Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Side 23
DV Lífið FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ2005 23 Jónsmessuhátíðin er mikil náttúru- hátið og má segja að landið lifni við á þessum tíma. Harpa Arnar- dóttir, leikari og náttúrubarn, á r ^ *" jfr'- fáttúrubarnid faqnar Jóns- Harpa Hefur ekki enn velt sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Hún hefurþó velt sér upp úr Móðurjörð. messunm Jðnsmessuhátíðin á rætur sínar að rekja til sólhvarfahátíða for- feðranna. í kaþólskum sið var þessi tími helgaður Jóhannesi skírara og er 24. júní er afmælisdagur hans. Jónmessan er eiginleg hátíð nátt- úruaflanna í íslenskri þjóðtrú. Kýr fá mál þessa einu nótt, selir fara úr ham sínum, álfar fara á stjá og jurtir fá lækningamátt. DV ræddi við eitt helsta náttúrubarn íslands, Hörpu Arnardóttur, um minningar og skoðanir hennar á þessari hátíð. „Ég hef reyndar ekki ennþá velt mér upp úr dögginni á Jónsmessu. En ég hef náttúrlega velt mér um Móður jörð á góðum degi,“ segir Harpa og hlær dátt. „Svo hef ég nátt- úrlega verið að synda í fjallavötnum. Þegar ég er uppi á hálendi reyni ég ailtaf að henda mér út í vatn eða læk og sameinast lífsvatninu." Harpa ædar að fagna sólstöðum sumarsins í góðum félagsskap vina og kunningja. „Ég er að fara á sól- stöðufagnað í kvöld. Ég verð í góðra vina hópi. Ég veit ekki alveg hvað verður gert. Ég býst við að þetta verði eitthvað óvænt. Mér finnst þetta óskaplega dásamlegur tími. Það er náttúrulega fuilt tungl og mikill fagnaður hjá náttúrunni. Mér finnst þetta alltaf mikil hátíðar- stund. Þetta er hátíð ljóssins o: landið er í blóma og miídl birta, þessum tíma reyni ég bara að vaka ogveratil." í gegnum tíðina hefur Harpa haldið upp á þennan tíma með ýms- um hætti „Ég á miklar minningar ff á þessum árstíma sem sólin sest ekki. Ég sé bara fyrir mér djúpblá fjöll og eldrauðan himinn og öll þessi lit- brigði. í minni fjölskyldu er alltaf haldin Jónsmessuhátíð uppi í sveit. Þá borðum við saman, kveikjum bál og syngjum saman. Það er haldið í kringum Jónsmessuna. Þetta er fyrir ofan Mosfellssveitina og við kveikj- um bál við læk þar og borðum og syngjum og njótum okkar.“ Harpa segist einnig ætla að stefna út í náttúruna og endurvekja tengslin við lífsandann. „Það stend- ur til hjá mér að ganga á Heklu með Ferðafélaginu. Þá er gengið um nóttina og komið í bæinn um morg- uninn. Svona næturganga. Ég gekk síðast á Heklu þegar ég var 12 ára og á dásamlegar minningar af því að grilla pulsur á toppnum. Að grafa pulsur ofan í gíginn og ég man að mér fannst þetta mikið undar að þær skildu soðna. Þannig að ég vona að komist í þessa ferð." toti@dv.is í kvöld er Jónsmessa sem upphaflega var kennd við Jóhannes skírara. Kýr munu tala í kvöld, selir munu fara úr hömum sínum og brennur verða víða um landið til þess að fæla burt illa anda sem verða á sveimi í nótt. DV kannaði nokkrar Jónsmessuhátíðir sem boðið er upp á. Galdrar 1. Viðey Jónsmessuhátíð verður í Viðey á sunnudaginn. Hún hefst með guð- spjalli í Viðeyjarkirkju kl. 14. Að lok- inni guðsþjónustu verður kaffisala í félagsheimili Viðeyinga í gamla vatnstankinum á Sundbakka. Ef veður leyfir verður kveikt í risavöxn- um bálkesti við sjávarbakkann. 2. Hellisgerði í Hellisgerði verður krökkt af álf- um og öðrum vættum í kvöld. Jón- messudagskráin hefst kl 10 og tekur Sigurbjörg Karlsdóttir, sagnakona, á móti leikskólabörnum og fræðir þau um álfa og dulúð Helhsgerðis. Dag- skrá kvöldsins hefst kl. 20 þar sem Benedikt búálfur skemmtir börnum. Mikið verður um tónlistaruppákom- um fram eftir kvöldi og leiðir Hol- lenska reggí-hljómsveitin Five4Vibe mannskapinn inn í nóttina. Nánari upplýsingar veitir Marín Hrafns- dóttir í síma 664 5776. 3. Eyrarbakki Jónsmessuhátið verður haldin í sjötta sinn á laugardaginn kemur. Á dagskránni yfir daginn er m.a. að finna mikið af myndlista- og ljós- myndasýningum og uppákomum. Um kvöldið kl. 22 verður kveikt í Jónsmessubrennu vestan við bryggjuna og stiginn verður trylltur dans eins og Eyrbekkingum er ein- um lagið. Nánari upplýsingar veitir Magnús Karel Hannesson f síma 483 1443 og vinnusíma 515 4900. 4. Seltjarnarnes í kvöld verður farin Jónsmessu- ganga kl 20.30 og lýkur um 22.30. Gangan hefst á Valhúsahæð við út- sýnisskífuna þar sem Þór Whitehead segir frá hernaðarviðbúnaði á Sel- og óhreinar vættir í nótt tjarnarnesi á stríðsárunum. Gengið finna útilaug. Lagt verður af stað frá verður af stað og skoðaðar stríðs- Suðurgötu 3 í Reykjavík kl. 21.30. minjar á hæðinni. Því næst verður Þau sem vilja baða sig taki með sér gengið niður að dæluhúsi Hitaveitu baðföt. Nánari upplýsingar á Seltjarnarness. Þar fá göngumenn www.vinstri.is hressingu og loks verður kveikt í bál- kesti í fjörunni við Seltjörn. Að sjálf- 7. Fimmvörðuháls sögðu verður gripið í nikkunna og Útivist stendur fyrir Jónsmessu- söngelskir göngumenn leiða íjöru- göngu helgina 25. - 26. júní. Farið söng. verður á Fimmvörðuháls og gist í tvær nætur í tjaldi og skálum. Farið 5, Fjölskyldu- og húsdýra- verður kl. 20 frá BSÍ. Nánari garourinn, Reykjavík upplýsingar er að finna á Ókeypis verður inn í Fjölskyldu- www.utivist.is og húsdýragarðinn í kvöld. Kyngi- mögnuð dagskrá verður á milli 23 og til 1 eftir miðnætti. Því miður eiga þeir sem heyra kýrnar í Húsdýra- garðinum tala til að sturlast og verður því til boða sérstakt afsturlunarte i fyrir þá sem þurfa á því að halda. - . Brenna verður haldin í Þjófadölum. Englar og djöflar í umsjón Götuleik- hússins verða á sveimi ásamt öðrum furðu- verum. Hljóm- sveitin Liama mun halda uppi stemn- ingu í Vísindaveröldinni. 6. Heliisheiði Hvað er betra á Jónsmessunótt en að baða sig undir berum himni í guðsgrænni náttúrunni? Eflaust eitthvað, en ekki margt. Því ætla ung vinstri-græn að ganga að Klambragili á Hellisheiði á Jóns- messunótt, en þar er einmitt að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.