Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Side 33
Menning DV
FIMMTUDAGUR 23. JÚNl2005 33
Bóksölulistar
Listinn er gerður eftir
sölu dagana IS.júni til
21.júni og tekur til versl-
unar i bókabúðum Máls
og menningar, Eymunds-
sonar og Pennans.
AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR
SÆTi BÓK HÖFUNDUR
1. Útivistarbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson |
2. Kleifarvatn (kilja) Arnaldur Indriðason
3. Alkemlstinn (kilja) Paulo Coelho |
4. Hveitibrauðsdagar (kilja) James Patterson
Paulo Coelho
6. Englar og Djöflar (kilja) DanBrown
7. Myndir á þili Þóra Kristjánsdóttir
8. Kortabók (kilja) Mál og menning
9. íslenskur fuglavísir Jóhann Oli Hilmarsson
10. Kalaharí-vélritunarskólinn Alexander MvCall-Smith | mmé
4. Ritsafn Davíö Stefánsson 1
5. Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna - Silja Aðalsteinsdótt
6. Ljóðasafn Steinn Steinarr
7. Þriðja gráða James Patterson
8. Ritsafn Snorri Sturluson
9. Ljóðasafn Hannes Pétursson
10. Perlur í skáldskap Laxness Halldór Laxness
SKÁLDVERK - KIUUR
1. Kleifarvatn Arnaldur Indriðason
2. Alkemistinn (kilja) Paulo Coelho
3. Hveitibrauðsdagar James Patterson 1
4. Ellefu mínútur (kilja) Paulo Coelho
5. Englar og djöflar Dan Brown
6. Kalaharí-vélritunarskólinn Alexander McCall-Smith
7. Belladonna skjalið lan Caldwell
8. Skítadjobb Jón Egill Bergþórsson
9. Da Vincl lykillinn Dan Brown
10. Úlfurinn rauði Liza Marklund
HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆVISÖGUR
1. Útivistarbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson
2‘ Myndir á þili Þóra Kristjánsdóttir
arnaldur
ÍNDRíOASON
3. Kortabók (kilja) Mál og menning
4. íslenskur fuglavísir Jóhann Óli Hilmarsson
5. Sumarsalöt Margrét Þora Þorláksdóttir
6. íslendingar Sigurgeir Slgurjónsson og Unnur Jökulsdóttir
7. íslenska vegahandbókin Stöng
8. íslenska plöntuhandbókin Hörður Kristinsson
9. íslensk fjöll Ari Krístinsson
10. Skyndibitar fyrir sálina Barbara Berger
BARNABÆKUR
1. Skóladagbók Galdrastelpnanna 2005/2006
2. Þankastrik 1 Walt Disney
3. Galdrastelpur Vaka Helgafell
4. Þankastrik 2 Walt Disney
5. Fjörefni Edda
6. Geitungur 1 Arni Arnason og Halldór Baldursson
7. Þankastrik 3 Walt Disney
8. Úrvalsævintýri H.C. Andersen
9. Litli prinsinn Antoine de Saint Exupery |—
10. Bókin mín um orðin Angela Wilkes ; m
ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FLOKKAR
1. Whiteout Ken Follett
2. Hat full of Sky Terry Pratchett mm
3. Black Rose Nora Roberts
4. Mao: the unknown story Jung Chang og Jon Halliday
5. The Colour of Death Elizabet Lowell
6. Fashion History Taschen
7. Art Now Tashen
8. Gaudi Rainer Herbst
9. Hour Game David Baldacci
10. Lazarus Vendetta Robert Ludlum og Patrick Larkin
ERLENDAR VASABROTSBÆKUR
1. Black Rose Nora Roberts \(m
2. Whiteout Ken Follett mms
3. Hat full of Sky Terry Pratchett
4. Wolves of the Calla Stephan King B | ; |, |
5. Sam’s Letter to jennifer James Patterson s u< >si’
6. The Color of Death Elizabeth Lowell I
7. Sunday Philosophy Club Aleexander McCal Smith
8. Metro Girl Janet Evanovitz
9. Lazarus Vendetta Robert Ludlum og Patrlck Larkin
10. Hero Come Back Stephanie Laurens og fleiri.
Vasabókalistinn byggir á sölu í ofannefndum verslunum auk dreifíngar í aðrar bókabúðir og stórmarkaði á vegum Pennans/Blaðadreifíngar.
Skáld vill lesendur
Hermann Stefánsson rithöfund-
ur og fræðimaður vill efla tengslin.
Hann hefur sett upp sérstaka síðu
fyrir bloggið sitt og býður lesend-
um upp á næstum líkamlegt sam-
band í samtalinu. Hann kallar
bloggsíðu sína Norðanáttina, viss
um að það liggur mönnum mest á
hjarta að tala um veðrið áður en
þeir vinda sér yfir í aðra sálma.
Um síðuna segir skáldið: „Þetta
er norðanáttin. Hún feykir öllu
lauslegu með sér, sópar upp öllu
sem á vegi hennar verður. Að reka
veitingahús er eins og að reka stórt
heimili, allt sem þú finnur á mat-
seðlinum getur endað á dúknum.
Eins er með norðanáttina. Allt sem
hún hrifsar með sér getur endað
einhvers staðar annars staðar í
öðru samhengi, í bók eða sönglagi
eða hljóðlegu ljóði. Ég er ekki læs.
Mildi er æðst dyggða. Norður er
ekki höfuðátt heldur hugarástand."
Ratast kjöftugum satt á munn.
Þeir sem vilja reka nefið oní vit
Hermannsins fari á slóðina:
http: / /nordanattin.blogspot.com/
Hermann horfir til himins
og bfður eftir móttöku
ZikZak-bræður gleðjast yfir velgengni stuttmyndar sinnar
og eru að hefja tökur á nýrri stuttmynd undir stjórn Ósk-
ars Þórs Aðalsteinssonar
Síðasti bærinn verðlaunaður á Spáni
Leikstjóri og aðalleikarinn:
Jónamir Snæbjörnsson og Sig-
urbjörnsson við tökur á hinni
lofuðu stuttmynd.
Sigurganga stuttmyndarinnar
Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnars-
son heldur áfram, en myndin vann
aðalverðlaun á Huesca inter-
national fllm-hátíðinni sem haldin
var á Spáni dagana 9. - 18. júní sl.
Myndin fékk einnig sérstaka til-
nefhingu frá gagnrýnendum. Fyrir
vikið er Síðasti bærinn komin í for-
val vegna óskarsverðlaunanna á
næsta ári.
„Þetta var mikilvægur áfangi,"
sagði framleiðandinn Skúh
Malmquist. „Hún er nú tæk í val
fyrir Óskarinn og þarf ekki að fara í
forsýningar. Það er ekki þar með
sagt að hún fái tilnefningu."
Síðasti bærinn hefur verið sig-
ursæl á hátíðum undanfarna mán-
uði, en hún hefur meðal annars
verið valin besta stuttmyndin á
Nordisk Panorama 2004, besta
stuttmyndin á Kiev International
Film Festival Molodist 2004 og hún
fékk Edduverðlaunin í sínum
flokki árið 2004. Auk þess
hefur sjónvarpsstöðin
Arte í Frakklandi
keypt sýningarrétt á
myndinni, en hún
var framleidd með
tUstyrk Kvik-
myndastöðvar ís-
lands, Norræna
kvikmynda- og sjón-
varpssjóðsins auk
sænska sjónvarpsins.
Síðasti Bærinn fjallar
um aldraðan bónda sem
er orðinn einn eftir í
dalnum ásamt konu sinni, þar sem
aðrir bæir eru komnir í eyði. Mjög
er að þeim hjónum lagt að bregða
búi og flytja í þéttbýlið. Með aðal-
hlutverk fer Jón Sigurbjörnsson, en
með önnur hlutverk fara Kristjana
Vagnsdóttir, Sigurður Skúlason,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Am-
heiður Steinþórsdóttir.
Framleiðendur
myndarinnar, Þórir
Snær og Skúli,
halda sig enn við
framleiðslu stutt-
mynda hjá
kvikmynda-
gerðinni ZikZak. 2.
júlí hefjast tökur á
verki Óskars Þórs Að-
alsteinssonar sem er
nýútskrifaður frá háskólan-
um í New York. Myndin
kallast Misty Mountain og
gerist á Langanesi í um-
hverfi afskekktrar ratjárstöðvar.
Þema hennar byggir á tímaflakks-
hugmyndinni. Hún verður tekin á
35 mm filmu og verður stór hópur
tækniliðs á Langanesinu í júh'.
Eggert Pétursson hlýtur viðurkenningu fyrir einstök
blómamálverk sín
Carnegie-verðlaunin veitt
Carnegie Art Award eru norræn
myndlistarverðlaun sem stofnað
var til af D. Carnegie &Co árið
1998. Þetta eru ein stærstu mynd-
listarverðlaun sem veitt eru í dag,
ef miðað er við þær upphæðir sem
falla í hlut einstakra listamanna.
Tilkynnt var um úrslitin í gær.
Sænska listakonan Karin Mamma
Andersson (f. 1963) hlaut fyrstu
verðlaun upp á eina milljón
sænskra króna fyrir málverk sín, en
árum saman hefur hún fjallað um
norræna náttúru í verkum sínum
og teflt henni gegn þjóðsögum og
goðsögnum.
Önnur verðlaun að upphæð
600.000 sænskra króna hlaut Egg-
ert Pétursson (f. 1959). Um verk
hans segir dómnefnd: „Sérstæð
blómamálverk listamannsins eru
ólík öllum öðrum útlistunum á
náttúru eða grasafræði. í þeim er
að finna ótrúlega nákvæmni og
flókna innviði; þau eru nánast
staðffæðileg í áþreifanleika sín-
um.“ Eggert tók einnig þátt í
Carnegie-sýningunni árið 2004.
Eggert var að vonum glaður
þegar DV náði í hann í gær. Var á
milli síma. Þetta er annað árið í röð
sem hann er valinn til þáttöku í því
úrvah norrænna myndlistarmanna
sem myndar þessa stóru farand-
sýningu sem fer milli ahra höfuð-
borga Norðurlandanna og mun nú
fara bæði til Nizza í Suður-Frakk-
landi og Lundúna.
„Það er varla til meira prófes-
sjónal sýning en þessi
og staðið er að þessu. 1
■er gefin út vegleg bó
með verkunum og
skipulögð viðtöl við
aha þá sem að málinu
koma." Hvað hann
ætlar að gera við pen-
inga? „Við keyptum
okkur loksins hús í
fyrra og ég gat komið
mér upp almenni-
legri vinnustofu.
Þannig að þetta fer í
það."
Finnska lista-
konan Petra
Lind-
holm, sem fædd er 1973 í Karjaa,
hlýtur þriðju verðlaun að upphæð
400.000 sænskar krónur fyrir ljóð-
rænt myndbandsverk sitt „Uns“.
Af þeim 115 listamönnum sem
upphaflega voru thnefndir til sýn-
ingarinnar voru 21 valdir th þátt-
töku í sýningunni Carnegie Art
Award 2006. Hér er um að ræða al-
þjóðlega farandsýningu
sem sett verður upp í höf-
uðborgum ahra Norð-
urlandanna, auk þess
sem hún verður sett
upp í Nizza og Lund-
úrium.
Sýningin verður
opnuð í Listasafni
Reykja-
víkur,
Hafnar-
húsi, þann
10. júní nk. og
stendur hún til
20. ágúst 2006.