Freyr - 01.01.1949, Síða 13
FREYR
7
smáhestakyni sé haldið undir fola af stór-
hestakyni.
I.
Til þess að koma viðurkenndu skipulagi
á smáhestaræktina, verður að starfa sam-
kvæmt eftirfarandi sjónarmiðum:
1. Skrásetja verður alla smáhesta.
2. Vanda þarf sérstaklega val kynbóta-
fola og setja kynbótanefndum hinna ein-
stöku landshluta og héraða ströng skilyrði
um notkun þeirra.
3. Skrásetja verður allar kynbótahryss-
ur í sérstakar bækur, og koma þarf upp
ættbók yfir hina völdu kynbótasmáhesta.
Þetta hlutverk hefir félagið: „Þýzka smá-
hestaœttbókin“ tekizt á hendur. Það hefir
eftirtalda úrvalsskrá:
F = frumbók
Æ = ættbók
Ú = úrvalsættbók
B = biðskrá.
Öll kynbótahross, sem þannig eru skrásett,
fá úrvalsmerki, þriggja laufa smárann,
sem klippt er vinstra megin á hálsinn, —
eða á vinstra læri, sé um folamerki að ræða.
Srásettar eru hryssur, sem hafa allt að
138 cm. stangarmál, og folar allt að 140 cm.
stangarmál.2)
Biðskráin er sérstaklega mikils verð, þar
eru skráðar hryssur, sem hæfar þykja til
úndaneldis og eru 139—145 cm. að stærð.
Framvegis verður þeim aðeins haldið und-
ir kynbótahesta, sem eru allt að 140 cm.,
svo að vænta má, að afkomendur þeirra
nái að komast á reglulegar úrvalsskrár í
þeirri stærð, er óskað er eftir.
Framangreindar ráðstafanir, sem óhjá-
kvæmilegar eru í skipulagðri smáhesta-
2) Ég vil Vekja athygli á, að þarna er að ræða
um hámarksstærð, og er hún svipuð hámarksstærð
á hrossum okkar. — G. Bj.
rækt, hafa þegar verið hafnar í landshlut-
um og héruðum rússneska hernámssvæðis-
ins. Þar að auki eru eftirtalin verkefni að-
kallandi:
1. Afmarka þarf hrossaræktarsvæði á
rýru og meðalfrjóu landi, sem er sérstak-
lega hentugt fyrir smáhestarækt. Að
nokkru leyti eru þessi svæði þegar afmörk-
uð af náttúrunnar hendi.
Þessi hrossaræktarsvæði ættu yfirleitt að
ná yfir all mörg bændaþorp, er hafa smá-
hesta, svo að hinir völdu kynbótahestar
komi að sem beztum notum. Hentugt
mundi vera að tengja þessi hrossaræktar-
svæði sem nánast þeim kvikfjárræktar-
svæðum öðrum, sem þegar eru fyrir hendi,
til þess að auðvelda eftirlit af hálfu hins
opinbera. Á þessum hrossaræktarsvæðum
er gert ráð fyrir, að skipt verði á stórhest-
um, einkum stórum dráttarhestum, sem nú
hafast við á rýru landi, og smáhestum, sem
nú eru ranglega á þungu landi. Þannig
yrði tryggð hagkvæm og skynsamleg notk-
un smáhestanna.
2. Allir valdir smáhestafolar, sem nú eru
á röngum stöðum og eiga við óheppileg skil-
yrði að búa, verður að flytja þangað, sem
skilyrðin eru hentug. Hér koma fyrst og
fremst til greina umrædd smáhestaræktar-
svæði.
Það liggur í augum uppi, að þessar ráð-
stafanir verða ekki gerðar nema þeim eig-
endum, sem hlut eiga að máli, verði jafn-
framt bætt það tjón, er af skiptunum leið-
ir. Þess vegna er óhjákvæmilegt, að:
a) stofnaður verði sérstakur sjóður, svo
að hægt sé að greiða nefndum eigendum
verðmuninn, þegar skipt er á stórhesti og
smáhesti.
Einstaka jarðeigendur eiga enn gamlan
og góðan smáhestastofn, sem í fæstum til-
fellum er ræktaður og flokkaður eftir fag-
[