Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 33
FREYR
27
Kringlóttir katlar eru oft strendir á belti um ketil-
mn neðanvert. Hinir sléttu fletir auka styrkleikann og
eru í þeim tilgangi einungis. Við notkun er vert að
minnast þess að halda katlinum hreinum og gæta þess
að ekki setjist í hann ketilsteinn.
Pottlok.
í*að er þýðingarmikið atriði að lokin, sem notuð eru,
hæfi pottunum og sjaldan hafa húsmæðurnar fleiri en
einn pott, sem hægt er að nota sama lokið á. En það
segir það sama sem: Hver pottur sitt lok.
Pottlokið þarf að vera mátulega stórt; þegar það
fellur vel, þá sparar það margar hitaeiningar, flýtir suð-
unni og hlífir eldhúsinu gegn gufu.
Hvít gleruð lok eru ljómandi falleg, en þau eru ekki
jafn hentug. Glerungnum hættir til að flagna af, eða
hrynja af, þegar það kemur fyrir, að lokið fær sér veltu
eftir gólfinu, en það hendir jafnvel í fínustu eldhús-
um, og lok, sem eru blettótt, skrámótt og ryðguð, eða
beygluð í rendur, eru óásjáleg og til engrar prýði í eld-
húsi og ekki alltaf til þess gagns, sem þeim er ætlað að
gera. Flöt lok, með dökkum glerungi, eru betri, og alu-
miniumlok geta verið góð en þau eru sjaldgæfari nema
þau fylgi pottunum. Handföngin á lokunum þurfa að
vera tryggilega fest. Framh.
Coloradobjallan
í októbermánuði 1947 var haldin ráð-
stefna í Bruxelles, sem fjallaði um varnir
gegn Coloradobjöllunni. í ráðstefnu þess-
ari tóku þátt aðilar frá flestum þjóðum
Vestur-Evrópu. Niðurstöður þær, sem þar
voru samþykktar, gerðu ráð fyrir fram-
kvæmdum á vegum nefndar, er kjörin var
til þess að sinna þeim. í nefndina voru
kjörnir fræðimenn á sviði tækni og svo
framkvæmdastjórar frá Hollandi, Belgíu,
Luxemburg, Eire, Bretlandi, Frakklandi og
Jersey. Ríkisstj órnir þessara landa veittu
fé til þess að hægt væri að hafa allan við-
búnað í lagi, ef í það færi, að heyja þyrfti
stríð við vágest þann hinn mikla, Colorado-
bjölluna. Af fjárfúlgu, er lögð var fram í
þessu skyni, voru launaðir 20 sérfræðing-
ar, sem í sumar höfðu yfirumsjón með
úðun allra kartöfluakra við landamæri
Þýzkalands, og af sama sjóði var greitt
öllum öðrum sem að því unnu, og svo
sprautur, lyf og annað, sem með þurfti.
Ennfremur hefir þessi allsherjarnefnd haf-
ið framleiðslu kvikmyndar um Colorado-
bjölluna og varnir gegn henni, og þetta
ár hefir verið varið stórfé til áróðurs, sem
miða skyldi að því að gera almenningi
ijóst, að brýn þörf er á að vera á verði
gegn vágesti þessum. Samvinna hefir verið
milli deildanna í hinum einstöku löndum,
og þótt bjallan hafi heimsótt öll ofan-
greind lönd, þá hefir útbreiðsla hennar ver-
ið heft svo hún hefir þar hvergi valdið
verulegu tjóni. Bjallan hefir komið bæði
til Englands og Jersey, á stríðsárunum var
allmikið af henni á Jersey, en öflugar varn-
ir hafa haldið henni í skefjum og útrým-
ing er kappkostuð. Ennþá mun bjallan
ekki hafa komið yfir norður-landamæri
Þýzkalands, en Norðurlandabúar eru þar á
verði.
DANIR VILJA SELJA HROSS,
því að nú er hafinn innflutningur á
dráttarvélum í verulegum mæli. Gert er
ráð fyrir að Danir fái 10 þúsund Ferguson-
dráttarvélar fyrir árslok 1949. Er því auð-
sætt, að þeir geta selt fjölda hrossa, sem
dráttarvélarnar leysa af hólmi við dag-
legu störfin.
Um undanfarin ár hefir landbúnaðar-
ráðuneytið haft umsjón með hrossasölunni
og selt til Póllands og Frakklands aðal-
lega. Nú eru einstaklingar hvattir til þess
að leita markaða erlendis fyrir bæði af-
sláttarhross og dráttarhesta.