Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Síða 29

Freyr - 01.01.1949, Síða 29
FREYR 23 um lyfjum eða öðrum samböndum, en ég tel ekki rétt að þau séu flutt inn, því að við íslendingar erum svo vel settir. að við höfum gott lýsi í miklum mæli, en lýsið er auðugt af D-vitamíni. Það eru að vísu takmörk fyrir því hve mikið lýsi skepnan þolir, en um þann tíma ársins, sem mest er D-vitamínþörfin, væri ráðlegt að nota lúðulýsi, það inniheldur mörgum sinnum meira D-vitamín en þorskalýsið. Það er segin saga, að hænan, sem verpir 6 eggjum á viku, þarf meira kalk og meira D-vitamín heldur en hin, sem aðeins verpir þremur eggjum í viku hverri. Markmiðið sé: Öll egg með harðrí, þykkri skurn. Til þess þarf krít og D-vitamín í lýsi. G. Grímur Gíslason: „Bændadagur" Að undanförnu hefir nokkuð verið um það rætt hver þörf væri á, að bænda- stéttin tileinkaði sér einn dag á ári hverju til hátíðahalda, heima í sveitunum. Til- gangurinn með slíkum dagamun, mun vera sá, auk þess að vera almennur skemmti- dagur, að glæða stéttvísi og stéttarmetnað bændafólksins. Þetta er góð hugmynd og líkleg til þess að komast í framkvæmd og ná vinsældum í hinum dreifðu byggðum landsins. Má segja, að þessu sé ekki hreyft vonum fyrr, ef borið er saman við ýmis- legt, er aðrar stéttir þjóðfélagsins hafa gert og gera til þess að efla stéttarsamtök sín. En það er ekki tilgangurinn, með línum þessum, að ræða þessa hugmynd á breið- grundvelli, heldur vildi ég „leggja orð í belg“ um hvaða dagur ársins yrði valinn sem „bændadagur". Því að mínu áliti skiptir það mjög miklu máli, að hann verði heppilega valinn. Ég minnist þess, að Jón á Reynistað hafi stungið upp á sumardeg- inum fyrsta, en Jón á Laxamýri taldi betra að hafa daginn við sláttarlok, og miðaði þá við það að með vaxandi búmenningu hiuni heyskap lokið allmikið fyrr en tíðk- ast hefir fram á þennan dag. Skulu nú þessar tillögur teknar nokkuð til athugunar og þá í þeirri röð, sem þær komu fram: Meðan fólkið var fleira í sveitunum, en nú er, mun það hafa tíðkast allvíða, að unga fólkið kæmi saman á sumardaginn fyrsta til leiks og skemmtana og þá oftast út á víðavangi. Þó var eitt sem algerlega gat komið í veg fyrir að sveitasælan gæti látið í ljós gleði sína yfir sumarkomunni á þennan hátt, og það var hin hverflynda íslenzka veðrátta. Æði oft var og er sum- ardagurinn fyrsti enginn sumardagur nema að tímatalinu til. Ef til vill var norð- an stórhríð daginn þann og hélaðir glugg- ar. Varð þá lítið úr gleðskap, sem von var. Nú ber þess að gæta, sem mjög áþreif- anlegt er, að fólki hefir fækkað mjög í sveitum landsins. Vart er á heimilunum fleira fólk en minnst verður komizt af með við dagleg störf: innanbæjarverk og skepnuhirðingu. En í færri tilfellum mun nú vera búið að sleppa sauðfé af gjöf um sumarmál, síðan meðferð á því batnaði al- mennt. Þar sem ég þekki til, hefir það að mestu lagst niður að gera sér verulegan dagamun á sumardaginn fyrsta og mér finnst það nokkurt tákn þess, að óheppi-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.