Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 8

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 8
2 FREYR Grænfóðurrækt — síðsumarfóðrun kúnna Það er víða orðin föst venja kúabænda að rækta hafra til gjafar handa mjólkur- kúm. Vitað er, að þegar líða fer á sumar gefur háarbeitin ekki fullnægjandi fóður handa hámjólka kúm án þess að annað komi til, fóðurbætir með beitinni eða gott græn- fóður, sem víðast eru hafrar eingöngu. Síðast í ágúst byrjar háin að verða þurr- ara og verra fóður en fyrr á sumri, og hún versnar til beitar eftir því sem á sumarið líður og haustar að. Þó að háarbeitin sé næg að vöxtum fram að þeim tíma, er kýr er’ b’mdnar inn, þá er hún ekki fullnægj- anc óður fyrir þær kýr, sem hafa skilyrði til ao vera í hárri nyt, því er það, að þess- um kúm þarf að bæta upp beitarfóðrið. Er þetta víða gert með fóðurbæti og grænum höfrum eða fóðurbæti eingöngu. Oft eru það hafrar, sem notaðir eru til gjafar með síðsumarbeit, trénaðir og meira og minna úr sér sprottnir, því að óvíða er sá háttur hafður að sá höfrunum á mismunandi tíma svo að þroskastig þeirra sé sem næst því er bezt hentar fyrir mjólkurkýrnar, og þó að grænfóðurhafrar, nýskriðnir, sé lystugt fóður, eru þeir vart fullnægjandi uppbótar- fóður handa hámjólkandi kúm með síð- sumarbeit, án þess að bætt sé upp með öðr- um fóðurefnum, enda er það víða venja að gefa fóðurbæti með grænfóðurhöfrum, þeim kúm, sem eru í mestri nyt. Hafragrænfóðurræktin, eins og hún er víðast rekin, er því ekki fullnægjandi fóð- urframleiðsla, því er það, að þörf er á að breyta til um framleiðslu á betra síðsumar- fóðri en hafragrasi, en nota þá reynslu sem nær 20 ára tilraunir tilraunastöðvanna á Akureyri og á Sámsstöðum hafa sannað. Þessar tilraunir hafa sýnt það m. a. að ein- ærar belgjurtir — ertur og flækjutegundir, geta vaxið ágætlega við íslenzk veðráttu- og jarðvegsskilyrði. Uppskera í hafrabelg- jurta- og grænfóðurtilraununum hefir orð- ið eins mikil að vöxtum og víða tíðkast í nágrannalöndum vorum. Munurinn á hafragrasi og hafraertugrasi er æði mikill, til nota fyrir mjólkandi kýr. Ef athugað er, þá er grænfóður af höfrum einum tiltölulega lélegt steinefna og eggja- hvítufóður, þar sem í fóðureiningu af hafra- grasi er vart meira en 80—90 gr. af melt- anlegri eggjahvítu, en i hafraertufóðri 140 til 160 gr meltanleg eggjahvita í fóðurein- ingu. Munurinn á þessu tvennu er auðsær, og með því að breyta til frá hafrarækt til hafraerturæktar fæst algilt fóður handa mjólkandi kúm með síðsumarbeit. Ef belgjurtahafragrænfóður er á hæfi- legu þroskastigi, þegar það er gefið, ætti að vera hægt að fóðra vel án aðfengins fóðurbætis. Þess vegna ættu allir mjólkur- framleiðendur að athuga það í fullri al- vöru, að sjálfshjálp er bezt í þessu tilliti sem öðru. Vönduð grænfóðurrækt, þar sem rúmlega helmingur af grasinu eru belg- jurtir, fóðurertur eða flækjutegundir, þarf að koma í stað grænfóðurhafranna. Verður hér drepið á það helzta, sem þarf að hafa í huga þegar rækta á síðsumar- uppbótarfóður kúnna, og er þá miðað við að ræktaðir séu hafrar og einærar belg- jurtir í blöndu saman. Rækta má ertur og flækjur í öllum þurr- lendum jarðvegi, framræstum mýrum, mólendi og sandjörð. Jarðvinnsla þarf að vera vönduð þann- ig, að sáð sé í gljúpt og gott sáðbeð; er þetta sérstaklega nauðsynlegt fyrir ert- urnar, sem rækta á með höfrunum. Vel má rækta belgjurta-hafragrænfóðrið í ný- brotnu landi, ef séð er fyrir vandaðri jarð- vinnslu. Sáðtími: Æskilegast er að sá tvisvar til þrisvar sinnum t. d. um miðjan maí svo

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.