Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1951, Side 16

Freyr - 01.08.1951, Side 16
252 FREYR 1946 1,8 milj kr 1947 1,0 — — 1948 2,0 — — 1949 2,0 — — 1950 1,0 — — 1951 1,0 — — Samtals eru þetta 8,8 milj kr, þaraf 7,8 milj kr veittar fram til ársloka 1950. Bók- færður stofnkostnaður héraðsveitnanna var, eins og að framan segir, 13,8 milj kr í árslok 1950, og bókfærður styrkur úr ríkis- sjóði var 7,5 milj kr, eða 54% af stofnkostn- aði. Bókfærð heimtaugagjöld voru 2 milj kr og bókfærður styrkur því samtals 9,5 milj kr. Afgangurinn, 4,3 milj kr, eru lán, sem veitunum ber að endurgreiða. Vænzt hafði verið til þess, að héraðsveit- urnar fengju lán á frjálsum markaði fyrir þeim hluta stofnkostnaðar, sem þær geta staðið undir. Reyndin er hinsvegar, að slík lán hafa algerlega brugðizt. Öll lán héraðs- rafmagnsveitna ríkisins hafa verið sótt í raforkusjóð, þótt hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að veita lán til byggingar orku- vera og aðalorkuveitna rafmagnsveitna ríkisins, sem ætlað er að standa að öllu leyti undir stofnkostnaði án styrkveitinga. Framlag ríkissjóðs til héraðsveitnanna lækkaði á árinu 1950 niður í helming frá því sem var á árunum 1948 og 1949, úr 2 milj kr niður í 1 milj kr, og sama upphæð er veitt á árinu 1951. Jafnframt þessari lækkun er ríkisstjórninni hinsvegar heim- ilað í fjárlögum 1950 og 1951 að taka allt að 1,5 milj kr lán hvort árið fyrir raforku- sjóð til raforkuframkvæmda. Þessi láns- heimild var notuð á árinu 1950 og 1,5 milj kr lán fengið hjá Tryggingarstofnun rík- isins. Eins og nú horfir um lánsfjárútveg- un koma slík lán að sjálfsögðu í góðar þarf- ir vegna þess hluta stofnkostnaðar, sem héraðsveitunum er ætlað að standa undir, en þau geta ekki komið í stað beinna fjár- veitinga, sem renna til veitnanna sem óendurkræfur og vaxtalaus styrkur. Það veltur á þessum styrkfjárveitingum ríkis- sjóðs, hversu hratt byggingu samveitna í sveitum verður haldið áfram, og skal hér að lokum vikið að því atriði. Hve hratt verða samveitur byggðar? Eins og fyrr segir, er áætlað að samveit- ur verði með tímanum lagðar til 2.300 býla til viðbótar þeim 600, sem þegar eru tengd- ar. í fyrsta áfanga verði lagt til 1.600 býla, sem þurfa til jafnaðar 1 km af háspennu- línum og 45.000 í stofnkostnað á býli; í öðrum áfanga til 700 býla, sem þurfa til jafnaðar allt að 1,5 km af háspennulínum og 60.000 kr í stofnkostnað á býli. Veitur í fyrsta áfanga geta staðið undir 9.000 kr stofnkostnaði á býli, en veitur í öðrum á- fanga sennilega ekki nema 8.000 kr, vegna meiri viðhaldskostnaðar. Með styrkveitingu samkvæmt raforkulögunum verður þá fjár- öflun þannig: Fyrsti áfangi, 1.600 býli á 45.000 kr. Framlag ríkisins 27.000 kr/býli: 43,2 milj kr Framlag héraða 9.000 —/ — : 14,4 — — Lán 9.000—/— : 14,4 --------- 45.000 kr/býli: 72 milj kr Annar áfangi, 700 býli á 60.000 kr. Framlag ríkisins 39.000 kr/býli: 27,3 milj kr Framlag héraða 13.000—/— : 9,1 — — Lán 8.000—/— : 5,6 — — 60.000 kr/býli: 42 milj kr Núverandi framlag úr ríkissjóði, 1 milj kr á ári, svarar til þess, að veitum í fyrsta áfanga sé lokið á 43 árum og veitum í öðr- um áfanga á 27 árum, báðum áföngum á 70 árum. í fyrri áfanga fá 37 býli rafmagn á ári, í þeim síðari 26. Tæknilega hefur hinsvegar verið talið hæfilegt að leggja til 100 býla á ári, og til þess nægði fjárveit- ingin á árunum 1948 og 1949, en eigi að halda þeim hraða í framtíðinni þarf ríkis- styrkurinn, að óbreyttu verðlagi, að vera 2,7 milj kr á ári í 16 ár og 3,9 milj kr i 7 ár. Framkvæmdum yrði þá lokið á 23 árum. Þegar kemur að síðari áfanganum, þarf að hækka heimtaugagjöld, eða framlag héraða á annan hátt, úr 9.000 upp í 13.000 kr á býli.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.