Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1949, Page 14

Freyr - 01.01.1949, Page 14
8 FREYR legum sjónarmiðum. Þó er engin ástæða til að ganga fram hjá þessum góðu, gömlu stofnum, fyrst skipuleggja skal smáhesta- ræktina á annað borð. . En einnig mun verða óhjákvæmilegt, að álitlegum hóp þeirra stórhesta, sem flytja þarf inn, sé ráðstafað til skipta í þessu augnamiði. Nauðsynlegt er, að samkomu- lag náist milli þeirra landshluta og hér- aða, sem yfirleitt fallast á skipti og flutn- inga smáhesta, svo að hægt verði að flytja hryssur og kynbótahesta milli landshluta án þess, að hlutaðeigandi héraðsstjórnir setji hömlur í veginn. Félagið „Þýzka smáhestaœttbókin“ er þann veg skipuð, að tryggð er nægileg í- hlutun hins opinbera, í stjórn þess eru 5 fulltrúar, sem viðurkenndir eru af stjórn- um hlutaðeigandi landsvæða og héraða. Sérstaklega er áríðandi fyrir áætlun hrossaræktarinnar, að beztu kynbótafolar verði verðlaunaðir og síðan keyptir til sam- eiginlegs uppeldis, sem fari fram eftir fag- reglum í uppeldisstöð fyrir stóðfola, sem koma verður upp. í sambandi við þessa uppeldisstöð verður að koma upp heilu neti kynbótastöðva, sem samvinnufélög og reyndir hrossarækt- arbændur annast um. Seinna mun ég sýna fram á, hversu mikilvæg slík uppeldisstöð verður, auk viðurkenndra stofna í einka- eign, er leysa skal sameiginlega spurning- una um smáhestagerðina. Þess vegna er það gleðilegt, að hin þýzka stjórn landbúnaðar og skógræktar, á her- námssvæði Rússa í Þýzkalandi, skuli á fjárlögum sínum hafa gert ráð fyrir fjár- veitingu til umræddrar folauppeldisstöðvar. II. Lesi maður gaumgæfilega fagrit, land- búnaðartímarit og blöð, vaknar ef til vill sú hugmynd hjá einstökum lesendum, að hestanna gæti lítið sem ekkert í landbún- aðinum vegna þess, hve framleiðsluskilyrði og framleiðsluhættir eru nú breyttir frá því, sem áður var. Sumum kann að virðast, að tilveruréttur hestanna í smábúskapnum sé aðeins til bráðabirgða vegna brýnnar þarfar á dráttardýrum, en von bráðar muni menn taka kýr til dráttar í stað þeirra. Sú ráðstöfun er eflaust rétt, hvað snertir stór- hesta á þeim jörðum, sem komið var á fót með endurbótum á landbúnaðarlöggjöfinni, því að ógerlegt er að taka það mikið akur- lendi af 5—8 ha jörðum undir hafrarækt, sem hafrafóðurþörf stórhestsins krefur. Af þjóðhagfræðilegum ástæðum er ekki hægt að sjá af svo miklu landi frá fram- leiðslu nytjajurta til manneldis, og það getur smábóndinn heldur ekki, eigi bú- skapur hans að bera sig. Stórhesturinn krefst einmitt ákveðins kraftfóðurmagns, sem skynsamlega rekið smábýli getur ekki látið af hendi rakna né bœtt með 'óðrum hagkvœmum fóðurtegundum. Allt öðru máli gegnir um smáhestinn, og því er það rangt að gera slíkan mun á notkun kúa og smáhesta sem dráttardýra í búrekstrinum, að mönnum förlist sýn góðs og ills. Eflaust er kýrin eðlilegasta dráttardýr nýbyggjans, þar eð hagar og engjar full- nægja næstum til hlítar fóðurþörf hennar. Þar að auki lækkar nyt dráttarkúa hlut- fallslega lítið þrátt fyrir beitingu fyrir drátt, og slíkt má einnig fyrirbyggja ger- samlega með kraftfóðurgjöf. Aukaatriði er það, að enn bíður úrlausnar að finna upp rétta gerð aktygja og akuryrkjuáhalda, sem eingöngu sé miðað við dráttarkýr. Til- sjónarnefnd með tækni í landbúnaðinum hefir tekið þessi mál til nákvæmrar með-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.