Freyr - 01.08.1951, Side 14
250
FRE YR
við að lengd háspennulína sé til jafnaðar
allt að 1 km á býli, sé þannig:
Fyrir 1950 30.000 kr. á býli
Eftir 1950 45.000 kr. á býli
Samkvæmt áætlunum um tekjur og gjöld
veitnanna er reiknað með, að þær geti ekki
til jafnaðar staðið undir nema 20% þessa
stofnkostnaðar, og má þá samkvæmt 28. gr.
raforkulaganna ekki ráðast í framkvæmd-
ir nema tryggð hafi verið óendurkræf og
vaxtalaus styrkframlög, er nemi til jafn-
aðar 80% af stofnkostnaði. Til þess að unnt
sé að reka veiturnar sem fjárhagslega sjálf-
stæð íyrirtæki þarf m.ö.o. að skrifa niður
stofnkostnað þeirra frá byrjun um %
hluta, og við þetta er fjáröflun til héraðs-
rafmagnsveitna í sveitum miðuð.
Samkvæmt 27. gr. raforkulaganna fæst í
hæsta lagi % hlutar styrkþarfarinnar úr
ríkissjóði, en minnst hluti skal ávallt
koma úr héraði. Miðað við 80% styrkþörf
og hámarksframlag úr ríkissjóði verður þá
fjáröflunin þannig:
Öflun stofnfjár: Hlutfall Fyrir 1950 Eftir 1950
Lán 20% 6.000 kr 9.000 kr
Framlag ríkissj. 60% 18.000 — 27.000 —
Framl. úr héraði 20% 6.000 — 9.000 —
Samtals 100% 30.000 — 45.000 —
Framlag úr héraði.
Framlög úr héraði greiðast til héraðsraf-
magnsveitnanna úr sérstökum sýslusjóðum,
rafveitusjóðum sýslnanna, er hafa reglu-
gerðir samkvæmt 27. gr. raforkulaganna.
Slíkar reglugerðir hafa verið samþykktar,
að mestu samhljóða, fyrir nokkrar sýslur,
og skal nú skýrt frá helztu ákvæðum þeirra
og breytingum á þeim, sem eru á döfinni
vegna hækkaðs stofnkostnaðar veitnanna.
í rafveitusjóð sýslu skulu, samkvæmt
reglugerðunum, renna eftirtaldar tekjur:
a) heimtaugagjöld notenda skv. 27. gr.
raforkulaganna,
b) hluti sýslunnar af tekjuafgangi hér-
aðsrafmagnsveitna ríkisins skv. 30. gr.
raforkulaganna,
c) vextir af fé sjóðsins.
Ennfremur má afla tekna
d) á hvern þann hátt annan, sem sýslu-
nefnd ákveður og lög heimila.
Enn sem komið er hefur ekki verið um
að ræða nema fyrsttalda tekjuliðinn, heim-
taugagj öldin; héraðsraf magnsveiturnar
hafa ekki skilað tekjuafgangi, sjóðirnir
hafa ekki átt fé á vöxtum og ráðstafanir
hafa ekki verið gerðar til tekjuöflunar skv.
lið d). Fyrirsjáanlegt var reyndar, að hér-
aðsframlögin yrðu, að minnsta kosti fyrst
í stað, að greiðast að öllu leyti með heim-
taugagjöldum, og var því frá upphafi mið-
að við, að þau næmu til jafnaðar 6.000 kr
á hvert býli, eða hvern notanda, í samræmi
við áætlaða styrkþörf fyrir gengisfelling-
una í marz 1950. Rafveitur í kaupstöðum
og kauptúnum höfðu um langt skeið inn-
heimt heimtaugagjöld af húseigendum og
haft þá reglu að miða gjöldin við fasteigna-
eða brunabótamat. Þessi regla virtist henta
einnig í sveitunum, og var ákveðið að leggja
fasteignamatið til grundvallar. Ákvæðin
voru sett þannig, að heimtaugagjald af
meðaljörð yrði 6.000 kr, einn þriðji hluti
þess, 2.000 kr, grunngjald jafnt á alla, en
hitt reiknað sem ákveðinn hundraðshluti
af samanlögðu fasteignamatsverði lands og
húsa á hverri jörð. Svo tekið sé dæmi,
reyndist fasteignamatsverð meðaljarðar í
Árnessýslu vera 12.800 kr, og þurfti því
hundraðshlutinn að vera 31 til þess að
meðalgjald af matsverði yrði 4.000 kr.
Vegna þess hve matsverð meðaljarðar er
ólíkt í sýslunum varð hundraðshlutinn
mismunandi, frá 30 og upp undir 60%.
Þótt heimtaugagjöldin væru miðuð við,
að þau nægðu til að greiða lögbundið hér-
aðsframlag til héraðsrafmagnsveitnanna,
þótti sýnt, að nokkur mismunur gæti orð-
ið þar á um stundarsakir, þannig að hér-
aðsframlag yrði ýmist meira eða minna en
tekjur af heimtaugagjöldum, auk þess sem
óhjákvæmilegt er að veita stundum gjald-
frest á heimtaugagjöldum. Af þessum
ástæðum er rafveitusjóðunum heimilað í
reglugerðunum að taka bráðabirgðalán upp
í væntanlegar tekjur, ef gjöldin reynast í
bili meiri en tekjurnar. í framkvæmdinni