Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ2005
Menning DV
Þorgerður Katrín vill skála í Feneyjum
Líkt og greint var írá hér á opnunni á þriðjudag hefur
menntamálaráðherra lýst því yfir að þetta sumarið verði það
síðasta sem gamli Finnlandsskálinn eftir Alvaro Aalto hýsi
framlag íslands tii tvíæringsins í Feneyjum. Þetta var staðfest
með frekari ff étt í Morgunblaðinu í gær, þar sem Guðmundur
Ámason ráðuneytisstjóri sagði vilja ráðherra að reist verði
nýtt hús undir íslenska myndlistarmenn þar í borg, en við-
ræður standi yfir við yfirvöld um lausn á húsnæðisskorti
landa okkar annað hvert ár í Feneyjum. Segir Guðmundur
koma til greina að fengin verði aðstaða í Asenalinum eða ný
lóð í Görðunum.
Samkvæmt fréttum Arts International, mánaðarrits um
listaheiminn, í síðustu viku munu íslendingar vera í viðræð-
um við Finna um samstarf í Feneyjum en þjóðirnar munu
hyggja á Listastefhuna í Miami nú í haust.
Ráðherrann
vill byggja (
Görðunum
Q
Oktett Ragnheiðar
Gröndal spilar á
Græna hattinum á
fyrsta Heita
fimmtudegi
sumarsins
Djass á
Akureyri
Akureyringar halda upp á
sumarið með röð listviðburða af
ýmsu tagi. Þar stendur nú yfir
leiklistarhátíð og annað kvöld
hefst á Græna hattinum röð
djasstónleika.
Það er áttæringur Ragnheiðar
Gröndal sem fyrstur rær á miðin
og situr hin glæsilega, unga og
vinsæla söngkona í stafni. Oktett
hennar er fjölmennasta hljóm-
sveit sem leikið hefur á Heitum
fimmtudegi á Listasumri til
þessa.
Ragnheiður sagðist hafa stað-
ið fyrir þessu bandi frá því um
áramót, en bróðir hennar Hauk-
ur væri aðal-
maðurinn.
„Hann er
stóri
bróðir
minn,“
sagði
hún
hreyk-
in. Þau
komu
fram á
djasshátíð-
inni í Vest-
Brosandi formaður í
átta manna svelt:
Ragnheiður Gröndal
mannaeyj-
um og spila seinna í sumar í
Garðabæ og í Fossatúni í Borgar-
firðinum hjá Steinari Berg og frú
hans sem þar hafa reist ferða-
mannaskjól. Bandið spilar tvö
sett og síðan aukalög svo þetta
eru nær tveir tímar sem þau hafa
æft upp. „Við erum að kynna
óþekktari standarda og svo er
svolítill blús með,“ sagði Ragn-
heiður brosmild að vanda.
Þessir tónleikar heíjast á
Hattinum ld. 21.30 en aðrir
djasstónleikar á dagskrá Lista-
sumars fara fram í Grófargili, í
Deiglunni eða Ketilhúsi. A tón-
leikunum á morgun leikur Oktett
Ragnheiðar Gröndal sígildar
djassperiur og blús í nýjum út-
setningum eftir Hauk Gröndal,
bróður söngkonunnar. Hann
leikur á altósaxófón og klarínett,
Eyjólfur Þorleifsson á tenórsaxó-
fón, Ólafur Jónsson á tenórsaxó-
fón, Sigurður Flosason á
barítonsaxófón og þverflautu og
ÁsgeirÁsgeirsson á gítar. Á
kontrabassa leikur hinn
kanadíski Graig Earle og Svíinn
Erik Qvick leiktu á trommur.
Skipshöfnin ætlar að sigla
víðar: í júlíbyrjun koma þau
fram á hinni víðþekktu djasshá-
tíð í Kaupmannahöfn auk þess
að leika á nokkrum vel völdum
stöðum á íslandi og einnig er
áætíað að gera upptökur af efn-
inu í sumar með útgáfu í huga.
Lifsspursmál fyrir bókaútgefendur að fá styrki til að gefa út þýddar fagurbókmennt-
ir, segir formaður félags bókaútgefanda, en Þýðingarsjóður hefur úthlutað í ár.
Snæbjörn Arngrfmsson:
Formaður útgefanda segir
Þýðingarsjóðinn og við-
gang hans lífsspursmál fyr-
ir útgefendur þýddra fagur-
bókmennta.
I Cornelia Funke:
áfram heldur bálki
hennar frá Feneyjum
Hin vinsæla
Allende skrifar
um Zorro.
K T -1. SBHIk Bfl ■mm | Susan Sontag: |
"s % , ^ f; JÁ Varðandi þján- f ingarannarra verðurþýdd. [f
Þýðingarsjóður hefur lokið út-
hlutimum þetta árið og fara tólf og
hálf milljón af almannafé til að
styrkja bókaútgefendur til þýðinga á
bókmennta- og fræðiritum.
Stærsti styrkþeginn er bókaútgáf-
an Bjartur, en almenningur styrkir
útgáfri tíu bóka fyrir böm og full-
orðna sem forlag Harry Potters og Da
Vinci lykilsins gefur út á næstu miss-
erum. Nemur styrkurinn rúmum
tveimur milljónum.
Á lista Bjarts em þýðingar á sög-
um fyrir böm á borð við nýja sögu af
Molh', Blekhjartað eftir verðlaunahöf-
undinn Comeliu Funke og framhald
sagnabálksins um ljóndrenginn. Þá
sækja þeir og fá styrki til að vinna
þýðingar á skáldsögum eftir
Murakami, Kirino, Kurkow og
Cercas. Allt em þetta mætir höfundar
og ánægjulegt að bækur þeirra skuli
þýddar.
Bókmenntastofnun Háskólans er
styrkt um rúma milljón til að gefa út
fræðitexta, þar á meðal ritgerðasöfn
eftir Baktín hinn rússneska og
Foucoult sem lengi hefur verið goð á
Melunum.
Hólaútgáfa nyrðra hyggst láta
þýða hið mikla verk Antony Beevor
um fall Berlínar í stríðslok, en hann er
rómaður fyrir stórvirki sín, bæði um
Berlín og ekki síður Stalíngrað. Þeir fá
líka styrk til þýðingar á nýrri sögu
eftir Philip Roth, Plottinu gegn Amer-
íku.
Salka hyggst láta þýða söguna af
frú Dalloway eftir Virginíu Woolf og
Skjaldborg söguna af Borgarstjóran-
um í Castbridge eftir Tómas gamla
Hardy.
Edda fer næst Bjartí í styrkjum:
Isabella Allende, Lars Saaby Christi-
ansen, Marques, Mankell og Jakob-
sen bíða þýðingar við Suðurlands-
brautina. Hið íslenska bókmenntafé-
lag lætur vinna Kuhn, Popper, Sartre
og Sontag.
Jóhann Páll ætíar að láta þýða
söguna um Frankenstein og svo er að
vænta enn eins rómanans eftir Pál
Cuoelo, aukýmislegs annars svo sem
Flugdrekahlauparans eftir afganska
skáldið Khaled Housseini.
Alls var sótt um styrki til 99 verk-
efria og vom umsækjendur 33.
Styrkimir em hlaupandi frá 100 upp í
400 þúsund krónur.
Formaður Félags bókaútgefanda,
Snæbjöm Amgrímsson í Bjarti, segir
algert lífsspursmál að hafa aðgang að
þessum sjóði til útgáfú á þýddum
fagurbókmenntum. Þær seljist ekki
nóg til að standa undir kosmaði og
almenningi sé nauðsynlegt að hafa
aðgang að nýjum og gömlum verk-
um í íslenskum þýðingum. „Við þurf-
um þennan sjóð," segir Bjartsbónd-
inn. Hann hefúr líka sótt í þýðingar-
sjóði Evrópusambandisns en segir
það flóknara mál og mikla skrif-
finnsku og ekki sé vitað hvort þar
verði framhald á. Snæbjöm giskar á
að þýðingarlaun fyrir skáldverk
hlaupi frá 400 þúsundum og upp fyr-
ir milljónina, en þýðendur fá 1,20
krónur greiddar fyrir slag.
Og nú taka lyklarnir að dansa og
verður þess að vænta að flest þessara
verka h'tí dagsins ljós á komandi ári.
Lista yfir styrki Þýðingarsjóðs má
finna á vef ráðuneytisins.
Loksins hefur myndlistarmönnum verið
Norræna hússins og er það í fyrsta sinn
er sýning í rýmið í mýrinni.
Grús í mýrinni
falið að búa til sýningu ofan í kjallara
í langri sögu hússins þar sem pöntuð
Sýningin verður opnuð kl. 18 í
kvöld. Grús er samsýning þriggja
ungra myndlistarmanna, þeirra
Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur,
Helga Þórssonar og Magnúsar
Loga Kristinssonar sem hafa sýnt
víða, bæði heima og erlendis, á
undanförnum árum og sýna nú
saman í fyrsta sinn.
Með sýningunni er brotið blað í
sögu Norræna hússins, sem ásamt
sýningarstjórunum Hönnu Styrm-
isdóttur og Rúrí fór þess á leit við
listamennina, að þeir ynnu verk
sérstaldega fyrir sýningarrýmið.
Titill sýningarinnar vísar að
hluta til sögu sýningarrýmisins en
einnig til fjölbreytileikans sem
þess hvata sem þarf til að skapa.
Þar kallast á f rýminu, ríma, sjón-
rænir eiginleikar hússins og mögu-
leikar þess með ólíkum miðlum og
aðferðum.
Segir í lýsingu á verkimum:
„Tfmavíddin er innbyggð í hst
þeirra allra, í formi gjöminga,
myndbandsverka og virkra inn-
setninga. Þó að hér séu á ferðinni
ólíkir listamenn, em leikur og
frjálsleg nálgun við efiii og miðla
sterkur þáttur í verkum þeirra.
Undir htrfku og léttu yfirborði býr
jafnframt rík samfélagsleg vitund.“
Hópurinn sem sýnir er ferskur:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir (1976) er
menntuð í Ameríku og hefur hald-
ið einkasýningar í gaheríi Smekk-
leysu, í Pýramídum Ásmundar-
safns 2004 og tekið þátt í samsýn-
ingum á Ítalíu, í Berlín, Glasgow og
Gent í Belgíu árið 2004.
Helgi Þórsson (1975) er lærður í
Hohandi. Hann hefur sýnt í Fries
Museum og í Amsterdam árið 2004
og á fjölda samsýninga, m.a. í Rott-
erdam, Amsterdam, Lubeck,
Safnasafiúnu á Akureyri og Boekie
Woekie í Amsterdam. Helgi er
einnig þekktur sem annar helm-
ingur tUraunatvíeykisins StiUupp-
steypu.
Magnús Logi Kristinsson lauk
nýverið námi í Helsinki. Hann hef-
ur haldið einkasýningar í Berhn
2005, GaUeríi i8 „undir stiganum"
2003 og hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga, m.a. í Helsinki og
Amsterdam. Magnús hefur tekið
þátt í fjölda annarra viðburða, m.a.
í Cable Factory Performance með
Obhvia-hópnum í Helsinki 2005.
í tengslum við sýninguna verð-
ur opnuð vefsíða á slóðinni
www. this.is/Grus sem kemur í stað
sýningarskrár og opnar föstudag-
inn 1. júh'.