Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 9

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 9
FREYR 3 1-—5. júnl og 10.—15. júní. En þar sem ekki eru tök á þvl, þá mun sáðtími 10.—15. júní vera heppilegur á Suðurlandi. Ef sáð er t. d. 15. júní, er komin góð slægja seinni- hluta ágúst, ef séð er fyrir nægum á- burði og öðru því er hentar ræktuninni. Sáðmagn mun víða vera hæfilegt á ha. 100—125 kg. hafrar og 150—160 kg. stór- frseja fóðurertur, eða 100—120 botnía grá- ertur eða norskar fóðurertur. Gæta verður þess að smita útsæðið, ert- urnar eða flækjurnar, áður en sáning fer fram. Smitefnið, sem er venjulega jarðvegur hieð viðeigandi rótarbakteríum, er leyst UPP í 15—20 C° heitu vatni, og hrært vel f- Hæfilegt er að nota 10—12 gr. vatns fyr- ir hvert kg. af ertufræinu er smita á. Ef smita ætti 150 kg. ertufræs, þá þyrfti að nota 1,5—1,8 lítra vatns. Þegar smitefninu hefir verið hrært vel saman við vatnið, Þá á að hella því yfir erturnar og hræra Vel í, svo að öll fræ komi í snertingu við smitið. Gæta ber þess að smita samdæg- urs og sáð er, en geyma ekki sáningu til næsta dags. Bezt er að sá ertufræinu sér og herfa niður með hálfskekktu (eða vel það) hiskaherfi, eða öðru herfi, er þekur vel og svo höfrunum á eftir, en ég hefi við belg- jurtarækt blandað ertum og höfrum sam- an eftir smitun belgjurtanna og sáð hvoru- ^veggja saman, og lánast vel. Ekki hefir horið á, að það drægi úr sprettu eða það hefði nein slæm áhrif, svo að smitið kæmi ekki að góðum notum. Þær grænfóðurbelgjurtategundir, sem við ættum að nota, eru þær sem reyndar hafa verið í tilraunum, en það eru eink- um botnía gráertur, norskar fóðurertur, háðar hafa fremur smá fræ. Þá hefir Hero- fóðurerta reynst hér vel, og loðin flækja, (Luddvikkur) — sænsk, sem er smáfræja. Eg vil hér, til þess að sýna hvað belg- iurtagrænfóður getur gefið, þegar smitun hefir tekizt vel, tilgreina tilraun frá s. 1. sumri. Jarðvegur var nýunnið tún og áburður 100 kg. kalí 60%, 125 kg. þrífosfat 48%, og 125 kg. þýzkur 15,5% kalksaltpétur á ha. Uppskeran varð sem hér greinir, kg.: Grasþurrt Umfram Útsæði af ha. hafra Nr. kg- kg. kg- 1. 280 kg. hafrar 23600 2. 125 kg. hafrar -f- 150 lúpínur 28500 4900 3. 125 kg. hafrar + 150 Heroertur 34350 10750 Sáð var í tilraunina 2. maí og uppskorið 28. ágúst. í nr. 2 var um 20% af grasinu lúpínur, í nr. 3. rúmlega helmingur ertur. Tilraunin sýnir, að með þeim áburði, sem hér var notaður, hefir ertugrænfóðrið gefið tæplega V3 meira af ha. en hafrar eingöngu, og auk þess er alveg víst, að það er betra fóður. í haust gaf ég kúnum á Sámsstöðum 20 kg. á dag með háarbeit- inni, sem var nóg af vöxtum, en ekki gæð- um, því að þegar byrjað var að gefa græn- fóðrið í byrjun sept. jókst mjólkin í kimum það, að líkt var því sem gefinn værl f )ð- urbætir með beitinni. Þegar grænfóc^ið var búið síðast í sept., varð að bæta upp beitina öllum þeim kúm, sem voru í meir en 8 kg. á dag. Þegar próf. Virtanen kom hér í sumar, leizt honum vel á belgjurta- grænfóðurtilraunirnar og sagði, að ef kýr væru fóðraðar með því, þyrftu þær engan annan fóðurbæti. Mér virtist hans umsögn sannast fullkomlega þegar ég fór að gefa þetta grænfóður í haust. Við grænfóður- rækt þarf að sjá fyrir nægum áburði, en ef um belgjurtahafragrænfóður er að ræða, þá má spara að mestu eða öllu leyti köfnunarefnisáburð, miðað við notkun til- búins áburðar, en gefa nægilegt af kalí og fósfórsýru. Til hliðsjónar fyrir þá, sem vilja rækta belgjurta-hafragrænfóður á komandi sumri, er víða nægilegt að bera á ha.: I. Tilbúinn áburður: 100—150 kg. kalí, 60%. 350—400 kg. superfosfat, 20%. 100—125 kg. kalksaltpétur. eða 50 kg. ammoniaksaltpétur. Ef um frjósaman jarðveg er að ræða, má sleppa öllum köfnunarefnisáburði. II. Búfjáráburður: 40—50 smál. haugur á ha. 100—150 kg. superfosfat.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.