Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 11
PRE YR
247
legu verðmætum jurtanna og varðveitir
meginmagn þeirra.
Það þýöir öryggi í búskapnum og það
þýðir bættan hag bóndans að varðveita sem
mest og bezt það, sem aflað hefir verið.
„Upp l garð til Sœmuúdar", sagui kerlingin og slaltk enda
hrifuskaftsins undir sáturnar; svo svifu þcer heim i garð
til Stemundar fróða, segir sagan. — Upp i gart til bónd-
ans er hœgt að segja i dag og heyið af töðuvellinum kem-
ur upp i vagninn með lijálp trrkisins, sem myndin sýnir.
Áhléðsluvélin er gott tceki.
Bóndinn, sem á 20 þúsund fóðureiningar í
grasi á túninu sínu, hefir ekki nema 13—
14 þúsund í tóft þegar þurrheyið verkast
í meðallagi og aðeins 10—12 þúsund þegar
illa verkast.
Hvað þýðir þetta í fjármunum, þegar fóð-
ureiningin í heyinu kostar máske um 2
krónur? Það getur hver reiknað sem vill.
Með fullkomnustu votheysverkunar aðferð-
um, sem nú eru notaðar, þykir það mikið
tap verðmæta ef ekki koma 16—18 þúsund
fóðureiningar í jötu af þeim 20 þúsundum,
sem á túninu voru í grasi. Bætt starfsskil-
yrði og bætt aðstaða skapar auðvitað
möguleika til þess að varðveita betur en
áður þau verðmæti, sem í kringum okkur
vaxa. Það sem skepnan safnar sjálf að
sumrinu nýtist auðvitað vel — mjög vel.
En hversu vel það nýtist, sem safnað er til
/etrarforða, er mest undir mönnunum
síomið. Öryggið vex með vaxandi tryggingu
fyrir því að sem minnst tapist. Þar er lyk-
dlinn að velgengni bænda í búskap þeirra.
3á bóndi, sem æfinlega á nóg fóður, kemst
skki á vonarvöl nema aðsteðjandi óhöpp
komi að honum óvörum.
Gott vothey - góö m jólk
Það er ekki aðeins hér á landi, að vothey
hefir verið illræmt á ýmsum stöðum af því
að heiztu einkenni þess voru fúl lykt og
Óþverri. í öðrum löndum hefir þetta og við
borið í þeim mæli, að afurðirnar reyndust
gallaðar. Þessi einkenni og áhrif hafa verið
rannsökuð víða og bændum bent á veilurn-
ar, en þær eru þessar helztar, að ef smjör-
sýra, isovaliansýra og putrificus-bakteríur
finnast ekki, er engin hætta á skemmdum,
hvorki í fóðri né mjólkurafurðunum. Þetta
hefir verið staðfest og er enn einu sinni
undirstrikað eftir nokkurra ára rannsóknir
á tilrauna-mjólkurbúi danska ríkisins.
Skýrsla frá búi þessu gefur yfirlit yfir
niðurstöður fjölda rannsókna af ýmis konar
votheyi og áhrifa mismunandi votheys á
afurðirnar. Af þeim er það ljóst, að eins og
gallaða fóðrið er meinlegt í marga staði er
hið góða kosta-auðugt.
Smjörsýrubakteríur þrífast bezt við sýru-
stig milli 5—6 en því verr sem pH nálgast 4
og er um að gera að styðja að því, við verk-
un fóðursins, að pH komist niður fyrir 5 svo
fljótt sem verða má, helzt á fáum dögum.
Þetta er bezt gert með því að útrýma loft-
inu úr fóðrinu, en svo verða auðvitað að
vera í því efni — kolvetni — sem geta
breytzt í sýrur. Þegar þetta fer saman, þeg-
Jilaðan er þétt og vandlega er unnið, þá er
tís góður árangur — og góðar afurðir.