Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1949, Page 24

Freyr - 01.01.1949, Page 24
18 FREYR Karótin og þýðing þess í grænum jurtum er efni nokkurt, sem nefnist karótín. Þegar skepnan etur jurt- irnar þá fær hún karótínið með; í likama spendýrsins breytist nokkur hluti þess í A-vitamín, en það hefir fjölþætta og mikil- væga þýðingu fyrir alla lífsstarfsemi. Áratugir eru síðan rannsóknir leiddu það fyrst í ljós, að þetta efni er ómissandi til þess að viðhalda eðlilegri starfsemi net- himnunnar í auganu, og bæði menn og skepnur verða náttblindar ef skortur er á A-vitamíni. Siðar hefir verið sannað, að vöxtur og þroski sjóntaugarinnar er að verulegu leyti háður A-vitamínmagni því, sem einstaklingurinn fær. Þá er eðlileg starfsemi og mótstöðuafl slímhimnanna mjög háð A-vitamínforða líkamans, eða með öðrum orðum hversu mikið magn af því fæst í fóðrinu. Nokkur dýr missa mátt í afturhluta kroppsins og hreyfingar verða slingrandi og lítt sjálfráðar, ef þetta vita- mín skortir. Þetta á rót sína að rekja til truflana í starfsemi fruma í mænu og taugakerfi því, er stjórnar vöðvunum. Þá hafa um allmörg ár verið þekkt áhrif A- vitamíns á vöxt ungviðanna. Til viðbótar þessu má svo nefna, að áhrif þess, í sam- bandi við önnur vitamín, eru fjölþætt og þýðingarmikil. Karótín í blóðinu. Þegar skepnan etur karótínið í fóðrinu sogast nokkur hluti þess í gegnum þarm- veggina inn í blóðið og við efnaskiptin sundrast sameindirnar og til verður A- vitamín. Efnabreytingar þessar eru flókn- ar og ástæðulaust að útskýra þær frekar hé^, en aðalatriðið er, að karótínið er nauðsynlegt, meira að segja lífsnauðsyn. f búfjárræktinni hefir þetta ekki litla þýðingu. Eðlileg frjósemi búfjárins er að verulegu leyti háð því hve mikið magn karótíns og A-vitamíns er í blóðinu. Til- raunir hafa sannað, að þegar fóður kúnna er að mestu rófur eða korn, eða hvoru- tveggja, er alltaf nokkur hætta á að kálf- arnir fæðist veikburða, en sé ofurlitlu af heyi bætt við þá er útkoman allt önnur og betri, og ennþá betri ef viðbótarfóðrið er vothey. Karótínmagnið í blóðinu er mælt í ein- ingum sem kallast gamma og miðað er við 100 ml blóðvatn. Tilraun hefir sýnt, að við nefnd fóðurskilyrði, þegar ekki var notað hey, var um 150 gamma í blóðinu, en þá fæddust kálfarnir að vetrinum annað- hvort líflitlir eða dauðir. Á haustin er blóð grasbitanna venjulega mettað með karótín, en að vetrinum þverr magn þess smám saman ef ekki er séð fyrir nægilegri viðbót í daglegu fóðri. Og auðvitað þverr magn karótíns fyrr í blóði hámjólka kúa en hinna, sem lítið mjólka eða standa geldar, því að verulegt karótín- magn fylgir mjólkurfitunni (gróðrar- smjör). Þessvegna er karótínþrungið smjör sérlega verðmætt. Erlendis hefir kúablóð oft verið rann- sakað að sumri, hausti, vetri og vori, og þá verið staðfest, að á sumrin og haustin getur karótínmagnið í blóðinu verið allt að 1600 gamma en fer minnkandi að vetrin- um og er síðari hluta vetrar og á vorin oft ekki nema 100 gamma í 100 ml blóðvatns, eða ennþá minna. Til þess að tryggja allri lífsstarfsemi eðlilega þróun, er því nauðsyn- legt að leitast við að fullnægja karótínþörf- unum og haga fóðuröflun og fóðurnotkun með tilliti til þess. Frjósemi og karótín. Það er staðreynd, að frjóvgun getur ekki

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.