Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 12
6
FREYR
Grundvöllur þýzkrar smáhestaræktar
EFTIR HEINZ MANSFELD, formann sérfræðinganefndar í smáhestarækt.
Inngangur.
Eftirfarandi grein birtist s. 1. sumar 1
þýzka búfjárræktarritinu Tierzucht. Þótt
greinin fjalli að mestu um þýzk málefni
og þarlend vandamál, þá hefi ég þó látið
þýða hana til birtingar I Frey, svo bænd-
ur hér geti fengið ljósari yfirsýn um vanda-
mál og viðhorf bænda í Evrópu á sviði
hrossaræktarinnar og dráttaraflsins í land-
búnaði og iðnaði.
Þar sem ég álít ennfremur, að hrossa-
rækt hérlendis og fullkomin réttlæting
stóðeignar og hestaframleiðslu verði að
byggjast á útflutningi ræktaðra og góðra
hesta, þá finnst mér rétt að vekja eftir-
tekt íslenzkra bænda á þeim breyttu við-
horfum, sem afleiðingar síðustu styrjald-
ar hafa skapað gagnvart smáhestunum yf-
irleitt, svo þeir hafa aldrei fyrr notið jafn
mikillar viðurkenningar og gengi þeirra
staðið eins hátt og nú. — Ennfremur finnst
mér athyglisvert fyrir okkur íslendinga,
hve hinar eldri Evrópuþjóðir draga drátt-
arvélarnar lítið inn í umræður sínar um
dráttaraflsþörf landbúnaðarins, en fyrir
því eru margar ástæður, sem ég fer ekki
nánar út í hér. Hitt er aðalatriði fyrir okk-
ur, að nú virðist að nýju að vera að skap-
ast miklir möguleikar fyrir hrossarækt okk-
ar, sem byggjast á útflutningi lífhrossa. Nú
veltur á, að rétt verði á þessum málum
haldið bæði viðskiptalega og faglega, en
vandinn hvílir í höndum bændanna og
þeirra, sem stjórna viðskiptamálunum.
Gunnar Bjarnason.
„Skýrslur frá síðasta ári sýna, að tala
smáhesta er svo há á hernámssvæði Rússa
í Þýzkalandi, að gera má ráð fyrir, að
marga kunni að fýsa að kynna sér þá áætl-
un, sem úrval, kynbætur og hagnýt niður-
skipun smáhestanna í þjóðarbúskapnum
byggjast á.
Stríðið og afleiðingar þess eiga sök á því,
að mikill hluti hinna fjölmörgu og fjöl-
breytilegu smáhesta hefir lent á röngum
stað. Straumar flóttafólks vestur á bóg-
inn stöðvuðust við striðslok. Mikill sægur
smáhesta, sem notaðir voru við flutning-
ana, var þá saman kominn við vesturlanda-
mæri rússneska hernámssvæðisins, þar sem
er frjósamt land.1) Síðan hefir megin
þorri þeirra flutzt aftur austur á bóginn,
en þar hefir handahóf ráðið mestu um
dreifingu þeirra, svo að smáhestar þessir
hafa ekki alltaf lent á sem heppilegustum
stöðum. Það sama má í rauninni segja um
stóru hestana. Af þessu leiðir, að smáhest-
ar fyrirfinnast á frjósömu landi og drátt-
arhestar af stórvöxnum kynjum á rýru
landi. Kynbótafolunum, sem eru alveg sér-
staklega þýðingarmiklir í smáhestarækt-
inni, er mjög ójafnt og handahófslega
dreift, svo mjög er hætt við skipulags-
lausri kynblöndun, sem hvorki mun verða
kynjum stórhesta né smáhesta 1 hag.
Þótt úrval kynbótahesta frá síðasta ári
tryggi, að aðeins séu notaðir fyrsta flokks
kynbótahestar til undaneldis, er sú hætta
engan veginn úr sögunni, að hryssum af
D Það, sem Þjóðverjar kalla „frjósamt land“ er
frjóefnarík og þung leirjörð, en smáhestarnir duga
illa á slíku landi. Þeir eru hinsvegar mest notaðir
þar sem jarðvegur er sendinn og léttur til vinnslu.
G. Bj.