Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Síða 28

Freyr - 01.01.1949, Síða 28
22 FREYR það kalk — og miklu meira en það sem þekur eggið — til þess að skurnin verði sterk. Kalkið verður að komast úr melting- arfærunum inn í blóðið og berast með því, og þegar eggið er á leiðinni frá eggja- stokknum, eftir eggleiðaranum, myndast skelin af kalki því, sem blóðið þá gefur frá sér í gegnum veggi egggangsins. Þess vegna verður að sjá hænunum fyrir gnægð kalks í einhverri mynd. í fyrsta lagi er sjálfsagt að hafa trog með skeljasandi í hænsna- húsinu, sem hænurnar geta etið úr eftir eigin geðþótta. Þær þurfa hvort sem er að hafa smásteina til þess að gleypa, en mag- inn notar þá til þess að mylja fóðrið. Auk þeirra er krít ómissandi, og hyggilegt er að blanda henni í mjölfóðrið, aldrei minna en 1 kg krít í hver 100 kg af fóðri og 2 kg af krít í 100 kg fóðurs, er réttast að nota um það leyti árs, sem varpið er mest, það er að segja frá jólum til vors, og sama magn krítar er sjálfsagt að gefa ungum á vaxtar- skeiði. Á síðastliðnu sumri hlutaðist ég til um, að Samband ísl. samvinnufélaga keypti nokkr- ar smálestir af krít handa hænsnum og munu kaupfélögin geta útvegað hænsna- eigendum hana þaðan. ★ Ef hænsnaeigandinn sér ekki hænunum fyrir nægilegu kalki í krít, skeljasandi eða á annan hátt (möluð bein eru líka kalk- gjafi) þá fer fyrr eða síðar svo, að þær verpa skurnþunnum eggjum eða skjalleggj- um,*) háttemi skepnanna verður óeðlilegt vegna þess að kalk skortir í blóðið og bein- in verða kröm af því að úr þeim er sogið það vara-kalk, sem líkaminn safnar þegar meira berst en þörf er á frá degi til dags. ■) Hvíta himnan undir skurninni heitir skjall, (sbr. skjallhvítur). Skurnvana egg er því skjallegg (nýyrði). Stundum kemur það fyrir, að hænurnar taka upp á því að eta eggin. Það stafar oft- ast af skorti á einu eða fleiri efnum og ekki ósjaldan mun kalkskortur eiga sök á því. En það er nú svo, að þótt skeljasandur og krít sé gefið í miklum mæli, þá getur hæg- lega skeð, að hænan lendi í kalkþroti. Þetta stafar þá af því, að hæfileikar hennar, til þess að hagnýta kalkið, eru ekki nægilega miklir. Þeir hæfileikar eru að nokkru meðfædd- ir — arfgengir — og að öðru leyti er hag- nýting kalksins mjög háð því magni D- vitamíns, sem hænan fær. Mikilvægasta hlutverk D-vitamínsins, í líkama dýrsins, virðist vera bundið við kalk-efnaskiptin. Er þá auðskilið mál, að þýðing þess er mikils- verð, þegar um er að ræða vinnslu og hag- nýtingu jafnmikils kalks, og hænan fær og lætur af mörkum, þegar hún gefur miklar afurðir. Það er líka útrúlegt að svo lítil skepna, sem hænan er — eitt til tvö kg að þyngd — skuli hafa lífeðliseiginleika til þess að framleiða 200—300 egg á ári (en það gera fjöldamargar hænur) og sjá þeim öllum fyrir sterkri skurn. Það er ekkert smáræði af kalki, sem til þess þarf, því að hagnýting kalksins þverr með vaxandi af- urðum. Þess vegna þarf hænan líka aukinn D-vitamínskammt með vaxandi afurða- magni. Um þann tíma ársins, sem varpið er mest, er það raunverulega D-vitamínið, sem ræð- ur skurnþykktinni. Skorti það, þegar hæn- an verpir á hverjum degi, þá verða eggin aldrei skurnsterk hversu mikið kalk sem henni er gefið. Hœnan verður að fá svo mikið D-vita- min, að hvert einasta egg verði með þykkri skurn. Erlendis er hægt að fá D-vitamín í ýms-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.