Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 33

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 33
TILKYNNING TIL BÆIVDA! Vér munum á þessu ári eins og undanfarin ár útvega bændum, sem þess óska, súgþurrkunartæki og blásturskerfi í sambandi við þau. Þar eð afgreiðsla tœkjanna tekur oft langan tíma, er nauðsynlegt að pantanir komist til oss sem fyrst og ekki síðar en 15. febrúar n. lc., ef tækin skal taka í notkun á komandi sumri. Með tilliti til reynslu undanfarinna ára leyfum vér oss að bjóða eftirfarandi: 1. Hlöðuhæð minna en 4 metrar: A. Gólfflötur hlöðu allt að 52 fermetrar: 1) Eins cyl- inders benzínvél með 30” viftu. Verð ca. kr. 2.800.00. 2) Eins cylinders dieselvél með 30” viftu. Verð ca. kr. 4.700.00. 11. Gólfflötur lilöðu 52—70 fermetrar: Eins cylinders dieselvél með 36” viftu. Verð ca. kr. 4.950.00. C. Gólfflötur hlöðu 70—105 fermetrar: Tveggja cyl- indra dieselvél með 42” viftu. Verð ca. kr. 7.100.00. D. Gólfflötur hlöðu 105—135 jermetrar: Tveggja cyl- indra dieselvél með 48” viftu. Verð ca. kr. 7.500.00. 2. Hlöðuhæð 4—6 metrar: A. Gólfflötur hlöðu allt að 95 fermetrar: Tveggja cyl- indra dieselvél með miðflóttaaflsblásara. Verð ca. kr. 10.450.00. 11. Gólfflötur hlöðu 95—105 fermetrar: Tveggja cyl- indra dieselvél með miðflóttaaflsblásara. Verð ca. kr. 11.150.00. I ofannefndu verði er reiknað með reimskifum, reim- um og sleða fyrir aflvélina. Dieselvélin, sem um ræðir, er af gerð Armstrong Siddley, eins cylinder, er 5—8 hestöfl, og tveggja cyl- indra er 12—16 hestöfl. Fer hestaflafjöldi hverrar stærðarinnar eftir snúningshraðanum, og verður hann stilltur þannig, að vélin anni vel viðkomandi blásturs- tæki. Þessar vélar eru mjög vel þekktar fyrir gæði og sparneytni. Benzínvélin er af gerð J.A.P., sparneytin og sérlega gangviss. Vér höfum umboð fyrir báðar þessar vélar og eru varahlutir fyrirhggjandi. RAFDRIFIN TÆKI: Ef þannig háttar, að rafmagn er fyrir hendi, getum vér boðið eftirfarandi: 1. Hlöðuhæð minna en 4 metrar: A. Gólfflötur hlöðu allt að 80 fermetrum: Sambyggð- ur rafmótor og 38” vifta; orkuþörf 4.200 Watt. Verð ca. kr. 4.600.00. 11. Gólfflötur hlöðu 80—115 fermetrar: Sambyggöur rafmótor og 48” vifta, orkuþörf 5.900 Watt. — Verð ca. kr. 4.700.00. 2. Hlöðuhæð 4—6 metrar: .4. Gólfflötur hlöðu allt að 95 fermetrar: Miðflótta- aílsblásari með reimteng'dum rafmótor, orkuþörf 10 200 Watt. B. Gólfflötur hlöðu 95—115 fermetrar: Miðflótta- aflsblásari með reimtengdum rafmótor, orkuþörf 11.900 Watt. Þessi rafknúnu tæki eru aðeins fyrir 3ja fasa rið- straum. Þá munum vér einnig geta afhent tilsniðið efni í grindur og stokka fyrir hlöðurnar. Verð á slíku efni er ca. kr. 35—40 á hvern fermeter og fer það nokkuð eftir stærð hlöðu og öðrum aðstæðum. Að sjálfsögðu er allur innflutningur efnis til ofan- nefndra súgþurrkunarkerfa háður leyfisveitingum við- komandi gjaldeyrisnefnda. Athugið að senda pantanir sem allra fyrst og með þeim nálcvœm mál og lýsingar af hlöðum yðar. LANDSSMIÐJAN, Reykjavík

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.