Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 32
26 FREYR gert úr efni, sem ekki gefur matnum aukabragð og ekki verða efnabreytingar í þó að snerti mat eða ræstiefni. Og svo verður það að hafa hæfilegan styrkleika. Þau eldhúsáhöld, sem algengust eru við daglegu störfin, verð- ur að athuga sérstaklega. Pottar. Húsmóðirin þarf að eignast pott af hæfilegíi stærð og ekki bara einhvern pott. Stærðin miðist við fjölda heimilisfólksins. Þá verður einnig að taka tillit til hvaða hitagjafa er um að ræða. Sami potturinn er ekki jafn- góður við rafmagnshita, gashita og kolavél. Potturinn, sem keyptur er og nota á á kolavél, getur t. d. verið gleraður (emailleraður). Gleraður pottur er ekki góður nema glerunginum sé smurt á í þunnum lögum. Stej'pujárnspottar, sem gleraðir eru að innan, eru sjaldan traustir því að þeir verða varla gleraðir svo að í lagi sé, nema með því að smyrja þykkum Iög- um á í einu, og þess vegna er glerungnum mjög hætt við að flagna af slíkum pottum. En flestar húsmæður þekkja, að það er ekki létt að fást við pottana þegar glerhúðin er farin að flagna af. Og þeir eru ekki alveg hættulausir, því að það er ekki létt að fyrirbyggja að glerungsflísar fari í matinn og berist með honum í melt- ingarfæri manna. Mörgum húsmæðrum þykir hvítir gleraðir pottar skemmtilegir, og verzlunarmenn fullyrða, að þeir séu allra potta mest eftirsóttir. En það eru til pottar gerðir úr stálþynnum og þeir eru einatt húðaðir með granítglerungi. Þessir pottar eru léttir og auðvelt að hita þá. Granít-glerungurinn eða demant-glerungurinn, eins og hann er oft nefndur, er sterkur af því að honum er smurt á í mjög þunnum Iögum. Þessir pottar þola mikinn hita, án þess að saki, og vel má brúna steik í þeim. Þeir þola betur misjafna meðferð af öllu tagi en hvxtu gleruðu pottarnir. Slórir pottar, af þessari gerð, eru ekki hentir þegar sjóða skal í þeim mjólkurmat; til þess eru þeir of þunnir. Smá-pottar, sem nota skal yfir gasi eða á prímus, eru gerðir úr sama efni og að framan er getið. Hér er þó um þá staðreynd að ræða, að aluminíumpottarnir vinna markaðinn, en litlir pottar, úr stáli eða steyptir, verða að víkja. Aluminíumpottar eru líka ágætir, en ætíð skyldi velja þá þykka. A markaðnum eru oft skaftpottar úr alúminíum, svo þunnir, að þeir mega teljast ónothæfir, af því að þeir beyglast og eyðileggjast svo fljótt. Lít- ilsháttar högg veldur geiflu á þeim og uppþvott þola þeir naumast, enda er það algengt að slíkir pottar eru með gati eftir fárra vikna notkun. Svona pottar hafa alltaf umbeygða rönd í opi, það eykur styrk þeirra að ofan en botninn er jafn lélegur fyrir því, og jafnhætt við að maturinn brenni við þó að framleiðandinn hafi aukið styrk opsins á umræddan hátt. Pottar, sem ætlaðir eru til notkunar við rafmagns- hita, geta verið þykkir eða þunnir eftir atvikum. Þeir, sem eru úr þykku efni gerðir, em jafnhæfir til notk- unar hvort sem um háa eða lága spennu er að ræða. en til notkunar á venjulegum suðuplötum er sjálfsagt að hafa potta með þykkum botni og umfram allt að gæta þess, að botninn sé vel sléttur svo að hann falli allur vel að suðuplötunni og ekki bara á smáblettum. Þessir pottar eru oft með skörpum löggum, en það er ekki hent af því að hætta er á að þar brenni við, þar eð skeiðar, sem hrært er í með, komast naumast út í löggina. Mjög er æskilegt, að á þessum pottum séu handföng, er ekki leiða hita, t. d. gerð úr tré eða ebonit. Velja ber fyrst og fremst þá potta, sem hafa tryggilega fest handföng, því að það er ógaman ef þau detta af. Aluminíumvörur er hægt að fá gljáfægðar eða ófægð- ar, eða þá elokseraðar. Eloksering gefur málminum l'allegt útlit og varanlegt, með veikum gljáa, og hvaða lit sem vera skal, en því ræður framleiðandinn að sjálf- sögðu. P'önnur. Það er með pönnurnar eins og pottana, að hér ber að greina á milli áhalda eftir því hvort þau skulu not- uð á eldavél eða við aðra hitagjafa. Til eru ágætar pönnur til notkunar á venjulegum elda- vélum, stundum gleraðar, en einnig pönnur úr stál- þynnurn geta verið ágætar. Á gasvél, eða suðuáhöld af öðru tagi, er bezt að nota pönnur úr aluminíum, hinna þykku tegunda, þær leiða hitann bezt og af því að loginn lendir þar alltaf á miðjum botni, er þykktin mikilsverð, svo að ekki mis- hitni. Aluminíumvörur teljast þykkar þegar þær eru meira en IV2 mm. Katlar. Ef nota á ketilinn á eldavél með hringum, er sjálf- sagt, að hann sé með börðum eða hring, er leggist á eldavélarhringina en hluti ketilsins nær þá niður í eld- hólfið. Flautukatlar, sem settir eru ofan á hitunará- hald, skulu vera með ójafnan botn, þá er flöturinn stærri en annars og hitagjafinn vermir fljótar. Um ketil, sem nota skal við rafmagn, gildir hið sama og potta, er notaðir eru við sömu skilyrði. Handföng katla þurfa að vera tryggilega fest. annað- hvort með skrúfum eða hnoðnöglum, og ekki kveikt á.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.