Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 17
FREYR 11 gróðri vaxnar lendur með öllu eyðst. Mannshöndin hefir heldur ekki verið að~ gerðarlaus við að höggva og brenna upp mikinn hluta þess skógarkjarrs, er klæddi landið á landnámstíð. í góðærum fjölgaði búfé bænda ört. Þá hafði það nóg að bíta, oftast bæði sumar og vetur. í harðærunum varð gróðurinn minni og búsmalinn gekk þá enn nær öllu því, er tönn á festi. Varð þá víða á land- inu mikil örtröð, svo að gróður eyddist með öllu og land tók að blása upp. Flestir eru sammála um, að gróður- lendi landsins sé nú miklu minna en það var er land byggðist hér. Er slíkt bein af- leiðing þeirra eyðingarafla, sem drepið hefir verið á hér að framan. II. Á síðustu tveim áratugum 19. aldarinnar voru nokkur harðæri. Þá skiptust á harðir vetur, ísár og grasleysissumur. í sumum héruðum landsins var þá orðinn uppblást- ur svo mikill, að fjöldi bændabýla fór í eyði, jafnvel hálfar sveitir eyddust, og heilar sveitir voru í bráðri hættu að fara í auðn. Um og eftir aldamótin 1900 hófst öld hugsjóna, bjartsýni og framfara á íslandi. Margir búnaðarfrömuðir og stjórnmála- menn þess tíma sáu hvert stefndi með uppblástur landsins og hvöttu til átaka við að hefta sandfokið og uppblásturinn. Lítið var þó aðhafst í þeim málum fyrr en eftir 1907, að lög um sandgræðslu voru sett á Alþingi. Samkvæmt þeim lögum var skipaður sandgræðsluvörður hér á landi. Þá urðu fyrstu þáttaskipti í sandgræðslu- málum landsins. Mun þó hér hafa valdið mestu um, að vel tókst til með val á þeim manni, er skipaður var sem sandgræðslu- vörður landsins. Maðurinn var: GUNNLAUGUR KRISTMUNDSSON. Hann var þá 25 ára gamall og hafði hlot- ið, eftir þess tíma mælikvarða, góða al- menna menntun, og sigldi nú til Danmerk- ur, og dvaldi þar um árs skeið til náms í sandgræðslu. Gunnlaugur var auk þess gæddur mik- illi bjartsýni og trú á land sitt og þjóð, og þeim eldmóði æskumannsins, er einkenndí þá kynslóð, sem hann tilheyrði. Hann gekk því vígreifur til verks vorið 1907. Hann sagði sandfoki og uppblæstri stríð á hend- ur en hét á guð og allar góðar vættir til hjálpar við að græða sár fósturjarðar- innar. Orustuvöllur sandanna var víður og víglína sandfoksins löng. Gunnlaugur var liðfár og hafði fyrstu árin sáralítil fjárráð til stórra átaka. Hann var þó jafn sigur- viss í upphafi, sem hann var sigurglaður síðar, er hann sá upblástur hætta, sandfok stöðvast og sandauðnir gróa upp. III. Fyrstu sandgræðslustörf Gunnlaugs voru að friða sandfokssvæði fyrir ágangi bú- fjár, og koma upp görðum úr grjóti og timbri til stöðvunar foksandinum. Þótt fjárveitingar til sandgræðslu væru mjög af skornum skammti fyrstu árin, og því lítil efni á að kaupa mikið girðingarefni eða vinnu til garðahleðslu, voru það ekki verstu byrjunarörðugleikar Gunnlaugs. Þeir voru aðrir og sárari, að sögn hans sjálfs. Þá var að mæta miklu ef ekki al- gerðu skilningsleysi og vantrú þess fólks, sem við foksvæðin bjó, á því, að nokkur til- tök væru að hefta uppblásturinn. Sumir bændumir sögðu, og glottu við tönn, að sandurinn myndi ekki spyrja um leyfi til að fara í gegnum girðingarnar jafnvel þótt þær væru rammlega gerðar úr sexþættum gaddavír! Þá kom það jafnvel fyrir, að girðingar og garðhleðslur voru rifnar nið- ur aftur. En síðast og ekki sízt átti Gunn- laugur í 40 ára stríði við ýmsa bændur landsins, sem beittu búfé sínu, bæði vilj- andi og óviljandi, í sandgræðslugirðing- arnar eftir að þær tóku að gróa. Nýgræð- ingur á sandi er afar viðkvæmur fyrir beit búfjárins — einkum sauðkindarinnar. En á söndunum grænkar fyrst á vorin og gróður fellur þar síðast að haustinu. Sauð- fé er afar sólgið í sandgróðurinn. Því mið- ur er enn í dag við að etja mikið skilnings- leysi og kæruleysi margra bænda á þeirri staðreynd, að sand, sem er að gróa upp, má ekki beita, og allra sízt sauðfé.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.