Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 25
FREYR lð
átt sér stað né fósturmyndun, nema viss-
um lágmarkskröfum um karótínmagn sé
fullnægt. Kýrin þarf að fá ákveðið minnsta
ftiagn til þess að geta eignast kálf, og enn-
þá meira en minnsta magnið ef kálfurinn
á að reynast hraustur og heill. Tilraun
hefir sýnt, að ef kýrin er á lágmarki þá
Þarf hún að fá að minnsta kosti 75 mg
áaglega til þess að viðhalda eðlilegum frjó-
semis-lífshræringum. Tilraunir og athug-
anir hafa oft sýnt, að fósturlát á sér stað
vegna skorts á karótíni (A-vitamíni). Á
svipaðan hátt hefir karótínið einnig áhrif
á frjósemi nautanna.
Að öllum athugunum samanlögðum þyk-
ir rétt að gera áætlun um, að ef kýrin fær
80—100 mg karótín daglega að vetrinum,
þá sé ekki hætta á truflunum í frjósemi
hennar, en svo verður hún að fá til við-
bótar jafnvirði þess, sem hún skilar í
mjólkinni.
Þegar um heygjöf er að ræða, eins og
gerist hér á landi, er engin hætta á karó-
tínskorti framan af vetri, en seinni part
vetrar þverr karótínið mjög í heyinu og
getur þá verið ástæða til að gefa því gaum
sem betur má fara. Karótínið í heyi og
mjöli, sem gert er af jurtum (alfa-alfa),
þverr mjög við geymsluna og í gömlu heyi
er venjulega ekkert karótín. Hey, sem hafa
hrakist mjög að sumrinu, eru oft gjör-
sneydd karótíni þegar á haustnóttum, og
hey, sem hitnar í eftir að látið er i hlöðu,
tapar meira eða minna magni af þessu
verðmæta efni. Karótín í alfa-alfamjöli
þverr og mjög við geymslu. Er það meira
en vafasamur greiði, sem bændum er gerð-
ur með því að láta þá kaupa alfa-alfamjöl í
kúablöndu síðari hluta vetrar. Bændur eiga
sjálfir að tryggja sér nægilegt karótínmagn
heima með því að verka vothey og þurrka
heyin vel.
Það getur verið ástæða til að gefa
karótínþörfunum gaum þegar illa árar og
heyin hrekjast, en við venjuleg skilyrði
erum við íslendingar allvel settir að þessu
leyti ,enda tæpast ástæða til að gera ráð
fyrir truflunum í frjósemi kúnna sökum
karótínskorts, nema eftir hrakviðrasumur
þegar heyið er hismi líkt og ekki fóðri.
En bót er hér í máli, að þegar nokkurt
magn heyfengsins er verkað sem vothey þá
er öryggið miklu meira, því að í góðu vot-
heyi er megin þess karótíns, sem var í gras-
inu, og karótínið í votheyinu þverr sára-
lítið við geymslu frá hausti til vors. Þess
vegna er gott vothey sá bezti karótín-
sparisjóður, sem bóndinn hefir og gildir
notkun hans ekki aðeins öryggi í naut-
griparæktinni heldur og í allri búfjárrækt,
og meira að segja nær þetta atriði til
manneldisins um leið, því að karótín vot-
heysins fer að nokkru yfir í mjólkurfituna
og gefur hénni aukið gildi sem næringar-
efni fyrir mannanna börn. G.
írlendingar
selja Englendingum egg í vaxandi mæli. I viðskipta-
samningi fyrir 1949 er ákveðið, að magnið skuli vera
198 milljónir eggja, og í eftirfylgjandi 3 ár er um-
samið magn 234 milljónir árlega. Er það sem næst
sama- magn og árlega var selt til Englands á árunum
1936—40.
Meginhluta þess fóðurs, sem þarf til eggjaframleiðsl-
unnar ,verða Irlendingar að flytja inn.
Á
Eggjasölusamlagið
er nú að skipuleggja starfsemi sína og færa út kví-
arnar. Það greiðir fyrir dreifingu eggja innanlands og
útvegun fóðurs og annarra nauðsynja er hafin. Mark-
miðið þarf að vera að Eygjasölusamlagið hafi íhlutun
um innflutning alls fóðurs sem nota skal handa ali-
fuglum.