Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 22
16
FREYR
hagnýta hér á landi, nema ef vera skyldi
á einum eða tveim stöðum til reynslu. Ég
mundi geta mælt með því, að verja gjald-
eyri fyrir einum tæmingartækjum til
reynslu, en alls ekki öðruvísi fyrst um sinn.
Þessi afstaða mín byggist á eftirgreind-
um forsendum:
1. Tæmingartækin eru allt of dýr til
þess að nota til jafn lítils starfs og
raun er á almennt hér á landi og verða
mun um sinn, enda þótt vothey kunni
að verða verkað í stærra mæli en
féndur þess óska. Hvort tækin lækka í
verði, ef framleiðsla þeirra vex að mun,
verður ekki fyrir séð, en þau munu
nú kosta 8—10 þúsund krónur að
minnsta kosti.
2. Þess er getið af þeim, sem séð hafa
tækin í gangi, að þau séu ágæt til að
losa vothey, sem gert er úr maís eða
grófu grænfóðri, en þeim verði að
breyta svo að vel reynist til þess að
losa vothey, sem gert er úr grasi.
3. Þó að á hverju heimili sé ein gryfja
eða turn, eða tvennt af hvoru, þá er
verkið við að losa dagsgjöfina handa
kúnum, þeir smámunir, að ekki kemur
til greina að setja svo dýr tæki til
jafn lítilfjörlegs starfs, eða hvort
mundi nokkrum detta i hug að kaupa
slíku verði vél, til þess að losa þurr-
heyið í hlöðunni, og er það þó bæði
erfiðara verk og meira heilsuspillandi,
Illuti af turnveggnum tekinn burt,
svo að afstaða sést og umbúnaður
tœmin gartœkjanna.