Freyr - 01.01.1949, Side 21
FREYR
15
A ■ Meginásar (armar)
B. Sköfur festar á meginás
C. Sköfur
D. Hjól á yztu sköfu
E. Sogpípa
F ■ Hrœríarmar, sem losa undir sogopi
G. Rafm.ótor
H. Jafnvœgislóð
I. Hjól á endum meginása, fylgja útveggjum.
um eru búnar til, þau minni í turna sem
eru allt að 4.50 m. í þvermál og svo önnur
í víðari turna.
Tæki þessi geta losað 2—3 smálestir á
klukkustund, eftir vídd turnsins. Þau er
hægt að nota í öllum gerðum votheyshlaða
og flytja frá einni hlöðu til annarar.
En það er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir
nothæfni þeirra, að votheyið hafi verið
saxað áður en það var látið í votheyshlöð-
una og stráin mega undir engum kringum-
stæðum vera meira en 4—5 cm. að lengd.
★
Svona er þá lýsingin á þessum vélræna
útbúnaði, sem um undanfarin ár hefir
verið á tilraunastigi — og endurbóta fyrir
vestan haf. Og nú er farið að framleiða
hann til sölu á almennum markaði. En
eigum við svo að kaupa hann og nota?
Um þetta munu bændur spyrja. Því skal
strax svarað:
Nei! Að minnsta kosti ekki að svo stöddu
Það er engum vafa bundið, að okkur ber
að leggja rækt við votheysgerð í stórum
stíl hér á íslandi, til þess konar fóðurverk-
unar eru allar kringumstæður svo að segja
tilvaldar, og við eigum að verka votheyið
í háum eða lágum hlöðum, eftir býla-
stærð og afstöðu allri. Og við verðum að
vanda votheysgerðina og okkur ber að
byggja traustar og haldgóðar votheys-
geymslur en ekki fánýtar eins og þær, sem
maður að nafni Brandt hefir bent á í
Morgunblaðinu. Við erum búnir að reisa
nóg af lélegum byggingum hér á landi þó
ekki sé bætt við á þessu sviði líka, svo að
af hljótist skaði og skömm.
En það er nú svo, að þó að tæknin og
vélarnar séu góð og blessuð hjálparmeðul,
þá eru takmörk fyrir því hve dýrum vélum
má hlaða á litil bú án þess að þau kikni
fjárhagslega, og hér er um að ræða at-
riði, sem ennþá kemur ekki til greina að