk ég leiðsögn næringarfræðinga sem kenndu mér að borða upp á nýtt." 2VI halda mér við efnið Þegar Jóna fór að sjá ár- angur breyttist hugarfar hennar til mat- ar og hún fór að borða hollari fæðu. „Ég er ekki mjög dugleg að hreyfa mig, en reyni að halda mér við efnið til að halda aukakílóunum í skeíjum." Eins og margir sem hafa átt við offituvandamál að stríða hef- ur Jóna kynnt sér tölfræði varðandi árangur af megrunum og segir að aðeins um 3% sem fari í megrun nái að halda sér í kjörþyngd. Var þess virði Jóna segist hafa fundið fyrir nokkrum fordómum í sinn garð á meðan hún var hvað þyngst. Þeir birtust m.a í augngotum og hún fékk að heyra athugasemdir eins og „djöfuil ertu feit" frá ókunnugu fólki. Þá gáfu nokkrir sjúkra- þjálfarar á Reykja- lundi í skyn að svona aðgerðir væru óþarfar. „Þessi aðgerð ChctSös breytti lífi mínu og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa lagt þetta á mig. Það var þess virði," sagði Jóna Hlín. hugrun@dv.is Áhættusöm aðgerð Ludvig Guðmundsson, læknir á Reykjalundi, sem ennfremur er yfirum- sjónarmaður offituteymis á staðnum, segir einstaklingsbundið hve lengi fólk þurfi að bíða eftir offituaðgerð. Nú er um 10 mánaða bið eftir við- tali á göngudeild. Að sögn Ludvigs fylgir offituaðgerðunum ákveðin áhætta. „Aðgérð fylgir alltaf áhætta og hún verður meiri ef fólk er mikið yfir kjörþyngd." Hér má t.d. nefna aukna áhættu á blóðtappa, að lungun falli saman, ásamt aukinni sýkingarhættu. Að aðgerð lokinni er ákveðin hætta á magabólgum og magasári ásamt leka á skurðsamskeytunum. Þá getur blætt inn í kviðarholið. Ludvig segir að algengt sé að hungurtil- finning minnki eftir aðgerð, en hún komi aftur með tímanum. Sjúklingar sem fara í offituaðgerð þurfa að liggja á sjúkrahúsi í 3-4 daga. Fjöldi sjúklinga sem þjást af offitu hefur aukist mikið á undanförnum árum. 75% úr meðferðarhópum fara í aðgerð Áður en fólk byrjar í meðferðar- hópum við offitu er æúast til að það hefji undirbúningsvinnu heima. Það fær ráðleggingar og stuðning á göngudeild. Þeir sem ná tilskyldum árangri komast á forgangslista fyrir meðferðarhópa. Tíminn getur verið breytilegur eft- ir þeim árangri sem fólk nær. Að lokinni meðferð á Reykjalundi fara þeir sem það velja í aðgerð eða alls 3/4 af þeim sem offtumeðferðina sækja. Til að komast að í aðgerð þarf fólk að vera 80% yfir kjör- þyngd við upphaf meðferðar (þyngdarstuðull 45 eða meira). Hafi menn alvarlega fylgikvilla offitu, eins og sykursýki, hjarta-eða æðasjúkdóma, kæfisvefn eða slit- gigt, er miðað við 60% yfir kjör- þyngd (þyngdarstuðull 40 eða meira). Tvenns konar hópar eru nú í gangi á Reykjalundi, annars vegar á dagdeild þar sem eru 8 manns á hverjum tíma, en hins vegar inn- lagnardeild sem er fýrst og fremst æúuð fólki utan af landi, en þar eru 5 inniliggjandi á hverjum tíma. Sjálf meðferðarvinnan felst í breyt- ingu á lífsháttum (næring og hreyf- ing). Ludvig Guðmundsson, yfir- læknir á Reykjalundi, hefur fýlgst með holdafari sjúklinga á Reykja- lundi frá árinu 1994. Það ár mæld- ust 26% með þyngdarstuðul yfir 30 (sem er viðmið þess að greinast með offitusjúkdóm). Nú er þessi tala 48%. Út frá þessu má sjá að offita er greinilega aukið vandamál hjá landanum og um leið aukin áhætta á ýmsum öðrum kvillum. Ludvig Guðmundsson læknir og umsjónarmað- ur offituteymis á Reykia- lundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.