Freyr - 01.08.1951, Page 4
240
FRE YR
bezt, sem byrjuðum að starfa sem bænd-
ur, upp úr síðustu aldamótum. En betur má
ef duga skal og alltaf verðum við, sem
landbúnað stundum, meira og minna háð
sól og regni, skini og skúrum. Þegar við
fáum köld og skúralítil vor, svo grasspretta
verður lítil, þá hjálpar okkur mikið hin
aukna ræktun; vel ræktuð tún bregðast
sjaldan með sprettu og sízt þó þegar við
höfum tilbúinn áburð með húsdýraáburð-
inum. Og þegar skúrirnar verða of marg-
ar og skinin of fá um heyannatímann, þá
hafa margir tryggt sig með súgþurrkun og
votheysgerð, þótt of fáir séu það enn, sem
tryggir eru fyrir slíku. En á grundvelli
þessara framfara stöndum við betur að
vígi að taka á móti hinum hörðustu vetr-
um og vorum, og ef við höfum það alltaf
hugfast, á haustnóttum, þegar setja skal
á vetur, að búast við þvi versta, og ef von
okkar rætist um að við fáum góðan vet-
ur og vor, þá safnazt fyrir í fóðurforðabúr
okkar, er verður okkur styrkur um fóður-
þörf á komandi missirum, og með mark-
vissri framför í þessa átt færumst við smátt
og smátt fjær því að eiga allt undir sól
og regni, þó við lengst af verðum að sætta
okkur við það, að vera veðráttunni mikið
háðir. En við, búandfólk, stefnum að því
með forsjá og dugnaði að gera búrekstur-
inn sem tryggastan. Það á að vera og er
okkar stolt, og þá fyrst getum við örugg-
lega tileinkað okkur þessar setningar:
„Bóndi er bústólpi.
Bú er landstólpi."
Og þá þurfum við heldur ekki að kvíða
því, að það fólk, sem vinnur að landbún-
aðarstörfum, verði ekki „virt vel“ af al-
þjóð, að verðleikum.
í nýútkomnu riti, er heitir Heima er bezt,
er grein svohlj óðandi:
„Verðmætasta og tryggasta eign er vel
ræktað og vel byggt sveitabýli. Um skeið
hefir fólksstraumurinn legið frá fram-
leiðslunni úr sveitum landsins og jarðir
hafa lagzt í eyði. Nú eru að verða straum-
hvörf í þessum málum. Eyðijarðir byggj-
ast. Nýbýlum fjölgar, og eftirspurn eftir
jarðnæði vex mikið.
Sú kynslóð, sem nú er að kasta af sér
reyfum unglingsáranna, mun marka stór-
stígar framfarir í búnaðarframkvæmdum
þjóðarinnar á komandi árum. Hún mun.
leysa úr læðingi ómetanleg auðæfi úr
skauti moldarinnar og skapa sjálfri sér og
niðjum sínum öruggari og bjartari fram-
tíð.“
Því tek ég þessar setningar hér upp, að
ég tel þær falla vel við það, sem mér sýn-
ist vera framundan í þessu efni. Mér sýn-
ist, og ég trúi því, að landbúnaðurinn haldi
áfram að þróast í þá átt að farsælla verði
við hann að búa í framtíð en nokkra aðra
atvinnugrein. Vel ræktað og vel byggt
sveitabýli er í vaxandi mæli hugsjón æ
íleiri ungra manna og kvenna.
Eitt það affarasælasta, sem ég hefi allt-
af séð framundan fyrir ungum manni og
svanna, og ég sé nú ennþá skýrar en nokkru
sinni áður, er að byggja upp og starfrækja
vel byggt og vel ræktað sveitaheimili. Það
þarf ekki að vera svo stórt, en hjónaefnin
og hjónin þurfa að byggja það sem mest
upp sjálf í sameiningu, og umfram allt að
þau skapi sér þar lífsöryggi. Það er hverj-
um manni meira virði, sem hann hjálpar
til að skapa sjálfur, með hugsjón sinni og
og atorku en það, sem hann eignast átaka-
lítið. Og sem betur fer er land vort svo lítt
numið, að nóg er af glæsilegum verkefnum
í byggðum landsins um ófyrirsjáanlegan
tíma. Fyrst og fremst að byggja ofan á
það, sem þegar er byrjað og færa út á
marga vegu, og svo hreint og beint land-
nám. Fólkið finnur, að á slíku býli er
„heima bezt“ og það skapar sér þá skoð-
un örugglega, að flýja ekki frá erfiðleik-
unum, þótt á stundum gefi á, því það er að
batna, flýja ekki frá því að hjálpa guði til
að skapa fleiri bústólpa til að standa und-
ir þjóðmenningu okkar og öruggari lífsaf-
komu. Flýja ekki frá friðsömu og göfgandi
menningarstarfi á býlinu í sveitinni, að
hægari störfum, tilkomuminni og þýðing-
ar minni fyrir þjóðfélagið. Það eru of
margir í okkar þjóðfélagi, sem vilja lifa á
annara sveita, sem vilja fá sitt lifibrauð
frá samfélaginu, án þess að þurfa að leggja
að sér erfitt starf. Og mér sýnist það vera
of margir, sem hafa hugann við að grína